Kate Beckinsale stígur fram með ásakanir á hendur Weinstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2017 20:21 Kate Beckinsale segist hafa verið sautján ára þegar Harvey Weinstein hafði í frammi óviðeigandi hegðun í hennar garð. vísir.is/getty Í dag greindi leikkonan Kate Beckinsale frá því að Weinstein hafi reynt að bera ofan í hana áfengi og í kjölfarið haft í frammi óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í frétta breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi kvenna hefur stigið fram að undanförnu með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein í kjölfarið á umfjöllun The New Yorker. Sjá fréttaskýringu Vísis um mál Harveys Weinstein hér. Að sögn Beckinsale var hún aðeins sautján ára þegar hún var kölluð á fund Weinsteins en það kom henni á óvart að fundurinn átti að fara fram inn á hótelherbergi Savoy hótelsins. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar kvikmyndaframleiðandinn tók á móti henni á baðsloppnum einum klæða. Beckinsale telur að Weinstein hafi hreinlega ekki munað hvort hann hefði ráðist að henni eður ei.Vísir.is/getty „Ég var ótrúlega barnaleg og ung og það hvarflaði ekki að mér að þessi eldri, fráhrindandi maður ætlaðist til þess að ég hefði kynferðislegan áhuga á sér,“ segir Beckinsale. Leikkonan segist hafa komist frá fundinum tiltölulega heil á húfi. Hún neitaði boði um áfengi og sagðist þurfa að vakna snemma til þess að fara í skólann daginn eftir. Hún segir að Weinstein hefði komið að máli við sig nokkrum árum síðar og spurt sig hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti reynt við hana. „Það rann upp fyrir mér að hann mundi ekki eftir því hvort hann hefði ráðist að mér eða ekki,“ segir Beckinsale. Hún segist margsinnis hafa hafnað atvinnutilboðum Weinsteins og að það hafi óneitanlega haft neikvæð áhrif á sinn feril. Hún hafði á tilfinningunni að enginn styddi hana í því að sniðganga Weinstein nema fjölskylda sín. Í dag greindu lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins frá því að rannsókn á ásökunum á hendur Weinsteins sé hafin. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 „Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Í dag greindi leikkonan Kate Beckinsale frá því að Weinstein hafi reynt að bera ofan í hana áfengi og í kjölfarið haft í frammi óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í frétta breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi kvenna hefur stigið fram að undanförnu með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein í kjölfarið á umfjöllun The New Yorker. Sjá fréttaskýringu Vísis um mál Harveys Weinstein hér. Að sögn Beckinsale var hún aðeins sautján ára þegar hún var kölluð á fund Weinsteins en það kom henni á óvart að fundurinn átti að fara fram inn á hótelherbergi Savoy hótelsins. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar kvikmyndaframleiðandinn tók á móti henni á baðsloppnum einum klæða. Beckinsale telur að Weinstein hafi hreinlega ekki munað hvort hann hefði ráðist að henni eður ei.Vísir.is/getty „Ég var ótrúlega barnaleg og ung og það hvarflaði ekki að mér að þessi eldri, fráhrindandi maður ætlaðist til þess að ég hefði kynferðislegan áhuga á sér,“ segir Beckinsale. Leikkonan segist hafa komist frá fundinum tiltölulega heil á húfi. Hún neitaði boði um áfengi og sagðist þurfa að vakna snemma til þess að fara í skólann daginn eftir. Hún segir að Weinstein hefði komið að máli við sig nokkrum árum síðar og spurt sig hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti reynt við hana. „Það rann upp fyrir mér að hann mundi ekki eftir því hvort hann hefði ráðist að mér eða ekki,“ segir Beckinsale. Hún segist margsinnis hafa hafnað atvinnutilboðum Weinsteins og að það hafi óneitanlega haft neikvæð áhrif á sinn feril. Hún hafði á tilfinningunni að enginn styddi hana í því að sniðganga Weinstein nema fjölskylda sín. Í dag greindu lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins frá því að rannsókn á ásökunum á hendur Weinsteins sé hafin.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 „Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19
„Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34