Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2017 11:33 Moore hefur sagt ásaknirnar upplognar að hluta en hefur ekki neitað því að hafa hitt unglingsstúlkur þegar hann var sjálfur á fertugsaldri. Vísir/AFP Enn fjölgar í hópi kvenna sem saka Roy Moore, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildarþingsætis í Alabama, um óviðeigandi eða kynferðislega tilburði þegar þær voru táningar. Tvær konur komu fram í gær og sögðu Moore hafa elst við sig þegar þær voru ungar. Báðar unnur þær í Sears-stórversluninni í verslunarmiðstöð í Gadsen í Alabama á 8. áratugnum. Önnur þeirra, Gena Richardson, var að klára menntaskóla á þeim og var 17-18 ára gömul. Hún segir Moore hafa kynnt sig fyrir henni í búðinni og beðið hana um símanúmer. Því hafi hún hins vegar hafnað en Moore var þá þrítugur saksóknari. Moore hafi þó ekki látið þar staðar numið. Nokkrum dögum síðar hafi stúlkan verið kölluð úr tíma í skólanum og á skrifstofu skólastjóra. Þar hafi símtal beðið eftir henni. Á hinum endanum var Moore sem vildi bjóða henni á stefnumót. Richardson segist á endanum hafa látið undan og farið á stefnumót með Moore. Stefnumótið endaði með „kröftugum“ kossi gegn vilja Richardson sem hún segir að hafi hrætt sig. „Ég vildi aldrei hitta hann aftur,“ segir Richardson sem er 58 ára í dag við Washington Post. Gæti leitt til ólíklegs sigurs demókrata í eldrauðu ríki Áður hafa nokkrar aðrar konur stigið fram og lýst því hvernig Moore hafði uppi kynferðislega tilburði eða eltist við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. Þar á meðal var kona sem Moore hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig þegar hún var 14 ára en hann á fertugsaldri. Moore hefur hafnað ásökununum og segir þær runnar undan rótum pólitískra andstæðinga. Hann hefur ekki ljáð máls á því að draga sig í hlé þrátt fyrir að sumir leiðtogar Repúblikanaflokksins hafi hvatt hann til þess. Fulltrúar flokksins í Albama hafa þó staðið með sínum manni fram að þessu. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar sem repúblikanar gætu farið til að losa sig við Moore. Rætt hefur verið um að þeir gætu reynt að seinka kjördegi, hefja baráttu til að kjósendur tilnefni annan frambjóðanda á kjörseðlinum eða jafnvel víki Moore af þingi nái hann kjöri þrátt fyrir allt. Kosið verður um annað öldungadeildarþingsæti Alabama-ríkis 12. desember. Alabama er íhaldssamt ríki og vann Donald Trump sigur með 28 prósentustigum þar í forsetakosningunum í fyrra. Moore er hins vegar sérlega umdeildur frambjóðandi. Áður en ásakanirnar á hendur honum komu fram var hann með nokkuð forskot á demókratann Doug Jones í skoðanankönnunum en mun minna en almennt hefði verið búist við af repúblikana í ríkinu. Nú benda kannanir hins vegar til þess að Moore hafi aðeins naumt forskot á Jones. Demókratar eygja því möguleika á að vinna öldungadeildarsæti í Alabama sem hefði verið talið nær ómögulegt fyrir nokkrum vikum. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. 13. nóvember 2017 20:45 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Enn fjölgar í hópi kvenna sem saka Roy Moore, frambjóðanda repúblikana til öldungadeildarþingsætis í Alabama, um óviðeigandi eða kynferðislega tilburði þegar þær voru táningar. Tvær konur komu fram í gær og sögðu Moore hafa elst við sig þegar þær voru ungar. Báðar unnur þær í Sears-stórversluninni í verslunarmiðstöð í Gadsen í Alabama á 8. áratugnum. Önnur þeirra, Gena Richardson, var að klára menntaskóla á þeim og var 17-18 ára gömul. Hún segir Moore hafa kynnt sig fyrir henni í búðinni og beðið hana um símanúmer. Því hafi hún hins vegar hafnað en Moore var þá þrítugur saksóknari. Moore hafi þó ekki látið þar staðar numið. Nokkrum dögum síðar hafi stúlkan verið kölluð úr tíma í skólanum og á skrifstofu skólastjóra. Þar hafi símtal beðið eftir henni. Á hinum endanum var Moore sem vildi bjóða henni á stefnumót. Richardson segist á endanum hafa látið undan og farið á stefnumót með Moore. Stefnumótið endaði með „kröftugum“ kossi gegn vilja Richardson sem hún segir að hafi hrætt sig. „Ég vildi aldrei hitta hann aftur,“ segir Richardson sem er 58 ára í dag við Washington Post. Gæti leitt til ólíklegs sigurs demókrata í eldrauðu ríki Áður hafa nokkrar aðrar konur stigið fram og lýst því hvernig Moore hafði uppi kynferðislega tilburði eða eltist við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. Þar á meðal var kona sem Moore hafa haft uppi kynferðislega tilburði við sig þegar hún var 14 ára en hann á fertugsaldri. Moore hefur hafnað ásökununum og segir þær runnar undan rótum pólitískra andstæðinga. Hann hefur ekki ljáð máls á því að draga sig í hlé þrátt fyrir að sumir leiðtogar Repúblikanaflokksins hafi hvatt hann til þess. Fulltrúar flokksins í Albama hafa þó staðið með sínum manni fram að þessu. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar sem repúblikanar gætu farið til að losa sig við Moore. Rætt hefur verið um að þeir gætu reynt að seinka kjördegi, hefja baráttu til að kjósendur tilnefni annan frambjóðanda á kjörseðlinum eða jafnvel víki Moore af þingi nái hann kjöri þrátt fyrir allt. Kosið verður um annað öldungadeildarþingsæti Alabama-ríkis 12. desember. Alabama er íhaldssamt ríki og vann Donald Trump sigur með 28 prósentustigum þar í forsetakosningunum í fyrra. Moore er hins vegar sérlega umdeildur frambjóðandi. Áður en ásakanirnar á hendur honum komu fram var hann með nokkuð forskot á demókratann Doug Jones í skoðanankönnunum en mun minna en almennt hefði verið búist við af repúblikana í ríkinu. Nú benda kannanir hins vegar til þess að Moore hafi aðeins naumt forskot á Jones. Demókratar eygja því möguleika á að vinna öldungadeildarsæti í Alabama sem hefði verið talið nær ómögulegt fyrir nokkrum vikum.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55 Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15 „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. 13. nóvember 2017 20:45 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Roy Moore var 32 ára þegar hann var í samskiptum við hina fjórtán ára Leigh Corfman. 9. nóvember 2017 21:55
Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Repúblikaninn Roy Moore segir að kjósendur muni sjá í gegnum þetta "leikrit“ og að Washington Post sé að reyna að klekja á honum. 11. nóvember 2017 23:15
„Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Önnur kona hefur stigið fram og sakað þingframbjóðandann Roy Moore um að hafa brotið gegn henni kynferðislega. 13. nóvember 2017 20:45
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14