Prófessor segir Framsókn bera flest einkenni þjóðernispopúlisma Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2015 12:41 Leiðtogablæti, trúin á sterkan og innblásinn leiðtoga, er eitt þeirra atriða sem skilgreina þjóðernispopúlisma, að sögn Eiríks Bergmanns. visir/vilhelm/gva „Þetta er semsé fræðigrein mín í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla (irpa.is) sem heitir: Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned Populist? En, í henni spyr ég hvort Framsóknarflokkurinn hafi færst inn fyrir mengi þjóðernispopúlisma undir nýrri forystu eftir Hrun,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur hefur unnið að þessari rannsókn allt frá hruni, og undanfarin tvö ár hefur hann unnið í henni samfleytt og markvisst.Mildari útgáfa popúlismaGreinina í heild sinni má nálgast hér. Og, niðurstaðan er afgerandi. „Framsóknarflokkurinn hefur í dag flest einkenni þjóðernispoppúlisma eins og þau birtast í Evrópu. Flokkurinn hefur þó skýrari einkenni þjóðernishyggju en einnig mörg af helstu einkennum popúlisma eins og þau eru skilgreind í greinni,“ segir Eiríkur: Framsóknarflokkrinn fellur í mengi mildari útgáfu slíkra flokka, líkastur Framfaraflokknum í Noregi. „Aðeins eru tvö önnur dæmi þess að gróinn meginstraumsflokkur í álfunni hafi færst yfir í slíkan þjóðernispopúlisma. Það eru Frelsisflokkurinn í Austurríki og Þjóðarflokkurinn í Sviss.“Leiðtogablæti og andstaða við fjölmenninguSpurður nánar út í það hvaða atriði það séu sem gera að Framsóknarflokkurinn er að mælast hár á þeim kvörðum sem skilgreina þjóðernispopúlisma segir Eiríkur það fyrst og fremst þjóðernisáherslan. „Þar er hann í toppi en skorar líka á öðrum katígoríum líkt og andstöðu við fjölmenningu, múslima, ESB, tilbúna elítu og svo framvegis. Einnig á áherslu á leiðtoga, einföldun á flóknum málum, og svoleiðis auk kröfu um að tala fyrir hinn almenna mann, segja það sem aðrir hugsa.” Í greininni er þjóðernispopúlismi skilgreindur farið yfir þróun slíkra flokk og loks Framsóknaflokkurinn greindur útfrá þessum formerkjum. Þjóðernispopúlismi er orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórnmálum, að sögn Eiríks. En að skilgreina hvað þetta fyrirbæri er fyrir nokkuð er hins vegar öllu örðugara. „Þjóðernispopúlískar hreyfingar eru enda alls konar, hafa oft ólíkar skoðanir á hinu og þessu, oft mjög breytilegar frá einu landi til annars og byggja oft á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Þjóðernispopúlismi er þess heldur þunn hugmyndafræði, ekki heilsteypt kenningakerfi eins og frjálshyggja eða félagshyggja, heldur frekar aðferð í stjórnmálastarfi.“Trúin á sterkan og innblásinn leiðtogaÍ greininni tiltekur Eiríkur tíu einkenni sem samandregið eru: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar innlendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenningu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. „Flest af þessu er að finna í málflutningi fulltrúa Framsóknarflokksins eins og rakið er í greininni,“ segir Eiríkur og tekur það fram að hann sé ekki að færa fram neina skoðun, heldur aðeins máta flokkinn við tiltekna skilgreinda þætti. Og, Eiríkur býst ekkert frekar við kárínum úr ranni Framsóknarmanna í kjölfar þess að hann birtir þessar niðurstöður: „Nei, það getur varla verið – ég er bara að taka til það sem flokksmenn sjálfir segja og greina með almennum og viðurkenndum hætti.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þetta er semsé fræðigrein mín í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla (irpa.is) sem heitir: Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned Populist? En, í henni spyr ég hvort Framsóknarflokkurinn hafi færst inn fyrir mengi þjóðernispopúlisma undir nýrri forystu eftir Hrun,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur hefur unnið að þessari rannsókn allt frá hruni, og undanfarin tvö ár hefur hann unnið í henni samfleytt og markvisst.Mildari útgáfa popúlismaGreinina í heild sinni má nálgast hér. Og, niðurstaðan er afgerandi. „Framsóknarflokkurinn hefur í dag flest einkenni þjóðernispoppúlisma eins og þau birtast í Evrópu. Flokkurinn hefur þó skýrari einkenni þjóðernishyggju en einnig mörg af helstu einkennum popúlisma eins og þau eru skilgreind í greinni,“ segir Eiríkur: Framsóknarflokkrinn fellur í mengi mildari útgáfu slíkra flokka, líkastur Framfaraflokknum í Noregi. „Aðeins eru tvö önnur dæmi þess að gróinn meginstraumsflokkur í álfunni hafi færst yfir í slíkan þjóðernispopúlisma. Það eru Frelsisflokkurinn í Austurríki og Þjóðarflokkurinn í Sviss.“Leiðtogablæti og andstaða við fjölmenninguSpurður nánar út í það hvaða atriði það séu sem gera að Framsóknarflokkurinn er að mælast hár á þeim kvörðum sem skilgreina þjóðernispopúlisma segir Eiríkur það fyrst og fremst þjóðernisáherslan. „Þar er hann í toppi en skorar líka á öðrum katígoríum líkt og andstöðu við fjölmenningu, múslima, ESB, tilbúna elítu og svo framvegis. Einnig á áherslu á leiðtoga, einföldun á flóknum málum, og svoleiðis auk kröfu um að tala fyrir hinn almenna mann, segja það sem aðrir hugsa.” Í greininni er þjóðernispopúlismi skilgreindur farið yfir þróun slíkra flokk og loks Framsóknaflokkurinn greindur útfrá þessum formerkjum. Þjóðernispopúlismi er orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórnmálum, að sögn Eiríks. En að skilgreina hvað þetta fyrirbæri er fyrir nokkuð er hins vegar öllu örðugara. „Þjóðernispopúlískar hreyfingar eru enda alls konar, hafa oft ólíkar skoðanir á hinu og þessu, oft mjög breytilegar frá einu landi til annars og byggja oft á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Þjóðernispopúlismi er þess heldur þunn hugmyndafræði, ekki heilsteypt kenningakerfi eins og frjálshyggja eða félagshyggja, heldur frekar aðferð í stjórnmálastarfi.“Trúin á sterkan og innblásinn leiðtogaÍ greininni tiltekur Eiríkur tíu einkenni sem samandregið eru: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar innlendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenningu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. „Flest af þessu er að finna í málflutningi fulltrúa Framsóknarflokksins eins og rakið er í greininni,“ segir Eiríkur og tekur það fram að hann sé ekki að færa fram neina skoðun, heldur aðeins máta flokkinn við tiltekna skilgreinda þætti. Og, Eiríkur býst ekkert frekar við kárínum úr ranni Framsóknarmanna í kjölfar þess að hann birtir þessar niðurstöður: „Nei, það getur varla verið – ég er bara að taka til það sem flokksmenn sjálfir segja og greina með almennum og viðurkenndum hætti.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira