Harvey Weinstein rekinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2017 23:50 Harvey Weinstein hefur verið vikið úr starfi vegna ósæmilegrar hegðunar. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein hefur verið vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Þetta gerist í skugga ásakana fjölda kvenna um kynferðislegt áreiti en fréttaflutningur af því í New York Times þann fimmta október varð til þess að Weinstein fann sig knúinn til þess að taka sér leyfi frá störfum um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins er sagt frá aðdraganda þess að reka þurfti kvikmyndaframleiðandann. Í henni segir að í ljósi upplýsinga um ósæmilega hegðun Weinsteins hafi sú ákvörðun verið tekin að reka Weinstein. Uppsögnin taki gildi þegar í stað. Frá þessu greinir fréttastofa CNBC. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í umfjöllun New York Times kom fram að leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan og fyrrverandi aðstoðarkona hans og starfsmenn fyrirtækisins saka Weinstein um kynferðislega áreitni í þeirra garð. Í umfjöllun New York Times segja konurnar frá því að Weinstein hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu. Hann hafi staðið fyrir framan þær nakinn og krafist þess að þær yrðu viðstaddar þegar hann færi í sturtu og farið fram á nudd frá þeim og boðist til þess að nudda þær. Í fréttinni kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein spanni yfir þrjá áratugi. Weinstein hefur fram að þessu verið andlit fyrirtækisins. Á neyðarfundi sem haldinn var sama kvöld og fréttin birtist í New York Times var stungið upp á því að Bob Weinstein, bróðir Harveys sem hefur haldið sig utan sviðsljóssins, og David Glasser tækju yfir stjórn fyrirtækisins. Weinstein bræðurnir stofnuðu The Weinstein Company eftir þeir yfirgáfu Miramax árið 2005. Miramax var stofnað árið 1979 og átti mikilli velgengni að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. The Weinstein Company hefur einnig notið velgengni með Óskarsverðlaunamyndir á borð við The King‘s Speech og The Artist. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein hefur verið vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Þetta gerist í skugga ásakana fjölda kvenna um kynferðislegt áreiti en fréttaflutningur af því í New York Times þann fimmta október varð til þess að Weinstein fann sig knúinn til þess að taka sér leyfi frá störfum um óákveðinn tíma. Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins er sagt frá aðdraganda þess að reka þurfti kvikmyndaframleiðandann. Í henni segir að í ljósi upplýsinga um ósæmilega hegðun Weinsteins hafi sú ákvörðun verið tekin að reka Weinstein. Uppsögnin taki gildi þegar í stað. Frá þessu greinir fréttastofa CNBC. Leikkonan Ashley Judd er á meðal þeirra sem segja frá sínum raunum vegna samskipta við Harvey Weinstein.Vísir/Getty Í umfjöllun New York Times kom fram að leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan og fyrrverandi aðstoðarkona hans og starfsmenn fyrirtækisins saka Weinstein um kynferðislega áreitni í þeirra garð. Í umfjöllun New York Times segja konurnar frá því að Weinstein hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu. Hann hafi staðið fyrir framan þær nakinn og krafist þess að þær yrðu viðstaddar þegar hann færi í sturtu og farið fram á nudd frá þeim og boðist til þess að nudda þær. Í fréttinni kemur fram að ásakanir á hendur Weinstein spanni yfir þrjá áratugi. Weinstein hefur fram að þessu verið andlit fyrirtækisins. Á neyðarfundi sem haldinn var sama kvöld og fréttin birtist í New York Times var stungið upp á því að Bob Weinstein, bróðir Harveys sem hefur haldið sig utan sviðsljóssins, og David Glasser tækju yfir stjórn fyrirtækisins. Weinstein bræðurnir stofnuðu The Weinstein Company eftir þeir yfirgáfu Miramax árið 2005. Miramax var stofnað árið 1979 og átti mikilli velgengni að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. The Weinstein Company hefur einnig notið velgengni með Óskarsverðlaunamyndir á borð við The King‘s Speech og The Artist.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30
Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08