Ljósmyndarinn slær á áhyggjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2017 08:43 Ljósmyndin af parinu hefur farið víða og jafnvel legið undir gagnrýni. Vísir/Getty Ljósmyndarinn sem fangaði eitt af óhugnanlegustu augnablikunum í kjölfar árásarinnar í Las Vegas á sunnudag segir að myndefni sitt hafi staðið upp og hlaupið á brott. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést hvernig maður skýlir konu sem liggur á bakinu, umkringd hvers kyns rusli sem tónleikagestirnir 22 þúsund höfðu í höndunum þegar Stephen Paddock hóf skothríðina. Alls létust um 59 manns í árásinni og næstum 500 særðust. Konan á myndinni virðist sárþjáð og hafa margir velt vöngum yfir líðan hennar eftir að skothríðinni lauk. Einhverjir hafa jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að nota myndina enda ekki ljóst hvort konan hafi haft það af eða ekki. Ljósmyndari myndaveitunnar Getty, David Becker, segir þó í samtali við Time að hann hafi séð parið standa upp og hlaupa af tónleikasvæðinu.Reif upp myndavélina í kúlnahríðinni„Ég veit ekki hvort hún særðist en maðurinn reyndi augjóslega að verja hana og skýla henni,“ sagði Becker. Hann hafði verið sendur á hátíðina til að ná myndum af Jaseon Aldean, kántrístjörnunni sem stóð á sviðinu þegar Paddock hleypti af. Becker tekur í sama streng og önnur vitni sem hafa lýst atburðarásinni, hann hafi ekki vitað í fyrstu hvort smellirnir sem hann heyrðu væru flugeldar eða skothvellir. Hann hafi þó áttað sig á alvöru málsins þegar hann sá óttann í augum fólks og ringulreiðina sem skapaðist í mannhafinu. Þá hafi hann rifið upp myndavélina og gert sitt besta við að fanga augnablikið, sem hann grunaði að gæti yrði sögulegt.Sjá einnig: Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Hann hafi þó fengið áfall þegar hann hélt aftur inn í fjölmiðlatjald tónlistarhátíðarinnar, þar sem hann hafði verið fyrr um kvöldið að störfum. „Ég sá fólk þakið blóði og hugsaði með mér. „Guð minn góður, þetta er raunverulegt,“ sagði Becker við Time. Honum var fylgt af svæðinu skömmu síðar. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Ljósmyndarinn sem fangaði eitt af óhugnanlegustu augnablikunum í kjölfar árásarinnar í Las Vegas á sunnudag segir að myndefni sitt hafi staðið upp og hlaupið á brott. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, sést hvernig maður skýlir konu sem liggur á bakinu, umkringd hvers kyns rusli sem tónleikagestirnir 22 þúsund höfðu í höndunum þegar Stephen Paddock hóf skothríðina. Alls létust um 59 manns í árásinni og næstum 500 særðust. Konan á myndinni virðist sárþjáð og hafa margir velt vöngum yfir líðan hennar eftir að skothríðinni lauk. Einhverjir hafa jafnvel gagnrýnt fjölmiðla fyrir að nota myndina enda ekki ljóst hvort konan hafi haft það af eða ekki. Ljósmyndari myndaveitunnar Getty, David Becker, segir þó í samtali við Time að hann hafi séð parið standa upp og hlaupa af tónleikasvæðinu.Reif upp myndavélina í kúlnahríðinni„Ég veit ekki hvort hún særðist en maðurinn reyndi augjóslega að verja hana og skýla henni,“ sagði Becker. Hann hafði verið sendur á hátíðina til að ná myndum af Jaseon Aldean, kántrístjörnunni sem stóð á sviðinu þegar Paddock hleypti af. Becker tekur í sama streng og önnur vitni sem hafa lýst atburðarásinni, hann hafi ekki vitað í fyrstu hvort smellirnir sem hann heyrðu væru flugeldar eða skothvellir. Hann hafi þó áttað sig á alvöru málsins þegar hann sá óttann í augum fólks og ringulreiðina sem skapaðist í mannhafinu. Þá hafi hann rifið upp myndavélina og gert sitt besta við að fanga augnablikið, sem hann grunaði að gæti yrði sögulegt.Sjá einnig: Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Hann hafi þó fengið áfall þegar hann hélt aftur inn í fjölmiðlatjald tónlistarhátíðarinnar, þar sem hann hafði verið fyrr um kvöldið að störfum. „Ég sá fólk þakið blóði og hugsaði með mér. „Guð minn góður, þetta er raunverulegt,“ sagði Becker við Time. Honum var fylgt af svæðinu skömmu síðar.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46 Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00
Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. 5. október 2017 08:46
Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Ekkert í fari fjöldamorðingjans í Las Vegas gaf kærustu hans tilefni til að ætla að hann ynni að undirbúningi voðaverka. 4. október 2017 22:55
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent