Konur – Ísland allt Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 24. október 2017 13:15 Í dag 24. október, höldum við upp á kvennafrídaginn, í gegnum tíðina hafa konur hvatt aðrar konur til þess að leggja niður störf á þessum degi. Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags fyrir þjóðfélagið. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og konur gengu í tugþúsunda tali útaf vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín, klukkan 14:08. Árið 2010 var það klukkan 14:25. Fyrir einu ári síðan var lögð áhersla á að leggja niður störf klukkan 14.38. En við getum ekki allar lagt niður störf samtímis. Margar konur sinna mikilvægustu störfum samfélagsins Til að nefna dæmi þá er ljóst að konur í umönnunarstörfum hafa enga möguleika til þess að ganga út og skilja eftir skjólstæðinga sína, hjúkrunarfræðingar geta ekki yfirgefið vinnustað sinn og heldur ekki sjúkraliðar eða aðrar konur í stéttum sem eru að mestu skipaðar konum. Vinnumarkaðurinn er kynskiptur, leikskóla- og grunnskólakennarar eru svokallaðar hefðbundnar kvennastéttir í umræðunni. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra kvennastarfsstétta, s.s. hjá hjúkrunarfræðingum. Þær tilraunir hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað til kvenna því fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Í dag , enn á ný, er kvennafrídagur runninn upp, en kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Það er verkefni bæði kvenna sem karla að ýtreka að það sé óásættanleg staða og brjóta þarf upp kynskiptan vinnumarkað, það er verkefnið framundan. Konur geta ekki allar lagt niður störf sín í dag til þess að leggja áherslu á óréttlát kjör sín, við þurfum að muna eftir því.Höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 24. október, höldum við upp á kvennafrídaginn, í gegnum tíðina hafa konur hvatt aðrar konur til þess að leggja niður störf á þessum degi. Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags fyrir þjóðfélagið. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og konur gengu í tugþúsunda tali útaf vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín, klukkan 14:08. Árið 2010 var það klukkan 14:25. Fyrir einu ári síðan var lögð áhersla á að leggja niður störf klukkan 14.38. En við getum ekki allar lagt niður störf samtímis. Margar konur sinna mikilvægustu störfum samfélagsins Til að nefna dæmi þá er ljóst að konur í umönnunarstörfum hafa enga möguleika til þess að ganga út og skilja eftir skjólstæðinga sína, hjúkrunarfræðingar geta ekki yfirgefið vinnustað sinn og heldur ekki sjúkraliðar eða aðrar konur í stéttum sem eru að mestu skipaðar konum. Vinnumarkaðurinn er kynskiptur, leikskóla- og grunnskólakennarar eru svokallaðar hefðbundnar kvennastéttir í umræðunni. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra kvennastarfsstétta, s.s. hjá hjúkrunarfræðingum. Þær tilraunir hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað til kvenna því fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Í dag , enn á ný, er kvennafrídagur runninn upp, en kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Það er verkefni bæði kvenna sem karla að ýtreka að það sé óásættanleg staða og brjóta þarf upp kynskiptan vinnumarkað, það er verkefnið framundan. Konur geta ekki allar lagt niður störf sín í dag til þess að leggja áherslu á óréttlát kjör sín, við þurfum að muna eftir því.Höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar