Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2017 08:43 Ljósmyndin af parinu hefur farið víða og jafnvel legið undir gagnrýni. Vísir/Getty Ljósmyndarinn sem fangaði eitt af óhugnanlegustu augnablikunum í kjölfar árásarinnar í Las Vegas á sunnudag segir að myndefni sitt hafi staðið upp og hlaupið á brott. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést hvernig maður skýlir konu sem liggur á bakinu, umkringd hvers kyns rusli sem tónleikagestirnir 22 þúsund höfðu í höndunum þegar Stephen Paddock hóf skothríðina. Alls létust um 59 manns í árásinni og næstum 500 særðust. Konan á myndinni virðist sárþjáð og hafa margir velt vöngum yfir líðan hennar eftir að skothríðinni lauk. Einhverjir hafa jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að nota myndina enda ekki ljóst hvort konan hafi haft það af eða ekki. Ljósmyndari myndaveitunnar Getty, David Becker, segir þó í samtali við Time að hann hafi séð parið standa upp og hlaupa af tónleikasvæðinu.Reif upp myndavélina í kúlnahríðinni„Ég veit ekki hvort hún særðist en maðurinn reyndi augjóslega að verja hana og skýla henni,“ sagði Becker. Hann hafði verið sendur á hátíðina til að ná myndum af Jaseon Aldean, kántrístjörnunni sem stóð á sviðinu þegar Paddock hleypti af. Becker tekur í sama streng og önnur vitni sem hafa lýst atburðarásinni, hann hafi ekki vitað í fyrstu hvort smellirnir sem hann heyrðu væru flugeldar eða skothvellir. Hann hafi þó áttað sig á alvöru málsins þegar hann sá óttann í augum fólks og ringulreiðina sem skapaðist í mannhafinu. Þá hafi hann rifið upp myndavélina og gert sitt besta við að fanga augnablikið, sem hann grunaði að gæti yrði sögulegt.Sjá einnig: Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Hann hafi þó fengið áfall þegar hann hélt aftur inn í fjölmiðlatjald tónlistarhátíðarinnar, þar sem hann hafði verið fyrr um kvöldið að störfum. „Ég sá fólk þakið blóði og hugsaði með mér. „Guð minn góður, þetta er raunverulegt,“ sagði Becker við Time. Honum var fylgt af svæðinu skömmu síðar. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ljósmyndarinn sem fangaði eitt af óhugnanlegustu augnablikunum í kjölfar árásarinnar í Las Vegas á sunnudag segir að myndefni sitt hafi staðið upp og hlaupið á brott. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést hvernig maður skýlir konu sem liggur á bakinu, umkringd hvers kyns rusli sem tónleikagestirnir 22 þúsund höfðu í höndunum þegar Stephen Paddock hóf skothríðina. Alls létust um 59 manns í árásinni og næstum 500 særðust. Konan á myndinni virðist sárþjáð og hafa margir velt vöngum yfir líðan hennar eftir að skothríðinni lauk. Einhverjir hafa jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að nota myndina enda ekki ljóst hvort konan hafi haft það af eða ekki. Ljósmyndari myndaveitunnar Getty, David Becker, segir þó í samtali við Time að hann hafi séð parið standa upp og hlaupa af tónleikasvæðinu.Reif upp myndavélina í kúlnahríðinni„Ég veit ekki hvort hún særðist en maðurinn reyndi augjóslega að verja hana og skýla henni,“ sagði Becker. Hann hafði verið sendur á hátíðina til að ná myndum af Jaseon Aldean, kántrístjörnunni sem stóð á sviðinu þegar Paddock hleypti af. Becker tekur í sama streng og önnur vitni sem hafa lýst atburðarásinni, hann hafi ekki vitað í fyrstu hvort smellirnir sem hann heyrðu væru flugeldar eða skothvellir. Hann hafi þó áttað sig á alvöru málsins þegar hann sá óttann í augum fólks og ringulreiðina sem skapaðist í mannhafinu. Þá hafi hann rifið upp myndavélina og gert sitt besta við að fanga augnablikið, sem hann grunaði að gæti yrði sögulegt.Sjá einnig: Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Hann hafi þó fengið áfall þegar hann hélt aftur inn í fjölmiðlatjald tónlistarhátíðarinnar, þar sem hann hafði verið fyrr um kvöldið að störfum. „Ég sá fólk þakið blóði og hugsaði með mér. „Guð minn góður, þetta er raunverulegt,“ sagði Becker við Time. Honum var fylgt af svæðinu skömmu síðar.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55