Forystukapall og átök í vændum fyrir kosningar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. september 2017 06:00 Fréttamenn tóku á móti Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra fyrir utan Valhöll klukkan 11 í gær. VÍSIR/VILHELM Gengið verður til þingkosninga eins fljótt og auðið er eftir að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Forsætisráðherra vonast til að það geti orðið strax í nóvember. Fyrirséð er að forystukapall og innanflokksátök eru í vændum innan nokkurra flokka fyrir komandi kosningar. Þetta leiddi athugun Fréttablaðsins í ljós þar sem tekin var staðan á þeim flokkum þar sem vendinga kann að vera að vænta í ljósi yfirvofandi kosninga. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við Valhöll í gær.Vísir/VilhelmGuðlaugur Þór í startholunum Opinberlega halda Sjálfstæðismenn uppi vörnum fyrir Bjarna Benediktsson sem sjálfur lætur engan bilbug á sér finna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að Bjarni nyti trausts og trúnaðar í þingflokknum líkt og aðrir ráðherrar. Landsfundur flokksins á að fara fram 3.-5. nóvember næstkomandi þar sem m.a. verður kjörinn formaður. Innan úr flokknum herma heimildir að nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hafi heyrst ansi oft í samtölum innanflokks um leiðtogaefni undanfarinn sólarhring. Hvort Guðlaugur meti stöðu Bjarna það laskaða eftir stjórnarslitin að hann muni taka formannsslaginn við hann á komandi landsfundi á þó eftir að koma í ljós. Frá fundi þingflokks Viðreisnar í vor þegar ákveðið var hvaða þrír þingmenn flokksins yrðu ráðherrar.Visir/EyþórÞorgerður og Hanna klárar í slag Heimildir Fréttablaðsins innan úr Viðreisn herma að mikill þrýstingur sé á Benedikt Jóhannesson og formannsstóll hans sé orðinn sjóðheitur. Þung undiralda sé nú með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur að taka við leiðtogataumunum í flokknum. Þorgerður Katrín sjálf er sögð ekki útiloka neitt og reiðubúin að taka slaginn við Benedikt um formannsstólinn ef kallið kemur. Sömu sögu er að segja af þingflokksformanninum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur, og Þorsteini Víglundssyni, sem sögð er reiðubúin til að leiða flokkinn. Lykilfólk í flokknum talar á þá leið að breytinga sé þörf í forystu flokksins fyrir kosningar.Nafn Helga Hrafns hefur verið orðað við endurkomu í forystu Pírata.Vísir/GVABirgitta hætti og Helgi komi inn Endurnýjun kann að vera í kortunum hjá forystu Pírata komi til kosninga. Nýkjörinn þingflokksformaður, Birgitta Jónsdóttir, hafði fyrir rétt um mánuði síðan lýst því yfir í Fréttablaðinu að hún gæfi ekki kost á sér í næstu kosningum. Í ljósi nýjustu vendinga er ljóst að næstu kosningar verða fyrr en Birgittu grunaði þegar hún gaf þessa yfirlýsingu. Ekkert fæst uppgefið opinberlega um áform Birgittu en heimildir Fréttablaðsins herma að hún líti svo á að hún sé bundin af fyrri yfirlýsingum. Með öllu óvíst er því hvort hún verði í brúnni. Á móti kemur að nafn Helga Hrafns Guðmundssonar er nú sterklega orðað við endurkomu í forystu Pírata. Helgi Hrafn naut mikilla vinsælda á síðasta kjörtímabili og hörmuðu það margir þegar hann tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér í síðustu kosningum. Hann ætlaði að sitja á hliðarlínunni eitt kjörtímabil en þykir líklegur að snúa aftur.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur verið orðaður við stofnun nýs flokks.Visir/EyþórSigmundur Davíð skoðar nýjan flokk Þó gróið hafi að hluta um sár innan raða Framsóknarflokksins í kjölfar mikilla átaka í forystu flokksins og milli fylkinga formannsins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, og forvera hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá heyrast þar enn óánægjuraddir. Sigmundur Davíð hefur verið orðaður við stofnun nýs stjórnmálaflokks fyrir næstu kosningar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekkert útilokað í þeim efnum og það sagður raunverulega möguleiki sem forsætisráðherrann fyrrverandi sé að skoða. Margir veittu því athygli að hann var ekki á fundi þingflokksins á föstudagsmorgun í kjölfar tíðindanna um stjórnarslit, enda kom á daginn að hann var staddur á Djúpavogi. Á meðan Sigmundur Davíð lítur út á við, í það minnsta með öðru auganu, þá hafa háværar raddir innan flokksins kallað eftir Lilju Alfreðsdóttur í sæti Sigurðar. Óvíst er með áhuga Lilju á því en ljóst er að Sigurðar Inga kann að bíða ærið verkefni að þétta raðir flokksins fyrir komandi átök. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Gengið verður til þingkosninga eins fljótt og auðið er eftir að Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Forsætisráðherra vonast til að það geti orðið strax í nóvember. Fyrirséð er að forystukapall og innanflokksátök eru í vændum innan nokkurra flokka fyrir komandi kosningar. Þetta leiddi athugun Fréttablaðsins í ljós þar sem tekin var staðan á þeim flokkum þar sem vendinga kann að vera að vænta í ljósi yfirvofandi kosninga. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við Valhöll í gær.Vísir/VilhelmGuðlaugur Þór í startholunum Opinberlega halda Sjálfstæðismenn uppi vörnum fyrir Bjarna Benediktsson sem sjálfur lætur engan bilbug á sér finna. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að Bjarni nyti trausts og trúnaðar í þingflokknum líkt og aðrir ráðherrar. Landsfundur flokksins á að fara fram 3.-5. nóvember næstkomandi þar sem m.a. verður kjörinn formaður. Innan úr flokknum herma heimildir að nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra hafi heyrst ansi oft í samtölum innanflokks um leiðtogaefni undanfarinn sólarhring. Hvort Guðlaugur meti stöðu Bjarna það laskaða eftir stjórnarslitin að hann muni taka formannsslaginn við hann á komandi landsfundi á þó eftir að koma í ljós. Frá fundi þingflokks Viðreisnar í vor þegar ákveðið var hvaða þrír þingmenn flokksins yrðu ráðherrar.Visir/EyþórÞorgerður og Hanna klárar í slag Heimildir Fréttablaðsins innan úr Viðreisn herma að mikill þrýstingur sé á Benedikt Jóhannesson og formannsstóll hans sé orðinn sjóðheitur. Þung undiralda sé nú með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur að taka við leiðtogataumunum í flokknum. Þorgerður Katrín sjálf er sögð ekki útiloka neitt og reiðubúin að taka slaginn við Benedikt um formannsstólinn ef kallið kemur. Sömu sögu er að segja af þingflokksformanninum, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur, og Þorsteini Víglundssyni, sem sögð er reiðubúin til að leiða flokkinn. Lykilfólk í flokknum talar á þá leið að breytinga sé þörf í forystu flokksins fyrir kosningar.Nafn Helga Hrafns hefur verið orðað við endurkomu í forystu Pírata.Vísir/GVABirgitta hætti og Helgi komi inn Endurnýjun kann að vera í kortunum hjá forystu Pírata komi til kosninga. Nýkjörinn þingflokksformaður, Birgitta Jónsdóttir, hafði fyrir rétt um mánuði síðan lýst því yfir í Fréttablaðinu að hún gæfi ekki kost á sér í næstu kosningum. Í ljósi nýjustu vendinga er ljóst að næstu kosningar verða fyrr en Birgittu grunaði þegar hún gaf þessa yfirlýsingu. Ekkert fæst uppgefið opinberlega um áform Birgittu en heimildir Fréttablaðsins herma að hún líti svo á að hún sé bundin af fyrri yfirlýsingum. Með öllu óvíst er því hvort hún verði í brúnni. Á móti kemur að nafn Helga Hrafns Guðmundssonar er nú sterklega orðað við endurkomu í forystu Pírata. Helgi Hrafn naut mikilla vinsælda á síðasta kjörtímabili og hörmuðu það margir þegar hann tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér í síðustu kosningum. Hann ætlaði að sitja á hliðarlínunni eitt kjörtímabil en þykir líklegur að snúa aftur.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur verið orðaður við stofnun nýs flokks.Visir/EyþórSigmundur Davíð skoðar nýjan flokk Þó gróið hafi að hluta um sár innan raða Framsóknarflokksins í kjölfar mikilla átaka í forystu flokksins og milli fylkinga formannsins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, og forvera hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá heyrast þar enn óánægjuraddir. Sigmundur Davíð hefur verið orðaður við stofnun nýs stjórnmálaflokks fyrir næstu kosningar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekkert útilokað í þeim efnum og það sagður raunverulega möguleiki sem forsætisráðherrann fyrrverandi sé að skoða. Margir veittu því athygli að hann var ekki á fundi þingflokksins á föstudagsmorgun í kjölfar tíðindanna um stjórnarslit, enda kom á daginn að hann var staddur á Djúpavogi. Á meðan Sigmundur Davíð lítur út á við, í það minnsta með öðru auganu, þá hafa háværar raddir innan flokksins kallað eftir Lilju Alfreðsdóttur í sæti Sigurðar. Óvíst er með áhuga Lilju á því en ljóst er að Sigurðar Inga kann að bíða ærið verkefni að þétta raðir flokksins fyrir komandi átök.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira