Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2017 09:00 Þetta verður spretthlaup en ekki maraþon. Kosningarnar ber brátt að og meðal þess sem mun einkenna þær er sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er einangraður. En, þó liggur ekkert kosningabandalag fyrir. myndvinnsla/garðar Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif og setja mark sitt á komandi kosningar. Ríkisstjórnin sprakk í loft upp í kjölfar hneykslismáls. Hvað sem mönnum kann að finnast um það til eða frá. Flokkarnir eru nú í óða önn að skipa í lið og taka sig saman í andlitinu fyrir kosningar sem haldnar verða 28. október. Vísir beinir sjónum að því hvað það er sem helst kann að standa í mannskapnum, steinum í skóm flokksmanna og þar er af nægu að taka. Flokkarnir mæta flestir rifnir og tættir til leiks. Í sjálfu sér eru það ekki mikil viðbrigði frá því síðast, þegar þeir mættu draghaltir til leiks, en spurningin er hvort þeir muni læra eitthvað af þeirri reynslu?Pattstaða í kortunumSkammur tími er til stefnu en samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar 365 fengi Sjálfstæðisflokkurinn 23 prósenta fylgi og 15 þingmenn kjörna. Hann var með 23,7 prósenta fylgi í kosningunum 2009 og fékk 16 þingmenn kjörna. Það var minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í kosningum. Vinstri græn eru með 22,8 prósenta fylgi í könnuninni og fengju 15 þingmenn kjörna. Það er einnig áþekkt niðurstöðum kosninganna 2009 þegar VG fékk 21,7 prósent greiddra atkvæða upp úr kjörkössunum og 14 þingmenn kjörna. Píratar þriðji eru stærsti flokkurinn með tæp 14 prósent, Flokkur fólksins er með tæp 11 prósent og Framsóknarflokkurinn rúm 10 prósent. Björt framtíð er með rúm 7 prósent og Samfylkingin og Viðreisn eru með rúm 5 prósent hvor. Með öðrum orðum, þá eru sáralitlar líkur á því að skýrar línur komi upp úr kjörkössunum.Tími tveggja flokka stjórna er liðinn og það stefnir í þá hina sömu pattstöðu og var uppi í kjölfar síðustu kosninga þegar ákaflega erfiðlega gekk að skrúfa saman stjórn. Og við þekkjum hvernig til tókst.Erfið og ævintýraleg kosningabarátta í vændumSamkvæmt þessum niðurstöðum fengju átta flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi. Það yrði einstök staða í íslenskum stjórnmálum. „Í enn eitt skiptið einstök staða,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur var svo vinsamlegur að rýna stöðuna með blaðamanni Vísis; sem þó ber ábyrgð á öllum glannalegum yfirlýsingum. Við erum einkum að horfa til veikleika flokkanna hvers um sig. Þar er staða Sjálfstæðisflokksins í brennidepli eðli máls samkvæmt. Nú stefnir í erfiða og ævintýralega kosningabaráttu. Og, það sem meira er samkvæmt áðurnefndri könnun, í pattstöðu þá hina sömu og kom upp eftir að talið var upp úr kjörkössunum síðast. Ýmislegt hefur þó breyst, það helsta að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn einangraður á hinum flokkspólitíska akri. Og brigslin ganga á víxl. Sem í sjálfu sér skiptir verulegu máli og mun hafa áhrif á kosningabaráttuna og þá stöðu sem verður að þeim loknum.Sjálfstæðisflokkurinn hornreka „Vandi Sjálfstæðisflokksins felst að mestu leyti í því að samstarf hans við flesta flokka á Alþingi hefur beðið skipsbrot. Á Alþingi eru einungis tveir flokkar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið í samstarfi með, Vinstri grænir og Píratar. Flokkar sem hafa hvort eð er ekki viljað starfa með Sjálfstæðisflokknum og hafa lýst því yfir,“ segir Eiríkur þegar hann er spurður um helsta vandann sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir. Það er í þessu eins og öðru, veikleiki getur reynst styrkur einnig, þá með að þétta raðirnar. Ef almenningur fer að fá það á tilfinninguna að ómaklega sé vegið að flokknum gæti það orðið til að styrkja hann – Trump-áhrif. „Flokkurinn er hornreka. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi,“ segir Eiríkur og rifjar upp að Samfylkingin er skaðbrennd eftir ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkurinn að einhverju leyti líka og nú Björt framtíð og Viðreisn. „Og þá er nú kannski fátt um fína drætti,“ segir Eiríkur.Viljinn til að standa með þeim sem stjórnarÞessi staða mun reynast Sjálfstæðiflokknum erfiðari en blasir við í fljótu bragði. Fullyrða má að einhver hluti atkvæða sem hafa fallið honum í skaut eru atkvæði fólks sem vill einfaldlega standa með sigurvegaranum, vill vera í liði með þeim sem ráða og þeim sem hafa aðgang að kjötkötlunum. Stjórnmál á Íslandi snúast að verulegu leyti um hagsmunagæslu og hvað kjósa þeir sem vilja tryggja stöðu sína ef það má heita vonlítið, nánast útilokað, að flokkurinn muni vera í stjórn að loknum kosningum? „Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki með hverjum hann getur starfað og flokkurinn hefur ekkert fylgi á við það sem var þegar hann var burðarás í íslenska flokkakerfinu. Flokkurinn var á árum áður stundum í kringum 40 prósentin. Það er gerbreytt.“Hornreka en ekki holdsveikurÞetta á við um fleiri flokka, stóra breytingin er sú að fjórflokkurinn sem flokkakerfi er í upplausn. „Það er stóra málið,“ segir Eiríkur sem nefnir ekki hneykslismálin til sögunnar, að þau kunni að reynast steinn í skó flokksins.Bjarni leggur fram tillögu um þingrof nú í vikunni, sem forsetinn féllst á. Eiríkur Bergmann segir Bjarna hornreka en þó ekki holdveikan.vísir/anton brink„Jú, jú, auðvitað getur maður nefnt þau, maður er kannski að lýsa afleiðingum þeirra. En, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé hornreka í augnablikinu er hann ekki holdsveikur. Hann er ekki að fara að tærast upp og hverfa. Held ekki að hann sé búinn að dæma sig úr leik til allrar framtíðar. Það held ég ekki, þrátt fyrir allt er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“Smurð flokksvélOg, hann býr að smurðu innra starfi. „Eini flokkurinn sem er alvöru fjöldahreyfing eins og við þekktum hér í eina tíð. Samfylkingin er ekki slík hreyfing og VG er það ekki heldur,“ segir Eiríkur. „Vinstri græn eru ekki fjöldahreyfing í þeirri merkingu sem við höfum lagt í það hugtak; með miklum fjölda almennra flokksmanna sem mætir allstaðar að af landinu og tekur þátt í flokksstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem býr við slíkt. Það er önnur breyting sem hefur orðið. Hér eru komnir stjórnmálaflokkar sem hafa ekkert hefðbundið flokksskipulag fjöldahreyfingar. Þetta eru þingmannabandalög með bakland sem samanstendur af hópi sem kemst fyrir í einu fundarherbergi.“Ríkisstjórnarfælni VG „Fælni þeirra við að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi,“ svarar prófessor Eiríkur að bragði þegar hann er spurður um helsta vandann sem Vinstri grænir standa frammi fyrir í komandi kosningum. Í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að meirihluti aðspurðra vilji sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. Í því ljósi er ekki úr vegi að nefna þetta atriði sem eitthvað sem gæti staðið í kjósendum auk þess sem flokkurinn reyndist tregur í taum þegar reynt var að mynda ríkisstjórn í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, les ráðherrum Sjálfstæðisflokksins pistilinn. Hún vill sjálf ekki meina að hún þjáist af ríkisstjórnarfælni, en hætt er við að þannig horfi það við kjósendum.vísir/anton brink„VG hefur fengið fjöldann allan af tilboðum, nánast allan hringinn í íslensku flokkakerfinu um þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi. En, hafa einhvern veginn heykst á því. Ég held að þessi varfærni VG hafi hjálpað þeim við fylgisöflun en það er ekki víst að ríkisstjórnarfælni veiti þeim endalaust sterka stöðu.“ Eiríkur telur að ein af ástæðunum fyrir því hversu varfærið VG hefur verið er að „við ríkisstjórnarþátttöku mun opinberast togstreitan innan flokksins; milli þess sem við getum kallað landsbyggðaríhald og svo einhvers konar höfuðborgar-hipstera. Þessir tveir hópar hafa ekkert nefnilega endilega sömu sýnina á landsstjórnina. Sú átakalína kæmi betur í ljós við ríkisstjórnarþátttöku.“ Óljóst er hversu stórt hlutverk þetta tvíþætta eðli VG mun spila í komandi kosningum. Í síðustu kosningum vakti það athygli að VG keyrðu nánast einvörðungu á Katrínu Jakobsdóttur í auglýsingum og umræðum, nánast eins og til að breiða yfir þennan vanda sem er kjördæmatengdur; ekki er víst að þeir fulltrúar sem lýsa yfir eindregnum stuðningi við yfirlýsta stefnu flokksins í umhverfismálum fái gott veður í kosningum heima í héraði. Þetta lýsir sér meðal annars í máli Tómasar Guðbjartssonar læknis varðandi náttúruverndarsjónarmið hans á Vestfjarðarkjálkanum og svo Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í laxeldismálinu. Þá hefur Katrín, sem og reyndar aðrir frambjóðendur einnig, verið sökuð um að reima ekki á sig takkaskóna í síðustu kosningabaráttu. Bjarni einni mætti tilbúinn á völlinn. Það er inntak greinar sem Gauti Eggertsson prófessor ritaði, en miðað við viðtökur sem sú grein hefur fengið er ekki þess að vænta að VG muni leggja baráttuna upp á annan hátt en síðast. Og fyrir liggur að það verður ekkert kosningabandalag fyrir þessar kosningar.Undarlega lífseigir PíratarSamkvæmt skoðanakönnuninni eru Sjálfstæðismenn og Vinstri græn turnarnir tveir í komandi kosningum en þeir eru hins vegar langt frá því að geta myndað tveggja flokka meirihlutastjórn. Reyndar er engin slík stjórn í stöðunni. Þá víkur sögunni að þriðja stærsta flokknum, sem eru Píratar. Þeir eru sem fyrr jókerinn í spilastokknum, og vandi þeirra er fræðilegur. „Píratar eru í stöðugri lífshættu myndi ég halda eðli máls samkvæmt – hvers konar flokkur þeir eru. Þeir búa við stöðuga lífhættu. Lífslíkur þeirra er vegna eðlisfræðinnar í stjórnmálum minni en hjá hefðbundnum flokkum,“ segir Eiríkur en bendir þó á að þar sé allt breytingum undirorpið. „Þeir hafa hins vegar náð að halda sínu flugi, ótrúlega, finnst mér. Magnað hvernig flokkur af þessu tagi hefur náð að halda þetta út. Fyrirfram hefði ég spáð þeim andláti fyrir löngu en því hefur stöðugt verið frestað. Og kann vel að vera að þeir haldi þessu fram yfir kosningar en þeim gæti allt eins fatast flugið og ekki víst að það verði mjúk hreyfing, ef það gerist,“ segir Eiríkur.Innri mótsagnir standa Pírötum fyrir þrifumOg vissulega er það svo að erindi þeirra og stefna er óljós. Það var skýrt eftir hrun, flokkurinn verður til á öldu mótmæla sem er ekkert endilega til staðar nú. „Erindi þeirra var skýrara en það var, í mínum huga. Og nú er forystumaðurinn Birgitta Jónsdóttir farin,“ segir Eiríkur. Píratar hafa átt við vanda að stríða hvað varðar stefnu. Þar á bæ var í upphafi litið til anarkisma og þess að vinstri og hægri væri úrelt fyrirbæri. En, hvort sem benda má á áhrif Birgittu í þeim efnum eða ekki, hafa þeir fært sig í átt að félagslegum úrbótum og þá er stutt í kröfu um afskipti ríkisvalds. Sem kennt er við vinstri.Helgi er mættur til leiks á ný. Píratar eiga við flókinn vanda að etja sem snýr að erindi þeirra. Þeir þurfa að finna leið til að funkera innan þess kerfis sem þeir eru að pönkast á.vísir/villiSem svo gengur í berhögg við hugmyndafræði anarkisma og er nokkuð sem í hefðbundnum skilningi er beintengt við vinstrimennsku. Þar með er hún hugmyndin um að vinstri/hægri séu úreld skilgreiningartæki farin fyrir lítið.Erfitt að funkera innan þess kerfis sem barist er gegnEiríkur segir að anarkismi sé ekki endilega vinstri eða hægri, heldur snúist þetta meira um stigsmun á félagshyggju- eða frjálshyggjuanarkisma. „Þetta snýst ekki bara um endurdreifingu fjármagns. Líka er til einhvers konar data-anarkismi. Þaðan koma Píratar; upplýsingaanarkismi er það sem þeir eru með á vörum þegar þeir hefja sína vegferð. Og Píratar ná að verða farvegur fyrir þá óánægju kom upp í kjölfar hruns og árunum þar á eftir. Þetta er angi af risastórri baráttu einstaklinga út í heiminum gegn risavöxnum kerfum, með öllum þessum lekum, þar sem stærstu ríkiskerfi veraldarinnar nötruðu af upplýsingum einstaklinga útí bæ. Það er á þeirri öldu sem þeir risu.“ Í raun er gagnstætt eðli þeirra að vera í stjórn, þeir eru mótmælendur kerfisins. „Þeir hafa verið að pönkast á kerfinu, og þeirra erindi var að standa með uppljóstrurum. Ekki á dagskrá nú, en þó, með þessu máli sem nú fellir ríkisstjórnina.“ Annar mótsagnakenndur vandi sem Píratar standa frammi fyrir er elítismi sem verður óhjákvæmilega í öllum hreyfingum, verður alltaf til elíta og stjórn. „Núna þegar Birgitta stígur til hliðar og er farin þá er sá ágæti og fíni maður Helgi Hrafn Gunnarsson sóttur í staðinn fyrir að grasrótin velti fram. Grand master úr hreyfingunni. Þetta er í öllum skipulagsheildum. Líka þeim hreyfingum sem stofnaðar eru til höfuðs því eðli.“Flokkur fólksins spútnikÞá víkur sögunni að spútník íslenskra stjórnmála dagsins í dag, Flokki fólksins og leiðtoganum Ingu Sæland. Flokkurinn náði næstum fulltrúa inn á þing í síðustu kosningum. Hefur vegna þess árangurs notið ríkisframlaga við að byggja upp innra starf og Inga virðist ekki hafa setið auðum höndum. Flokkurinn fengi sjö alþingismenn væri kosið í dag, ef tekið er mið af títtnefndri könnun. „Hún er feykilega öflug hún Inga Sæland og þessi flokkur hefur risið á annars vegar hefðbundinni róttækri félagshyggju, sem segja má að Samfylkingin og VG hafi ekki haldið fyllilega utan um, og svo auðvitað líka, minnsta kosti daðri við, útlendingaandúð.“Slegið úr og í með útlendingaandúðinaÞarna erum við komin að umdeildu atriði sem, eins og með svo margt, getur bæði verið styrkur í fylgisöflun og öfugt. Sitthvor hliðin á sama peningnum. Eiríkur, sem er helsti sérfræðingur Íslendinga um popúlisma og útlendingaandúð, vill feta sig varlega inn á þann hála ís að hafa uppi miklar meiningar í þessum efnum, þetta er jarðsprengjusvæði. Og bendir á að þarna sé slegið úr og í. „Stundum er farið fram með stuðandi ummælum en svo er þeim ummælum jafnóðum hafnað. Farið er gegn þeim sem vilja krefja fulltrúana um að bera ábyrgð á þessum ummælum og ummælunum hafnað. Þetta er klassískur popúlismi.“ En, Eiríkur undirstrikar að þetta sé ekki það hið eina sem skilgreinir Flokk fólksins. Þetta sé róttækur félagshyggjuflokkur í grunninn.Inga Sæland er klár í slaginn með sinn Flokk fólksins. En, spennandi verður að sjá hversu vel henni gengur að finna fólk á lista, hvort þar fari lukkuriddarar og kverúlantar.„En, þetta er popúlískur flokkur líka. Og það er auðvitað á forsendum þeirrar pólitíkur sem hann er að fá þetta mikla fylgi. Bara eins og er allstaðar í löndunum í kringum okkur. Það er ekkert minni útlendingaandúð á Íslandi en annars staðar í Vestur-Evrópu. Fyrir svona flokka dugir að gefa til kynna. Þarf ekkert að fara alla leið.“Lukkuriddarar og kverúlantarEiríkur telur það ekki þurfa að standa Flokki fólksins sérstaklega fyrir þrifum að hann sé nýr og búi þar með ekki að smurðu innra flokksstarfi. „Svona flokkar geta oft risið mjög hátt og rifið til sín fylgi. Ég myndi spá þeim góðu gengi. En það er oft með svona spúnikflokka að það sem fer upp kemur hratt niður aftur. Og þá verður hörð lending. Spurning um hvort hann nær að halda út fram að kosningum.“ Þekkt er að þegar ný framboð ná máli þá vakna lukkuriddarar og kverúlantar til lífsins og vilja stökkva á vagninn. Eiríkur segir þetta að mörgu leyti óskrifaða sögu, óvíst er og hvernig þetta muni hafa áhrif á framboðið og fylgið. Og auðvitað muni það hafa sín áhrif hvernig tekst að skipa framboðslista. Hann bendir þó á að í tengslum við andinnflytjendaumræðuna hafi sumt af því fólki sem hefur sterkari svip þar en forystumaðurinn sjálfur lýst yfir stuðningi við Flokk fólksins.Flokkur fólksins tekur fylgi frá öllum flokkumEn, hvaðan tekur Flokkur fólksins fylgið? Víða, segir Eiríkur. Þeir taka fylgi frá Framsóknarflokknum, þá aukningu sem Framsóknarflokkurinn fékk við útlendingaandúðardaður í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „Þau geta tekið það til sín. Ekki allt fylgi Flokks fólksins er til komið vegna útlendingaandúðar en það gæti komið frá Framsóknarflokknum, sem í það minnsta var sá flokkur var í því „game-i“. En ég held að þeir taki líka frá Samfylkingu eins furðulega og mönnum kann að finnast það í fyrstu. Svona flokkar sem eru í aðra röndina popúlískir eru að taka það frá sósíaldemókrötum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi að einhverju leyti og víðar. Ástæðan er sú að mikið af því fylgi er verkalýðsfylgi og fólks sem lítur á pólitík sem stéttabaráttu og fyrir kjörum almennings. Og það verður að segjast sem er að Samfylkingin hefur á umliðnum árum ekki alveg sinnt því hlutverki sínu. Þannig að það fylgi sem einu sinni var hjá Samfylkingunni er að einhverju leyti þarna. En þeir taka frá öllum og munu til að mynda skerða möguleika Pírata að einhverju leyti líka; sé litið til áðurnefnds óánægjufylgis.“Samfylkingin í afar þröngri stöðuSamfylkingin, sem upphaflega var stofnuð sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn er nú svipur hjá sjón. Margvíslegar ástæður má nefna en flokkurinn galt afhroð í síðustu kosningum og hefur ekki verið að braggast í skoðanakönnunum svo heitið geti. Mun Samfylkingin ná máli í þeim næstu, sem eru handan horns? Eiríkur segir fyrir liggja að Samfylkingin hafi ekki náð þeirri viðspyrnu sem menn væntu, eftir afhroðið síðast og svo með nýjum formanni.Logi virðist, að sögn Eiríks, vera hinn viðkunnalegasti náungi. En Samfylkingin hefur ekki náð þeirri viðspyrnu sem menn væntu og að henni er þrengt úr öllum áttum.visir/anton brink„Það er svo mikið af öðrum flokkum í kringum Samfylkinguna sem minnkar möguleika hennar,“ segir Eiríkur. Og það er ef til vill eðli máls samkvæmt. Björt framtíð og Viðreisn tóku frjálslyndið frá Samfylkingunni eins og sleikibrjóstsykur af barni í kjölfar þess að Samfylkingin hefur einkum verið að keppa við VG með yfirboð um stjórnlyndar aðferðir við að bjarga meintum vanda sem tíðarandinn blæs hinum hneykslunargjörnu í brjóst á samfélagsmiðlum. Erfitt er fyrir yfirlýstan frjálslyndan flokk að hafa slíka stefnu en tala svo um lýðræði í sömu setningunni. Fyrir liggur greining á þessum innanmeinum Samfylkingarinnar. „Rýmið er orðið lítið vegna forsögunnar. En, mér hefur virst þessi nýi formaður þannig að fólki líkar yfirleitt vel við þann náunga. En, þessi frjálslynda miðja hefur verið að molna í sundur. Og hvernig mun þessum þremur flokkum ganga að takast á við þá stöðu?“ spyr Eiríkur og beinir sjónum sínum að endingu að minni ríkisstjórnarflokkunum. Það er stóra spurningin. Þessi frjálslynda miðja er að molna í sundur. Hvernig tekst þeim flokkum að takast á við þessa stöðu.Viðreisn í bobbaStaða Viðreisnar er afar sérstök og óhjákvæmilega verður að horfa til tilurðar flokksins ef við viljum meta stöðu hennar í komandi kosningum. Til flokksins var beinlínis stofnað vegna stækrar óánægju með gerræðisleg vinnubrögð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þegar Gunnar Bragi Sveinsson þá utanríkisráðherra sleit einhliða aðildarviðræðum við ESB.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er í klemmu með sinn flokk og í furðanlega flókinni stöðu miðað við það hversu ný af nálinni Viðreisn er.Vísir/VilhelmKlofningur varð vegna málsins innan Sjálfstæðisflokksins en Bjarni Benediktsson formaður flokksins, sem hafði í kosningum þar áður, lofað með afgerandi hætti því að kosið yrði um framhald málsins. Bjarna tókst hins vegar tiltölulega auðveldlega að gera lítið úr því máli í síðustu kosningabaráttu, fyrir aðeins ári. Formanni Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson (frænda Bjarna), var legið á hálsi að vilja ekki ganga til liðs við VG, Pírata og Samfylkingu með að mynda stjórn. Hann, ásamt Óttari Proppé, mynduðu hins vegar stjórn með Sjálfstæðiflokki.Viðreisn í eltingarleik við Bjarta framtíð Forsagan hlýtur að vera með þeim hætti að ekki hafi kjósendur BF og Viðreisnar verið hressir með það. Þegar það svo bætist við að Viðreisn hefur ekki fengið nein mál fram í stjórnarsamstarfinu önnur en jafnlaunavottun, sem hlýtur eðli máls samkvæmt að stangast á við frjálslynda stefnu sem Viðreisn boðar að öðru leyti, er erfitt að líta hjá því að flokkurinn er í bobba. Við þetta bætist svo að fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum eiga erfitt með að fyrirgefa svikin. Eftirtektarvert í þessu sambandi er að eftir að Björt framtíð slítur stjórnarsamstarfinu, að sögn vegna alvarlegs trúnaðarbrests segist Benedikt ekki líta svo á að um slíkt hafi verið að ræða. Hann hefur að einhverju leyti dregið í land með það en Bjarni hins vegar lagði upp úr þessu atriði á blaðamannafundi á Bessastöðum, eftir að hann afhenti forseta Íslands þingrofsbeiðni. Hvaða möguleika hefur Viðreisn sé litið til þessarar stöðu? „Viðreisn er í þrōngri stōðu og þurfti að elta Bjarta framtíð sem tók skyndilega frumkvæðið. Sumum þar þótti Benedikt lengi að bregðast við. Það verður fróðlegt að sjá hvort Viðreisn nái vopnum sínum í tæka tíð,“ segir Eiríkur.Björt framtíð í öndunarvél „Tekst Bjartri framtíð að bjarga sér dauða annað skiptið í röð,“ spyr stjórnmálafræðingurinn Eiríkur, sem hefur heldur betur í mörg horn að líta þegar hann reynir að leggja stöðuna niður fyrir sig og svo lesendur Vísis. Ein ráðgátan í því púsluspili er Björt framtíð.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Nú er spurt hvort honum takist, aftur, að forða flokki sínum frá bráðum bana.Vísir/Daníel þórEiríkur lítur til niðurstöðu í kosningum síðast, þegar Björt framtíð virtist í síðustu kosningum ekki ætla að ná inn manni en það breyttist í kjölfar umræðu um ný búvörulög. Sem Björt framtíð setti sig á móti með afgerandi hætti. „Og nú með að slíta ríkisstjórnarsamstarfi. Ná þeir að halda því? Ég átta mig ekki á því. Þetta er eitt af því sem maður hefur auga með.“ Í sjálfu sér þarf ekki að horfa til þess hvort það eru einhverjar steinvölur í skóm Bjartar framtíðar-liða, samkvæmt skoðanakönnunum eru þeir í slitnum skóm. Og þetta snýst einfaldlega um það hvort flokkurinn nái að halda lífi eða ekki. „Hvort flokknum takist að blása lífi í glæðurnar. Það er óvíst. Ég átta mig ekki á því. Þessi flokkur hefur lengstum verið að mælast vel undir þröskuldi. Fá þeir eitthvað „moral highground“ fyrir það að hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu, sú er spurningin,“ segir Eiríkur. „Ekki víst að það haldi.“ Ómögulegt er um það að segja hvernig þeim sem stýra flokknum ná að spila úr þessari viðsjárverðu stöðu. Kosningar 2017 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif og setja mark sitt á komandi kosningar. Ríkisstjórnin sprakk í loft upp í kjölfar hneykslismáls. Hvað sem mönnum kann að finnast um það til eða frá. Flokkarnir eru nú í óða önn að skipa í lið og taka sig saman í andlitinu fyrir kosningar sem haldnar verða 28. október. Vísir beinir sjónum að því hvað það er sem helst kann að standa í mannskapnum, steinum í skóm flokksmanna og þar er af nægu að taka. Flokkarnir mæta flestir rifnir og tættir til leiks. Í sjálfu sér eru það ekki mikil viðbrigði frá því síðast, þegar þeir mættu draghaltir til leiks, en spurningin er hvort þeir muni læra eitthvað af þeirri reynslu?Pattstaða í kortunumSkammur tími er til stefnu en samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar 365 fengi Sjálfstæðisflokkurinn 23 prósenta fylgi og 15 þingmenn kjörna. Hann var með 23,7 prósenta fylgi í kosningunum 2009 og fékk 16 þingmenn kjörna. Það var minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í kosningum. Vinstri græn eru með 22,8 prósenta fylgi í könnuninni og fengju 15 þingmenn kjörna. Það er einnig áþekkt niðurstöðum kosninganna 2009 þegar VG fékk 21,7 prósent greiddra atkvæða upp úr kjörkössunum og 14 þingmenn kjörna. Píratar þriðji eru stærsti flokkurinn með tæp 14 prósent, Flokkur fólksins er með tæp 11 prósent og Framsóknarflokkurinn rúm 10 prósent. Björt framtíð er með rúm 7 prósent og Samfylkingin og Viðreisn eru með rúm 5 prósent hvor. Með öðrum orðum, þá eru sáralitlar líkur á því að skýrar línur komi upp úr kjörkössunum.Tími tveggja flokka stjórna er liðinn og það stefnir í þá hina sömu pattstöðu og var uppi í kjölfar síðustu kosninga þegar ákaflega erfiðlega gekk að skrúfa saman stjórn. Og við þekkjum hvernig til tókst.Erfið og ævintýraleg kosningabarátta í vændumSamkvæmt þessum niðurstöðum fengju átta flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi. Það yrði einstök staða í íslenskum stjórnmálum. „Í enn eitt skiptið einstök staða,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur var svo vinsamlegur að rýna stöðuna með blaðamanni Vísis; sem þó ber ábyrgð á öllum glannalegum yfirlýsingum. Við erum einkum að horfa til veikleika flokkanna hvers um sig. Þar er staða Sjálfstæðisflokksins í brennidepli eðli máls samkvæmt. Nú stefnir í erfiða og ævintýralega kosningabaráttu. Og, það sem meira er samkvæmt áðurnefndri könnun, í pattstöðu þá hina sömu og kom upp eftir að talið var upp úr kjörkössunum síðast. Ýmislegt hefur þó breyst, það helsta að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn einangraður á hinum flokkspólitíska akri. Og brigslin ganga á víxl. Sem í sjálfu sér skiptir verulegu máli og mun hafa áhrif á kosningabaráttuna og þá stöðu sem verður að þeim loknum.Sjálfstæðisflokkurinn hornreka „Vandi Sjálfstæðisflokksins felst að mestu leyti í því að samstarf hans við flesta flokka á Alþingi hefur beðið skipsbrot. Á Alþingi eru einungis tveir flokkar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið í samstarfi með, Vinstri grænir og Píratar. Flokkar sem hafa hvort eð er ekki viljað starfa með Sjálfstæðisflokknum og hafa lýst því yfir,“ segir Eiríkur þegar hann er spurður um helsta vandann sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir. Það er í þessu eins og öðru, veikleiki getur reynst styrkur einnig, þá með að þétta raðirnar. Ef almenningur fer að fá það á tilfinninguna að ómaklega sé vegið að flokknum gæti það orðið til að styrkja hann – Trump-áhrif. „Flokkurinn er hornreka. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi,“ segir Eiríkur og rifjar upp að Samfylkingin er skaðbrennd eftir ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkurinn að einhverju leyti líka og nú Björt framtíð og Viðreisn. „Og þá er nú kannski fátt um fína drætti,“ segir Eiríkur.Viljinn til að standa með þeim sem stjórnarÞessi staða mun reynast Sjálfstæðiflokknum erfiðari en blasir við í fljótu bragði. Fullyrða má að einhver hluti atkvæða sem hafa fallið honum í skaut eru atkvæði fólks sem vill einfaldlega standa með sigurvegaranum, vill vera í liði með þeim sem ráða og þeim sem hafa aðgang að kjötkötlunum. Stjórnmál á Íslandi snúast að verulegu leyti um hagsmunagæslu og hvað kjósa þeir sem vilja tryggja stöðu sína ef það má heita vonlítið, nánast útilokað, að flokkurinn muni vera í stjórn að loknum kosningum? „Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki með hverjum hann getur starfað og flokkurinn hefur ekkert fylgi á við það sem var þegar hann var burðarás í íslenska flokkakerfinu. Flokkurinn var á árum áður stundum í kringum 40 prósentin. Það er gerbreytt.“Hornreka en ekki holdsveikurÞetta á við um fleiri flokka, stóra breytingin er sú að fjórflokkurinn sem flokkakerfi er í upplausn. „Það er stóra málið,“ segir Eiríkur sem nefnir ekki hneykslismálin til sögunnar, að þau kunni að reynast steinn í skó flokksins.Bjarni leggur fram tillögu um þingrof nú í vikunni, sem forsetinn féllst á. Eiríkur Bergmann segir Bjarna hornreka en þó ekki holdveikan.vísir/anton brink„Jú, jú, auðvitað getur maður nefnt þau, maður er kannski að lýsa afleiðingum þeirra. En, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé hornreka í augnablikinu er hann ekki holdsveikur. Hann er ekki að fara að tærast upp og hverfa. Held ekki að hann sé búinn að dæma sig úr leik til allrar framtíðar. Það held ég ekki, þrátt fyrir allt er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkur landsins.“Smurð flokksvélOg, hann býr að smurðu innra starfi. „Eini flokkurinn sem er alvöru fjöldahreyfing eins og við þekktum hér í eina tíð. Samfylkingin er ekki slík hreyfing og VG er það ekki heldur,“ segir Eiríkur. „Vinstri græn eru ekki fjöldahreyfing í þeirri merkingu sem við höfum lagt í það hugtak; með miklum fjölda almennra flokksmanna sem mætir allstaðar að af landinu og tekur þátt í flokksstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem býr við slíkt. Það er önnur breyting sem hefur orðið. Hér eru komnir stjórnmálaflokkar sem hafa ekkert hefðbundið flokksskipulag fjöldahreyfingar. Þetta eru þingmannabandalög með bakland sem samanstendur af hópi sem kemst fyrir í einu fundarherbergi.“Ríkisstjórnarfælni VG „Fælni þeirra við að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi,“ svarar prófessor Eiríkur að bragði þegar hann er spurður um helsta vandann sem Vinstri grænir standa frammi fyrir í komandi kosningum. Í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að meirihluti aðspurðra vilji sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. Í því ljósi er ekki úr vegi að nefna þetta atriði sem eitthvað sem gæti staðið í kjósendum auk þess sem flokkurinn reyndist tregur í taum þegar reynt var að mynda ríkisstjórn í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, les ráðherrum Sjálfstæðisflokksins pistilinn. Hún vill sjálf ekki meina að hún þjáist af ríkisstjórnarfælni, en hætt er við að þannig horfi það við kjósendum.vísir/anton brink„VG hefur fengið fjöldann allan af tilboðum, nánast allan hringinn í íslensku flokkakerfinu um þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi. En, hafa einhvern veginn heykst á því. Ég held að þessi varfærni VG hafi hjálpað þeim við fylgisöflun en það er ekki víst að ríkisstjórnarfælni veiti þeim endalaust sterka stöðu.“ Eiríkur telur að ein af ástæðunum fyrir því hversu varfærið VG hefur verið er að „við ríkisstjórnarþátttöku mun opinberast togstreitan innan flokksins; milli þess sem við getum kallað landsbyggðaríhald og svo einhvers konar höfuðborgar-hipstera. Þessir tveir hópar hafa ekkert nefnilega endilega sömu sýnina á landsstjórnina. Sú átakalína kæmi betur í ljós við ríkisstjórnarþátttöku.“ Óljóst er hversu stórt hlutverk þetta tvíþætta eðli VG mun spila í komandi kosningum. Í síðustu kosningum vakti það athygli að VG keyrðu nánast einvörðungu á Katrínu Jakobsdóttur í auglýsingum og umræðum, nánast eins og til að breiða yfir þennan vanda sem er kjördæmatengdur; ekki er víst að þeir fulltrúar sem lýsa yfir eindregnum stuðningi við yfirlýsta stefnu flokksins í umhverfismálum fái gott veður í kosningum heima í héraði. Þetta lýsir sér meðal annars í máli Tómasar Guðbjartssonar læknis varðandi náttúruverndarsjónarmið hans á Vestfjarðarkjálkanum og svo Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í laxeldismálinu. Þá hefur Katrín, sem og reyndar aðrir frambjóðendur einnig, verið sökuð um að reima ekki á sig takkaskóna í síðustu kosningabaráttu. Bjarni einni mætti tilbúinn á völlinn. Það er inntak greinar sem Gauti Eggertsson prófessor ritaði, en miðað við viðtökur sem sú grein hefur fengið er ekki þess að vænta að VG muni leggja baráttuna upp á annan hátt en síðast. Og fyrir liggur að það verður ekkert kosningabandalag fyrir þessar kosningar.Undarlega lífseigir PíratarSamkvæmt skoðanakönnuninni eru Sjálfstæðismenn og Vinstri græn turnarnir tveir í komandi kosningum en þeir eru hins vegar langt frá því að geta myndað tveggja flokka meirihlutastjórn. Reyndar er engin slík stjórn í stöðunni. Þá víkur sögunni að þriðja stærsta flokknum, sem eru Píratar. Þeir eru sem fyrr jókerinn í spilastokknum, og vandi þeirra er fræðilegur. „Píratar eru í stöðugri lífshættu myndi ég halda eðli máls samkvæmt – hvers konar flokkur þeir eru. Þeir búa við stöðuga lífhættu. Lífslíkur þeirra er vegna eðlisfræðinnar í stjórnmálum minni en hjá hefðbundnum flokkum,“ segir Eiríkur en bendir þó á að þar sé allt breytingum undirorpið. „Þeir hafa hins vegar náð að halda sínu flugi, ótrúlega, finnst mér. Magnað hvernig flokkur af þessu tagi hefur náð að halda þetta út. Fyrirfram hefði ég spáð þeim andláti fyrir löngu en því hefur stöðugt verið frestað. Og kann vel að vera að þeir haldi þessu fram yfir kosningar en þeim gæti allt eins fatast flugið og ekki víst að það verði mjúk hreyfing, ef það gerist,“ segir Eiríkur.Innri mótsagnir standa Pírötum fyrir þrifumOg vissulega er það svo að erindi þeirra og stefna er óljós. Það var skýrt eftir hrun, flokkurinn verður til á öldu mótmæla sem er ekkert endilega til staðar nú. „Erindi þeirra var skýrara en það var, í mínum huga. Og nú er forystumaðurinn Birgitta Jónsdóttir farin,“ segir Eiríkur. Píratar hafa átt við vanda að stríða hvað varðar stefnu. Þar á bæ var í upphafi litið til anarkisma og þess að vinstri og hægri væri úrelt fyrirbæri. En, hvort sem benda má á áhrif Birgittu í þeim efnum eða ekki, hafa þeir fært sig í átt að félagslegum úrbótum og þá er stutt í kröfu um afskipti ríkisvalds. Sem kennt er við vinstri.Helgi er mættur til leiks á ný. Píratar eiga við flókinn vanda að etja sem snýr að erindi þeirra. Þeir þurfa að finna leið til að funkera innan þess kerfis sem þeir eru að pönkast á.vísir/villiSem svo gengur í berhögg við hugmyndafræði anarkisma og er nokkuð sem í hefðbundnum skilningi er beintengt við vinstrimennsku. Þar með er hún hugmyndin um að vinstri/hægri séu úreld skilgreiningartæki farin fyrir lítið.Erfitt að funkera innan þess kerfis sem barist er gegnEiríkur segir að anarkismi sé ekki endilega vinstri eða hægri, heldur snúist þetta meira um stigsmun á félagshyggju- eða frjálshyggjuanarkisma. „Þetta snýst ekki bara um endurdreifingu fjármagns. Líka er til einhvers konar data-anarkismi. Þaðan koma Píratar; upplýsingaanarkismi er það sem þeir eru með á vörum þegar þeir hefja sína vegferð. Og Píratar ná að verða farvegur fyrir þá óánægju kom upp í kjölfar hruns og árunum þar á eftir. Þetta er angi af risastórri baráttu einstaklinga út í heiminum gegn risavöxnum kerfum, með öllum þessum lekum, þar sem stærstu ríkiskerfi veraldarinnar nötruðu af upplýsingum einstaklinga útí bæ. Það er á þeirri öldu sem þeir risu.“ Í raun er gagnstætt eðli þeirra að vera í stjórn, þeir eru mótmælendur kerfisins. „Þeir hafa verið að pönkast á kerfinu, og þeirra erindi var að standa með uppljóstrurum. Ekki á dagskrá nú, en þó, með þessu máli sem nú fellir ríkisstjórnina.“ Annar mótsagnakenndur vandi sem Píratar standa frammi fyrir er elítismi sem verður óhjákvæmilega í öllum hreyfingum, verður alltaf til elíta og stjórn. „Núna þegar Birgitta stígur til hliðar og er farin þá er sá ágæti og fíni maður Helgi Hrafn Gunnarsson sóttur í staðinn fyrir að grasrótin velti fram. Grand master úr hreyfingunni. Þetta er í öllum skipulagsheildum. Líka þeim hreyfingum sem stofnaðar eru til höfuðs því eðli.“Flokkur fólksins spútnikÞá víkur sögunni að spútník íslenskra stjórnmála dagsins í dag, Flokki fólksins og leiðtoganum Ingu Sæland. Flokkurinn náði næstum fulltrúa inn á þing í síðustu kosningum. Hefur vegna þess árangurs notið ríkisframlaga við að byggja upp innra starf og Inga virðist ekki hafa setið auðum höndum. Flokkurinn fengi sjö alþingismenn væri kosið í dag, ef tekið er mið af títtnefndri könnun. „Hún er feykilega öflug hún Inga Sæland og þessi flokkur hefur risið á annars vegar hefðbundinni róttækri félagshyggju, sem segja má að Samfylkingin og VG hafi ekki haldið fyllilega utan um, og svo auðvitað líka, minnsta kosti daðri við, útlendingaandúð.“Slegið úr og í með útlendingaandúðinaÞarna erum við komin að umdeildu atriði sem, eins og með svo margt, getur bæði verið styrkur í fylgisöflun og öfugt. Sitthvor hliðin á sama peningnum. Eiríkur, sem er helsti sérfræðingur Íslendinga um popúlisma og útlendingaandúð, vill feta sig varlega inn á þann hála ís að hafa uppi miklar meiningar í þessum efnum, þetta er jarðsprengjusvæði. Og bendir á að þarna sé slegið úr og í. „Stundum er farið fram með stuðandi ummælum en svo er þeim ummælum jafnóðum hafnað. Farið er gegn þeim sem vilja krefja fulltrúana um að bera ábyrgð á þessum ummælum og ummælunum hafnað. Þetta er klassískur popúlismi.“ En, Eiríkur undirstrikar að þetta sé ekki það hið eina sem skilgreinir Flokk fólksins. Þetta sé róttækur félagshyggjuflokkur í grunninn.Inga Sæland er klár í slaginn með sinn Flokk fólksins. En, spennandi verður að sjá hversu vel henni gengur að finna fólk á lista, hvort þar fari lukkuriddarar og kverúlantar.„En, þetta er popúlískur flokkur líka. Og það er auðvitað á forsendum þeirrar pólitíkur sem hann er að fá þetta mikla fylgi. Bara eins og er allstaðar í löndunum í kringum okkur. Það er ekkert minni útlendingaandúð á Íslandi en annars staðar í Vestur-Evrópu. Fyrir svona flokka dugir að gefa til kynna. Þarf ekkert að fara alla leið.“Lukkuriddarar og kverúlantarEiríkur telur það ekki þurfa að standa Flokki fólksins sérstaklega fyrir þrifum að hann sé nýr og búi þar með ekki að smurðu innra flokksstarfi. „Svona flokkar geta oft risið mjög hátt og rifið til sín fylgi. Ég myndi spá þeim góðu gengi. En það er oft með svona spúnikflokka að það sem fer upp kemur hratt niður aftur. Og þá verður hörð lending. Spurning um hvort hann nær að halda út fram að kosningum.“ Þekkt er að þegar ný framboð ná máli þá vakna lukkuriddarar og kverúlantar til lífsins og vilja stökkva á vagninn. Eiríkur segir þetta að mörgu leyti óskrifaða sögu, óvíst er og hvernig þetta muni hafa áhrif á framboðið og fylgið. Og auðvitað muni það hafa sín áhrif hvernig tekst að skipa framboðslista. Hann bendir þó á að í tengslum við andinnflytjendaumræðuna hafi sumt af því fólki sem hefur sterkari svip þar en forystumaðurinn sjálfur lýst yfir stuðningi við Flokk fólksins.Flokkur fólksins tekur fylgi frá öllum flokkumEn, hvaðan tekur Flokkur fólksins fylgið? Víða, segir Eiríkur. Þeir taka fylgi frá Framsóknarflokknum, þá aukningu sem Framsóknarflokkurinn fékk við útlendingaandúðardaður í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „Þau geta tekið það til sín. Ekki allt fylgi Flokks fólksins er til komið vegna útlendingaandúðar en það gæti komið frá Framsóknarflokknum, sem í það minnsta var sá flokkur var í því „game-i“. En ég held að þeir taki líka frá Samfylkingu eins furðulega og mönnum kann að finnast það í fyrstu. Svona flokkar sem eru í aðra röndina popúlískir eru að taka það frá sósíaldemókrötum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi að einhverju leyti og víðar. Ástæðan er sú að mikið af því fylgi er verkalýðsfylgi og fólks sem lítur á pólitík sem stéttabaráttu og fyrir kjörum almennings. Og það verður að segjast sem er að Samfylkingin hefur á umliðnum árum ekki alveg sinnt því hlutverki sínu. Þannig að það fylgi sem einu sinni var hjá Samfylkingunni er að einhverju leyti þarna. En þeir taka frá öllum og munu til að mynda skerða möguleika Pírata að einhverju leyti líka; sé litið til áðurnefnds óánægjufylgis.“Samfylkingin í afar þröngri stöðuSamfylkingin, sem upphaflega var stofnuð sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn er nú svipur hjá sjón. Margvíslegar ástæður má nefna en flokkurinn galt afhroð í síðustu kosningum og hefur ekki verið að braggast í skoðanakönnunum svo heitið geti. Mun Samfylkingin ná máli í þeim næstu, sem eru handan horns? Eiríkur segir fyrir liggja að Samfylkingin hafi ekki náð þeirri viðspyrnu sem menn væntu, eftir afhroðið síðast og svo með nýjum formanni.Logi virðist, að sögn Eiríks, vera hinn viðkunnalegasti náungi. En Samfylkingin hefur ekki náð þeirri viðspyrnu sem menn væntu og að henni er þrengt úr öllum áttum.visir/anton brink„Það er svo mikið af öðrum flokkum í kringum Samfylkinguna sem minnkar möguleika hennar,“ segir Eiríkur. Og það er ef til vill eðli máls samkvæmt. Björt framtíð og Viðreisn tóku frjálslyndið frá Samfylkingunni eins og sleikibrjóstsykur af barni í kjölfar þess að Samfylkingin hefur einkum verið að keppa við VG með yfirboð um stjórnlyndar aðferðir við að bjarga meintum vanda sem tíðarandinn blæs hinum hneykslunargjörnu í brjóst á samfélagsmiðlum. Erfitt er fyrir yfirlýstan frjálslyndan flokk að hafa slíka stefnu en tala svo um lýðræði í sömu setningunni. Fyrir liggur greining á þessum innanmeinum Samfylkingarinnar. „Rýmið er orðið lítið vegna forsögunnar. En, mér hefur virst þessi nýi formaður þannig að fólki líkar yfirleitt vel við þann náunga. En, þessi frjálslynda miðja hefur verið að molna í sundur. Og hvernig mun þessum þremur flokkum ganga að takast á við þá stöðu?“ spyr Eiríkur og beinir sjónum sínum að endingu að minni ríkisstjórnarflokkunum. Það er stóra spurningin. Þessi frjálslynda miðja er að molna í sundur. Hvernig tekst þeim flokkum að takast á við þessa stöðu.Viðreisn í bobbaStaða Viðreisnar er afar sérstök og óhjákvæmilega verður að horfa til tilurðar flokksins ef við viljum meta stöðu hennar í komandi kosningum. Til flokksins var beinlínis stofnað vegna stækrar óánægju með gerræðisleg vinnubrögð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þegar Gunnar Bragi Sveinsson þá utanríkisráðherra sleit einhliða aðildarviðræðum við ESB.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er í klemmu með sinn flokk og í furðanlega flókinni stöðu miðað við það hversu ný af nálinni Viðreisn er.Vísir/VilhelmKlofningur varð vegna málsins innan Sjálfstæðisflokksins en Bjarni Benediktsson formaður flokksins, sem hafði í kosningum þar áður, lofað með afgerandi hætti því að kosið yrði um framhald málsins. Bjarna tókst hins vegar tiltölulega auðveldlega að gera lítið úr því máli í síðustu kosningabaráttu, fyrir aðeins ári. Formanni Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson (frænda Bjarna), var legið á hálsi að vilja ekki ganga til liðs við VG, Pírata og Samfylkingu með að mynda stjórn. Hann, ásamt Óttari Proppé, mynduðu hins vegar stjórn með Sjálfstæðiflokki.Viðreisn í eltingarleik við Bjarta framtíð Forsagan hlýtur að vera með þeim hætti að ekki hafi kjósendur BF og Viðreisnar verið hressir með það. Þegar það svo bætist við að Viðreisn hefur ekki fengið nein mál fram í stjórnarsamstarfinu önnur en jafnlaunavottun, sem hlýtur eðli máls samkvæmt að stangast á við frjálslynda stefnu sem Viðreisn boðar að öðru leyti, er erfitt að líta hjá því að flokkurinn er í bobba. Við þetta bætist svo að fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum eiga erfitt með að fyrirgefa svikin. Eftirtektarvert í þessu sambandi er að eftir að Björt framtíð slítur stjórnarsamstarfinu, að sögn vegna alvarlegs trúnaðarbrests segist Benedikt ekki líta svo á að um slíkt hafi verið að ræða. Hann hefur að einhverju leyti dregið í land með það en Bjarni hins vegar lagði upp úr þessu atriði á blaðamannafundi á Bessastöðum, eftir að hann afhenti forseta Íslands þingrofsbeiðni. Hvaða möguleika hefur Viðreisn sé litið til þessarar stöðu? „Viðreisn er í þrōngri stōðu og þurfti að elta Bjarta framtíð sem tók skyndilega frumkvæðið. Sumum þar þótti Benedikt lengi að bregðast við. Það verður fróðlegt að sjá hvort Viðreisn nái vopnum sínum í tæka tíð,“ segir Eiríkur.Björt framtíð í öndunarvél „Tekst Bjartri framtíð að bjarga sér dauða annað skiptið í röð,“ spyr stjórnmálafræðingurinn Eiríkur, sem hefur heldur betur í mörg horn að líta þegar hann reynir að leggja stöðuna niður fyrir sig og svo lesendur Vísis. Ein ráðgátan í því púsluspili er Björt framtíð.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Nú er spurt hvort honum takist, aftur, að forða flokki sínum frá bráðum bana.Vísir/Daníel þórEiríkur lítur til niðurstöðu í kosningum síðast, þegar Björt framtíð virtist í síðustu kosningum ekki ætla að ná inn manni en það breyttist í kjölfar umræðu um ný búvörulög. Sem Björt framtíð setti sig á móti með afgerandi hætti. „Og nú með að slíta ríkisstjórnarsamstarfi. Ná þeir að halda því? Ég átta mig ekki á því. Þetta er eitt af því sem maður hefur auga með.“ Í sjálfu sér þarf ekki að horfa til þess hvort það eru einhverjar steinvölur í skóm Bjartar framtíðar-liða, samkvæmt skoðanakönnunum eru þeir í slitnum skóm. Og þetta snýst einfaldlega um það hvort flokkurinn nái að halda lífi eða ekki. „Hvort flokknum takist að blása lífi í glæðurnar. Það er óvíst. Ég átta mig ekki á því. Þessi flokkur hefur lengstum verið að mælast vel undir þröskuldi. Fá þeir eitthvað „moral highground“ fyrir það að hafa slitið ríkisstjórnarsamstarfinu, sú er spurningin,“ segir Eiríkur. „Ekki víst að það haldi.“ Ómögulegt er um það að segja hvernig þeim sem stýra flokknum ná að spila úr þessari viðsjárverðu stöðu.
Kosningar 2017 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira