Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:07 Jón Pétur Zimsen segir ákvörðun ráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum hættulega og forkastanlega. Vísir Þingmanni Sjálfstæðisflokksins er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum. Hann segir ákvörðun ráðherra hættulega og einkennast af ógnarstjórn. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla tilkynnti starfsmönnum skólans í dag að Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hefði ákveðið að auglýsa embætti hans til umsóknar. „Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins,“ stendur í tölubréfi sem Ársæll sendi starfsfólki skólans í dag. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði tíðindin að umfjöllunarefni í umræðum um störf þingsins í dag. „Mér er verulega brugðið við fréttirnar í morgun. Farsæll skólameistari fjögurra framhaldsskóla fær einn ekki endurráðningu. Allir aðrir endurráðnir.“ Ráðherra „hvatvís og heimtufrekur“ Hann rifjar upp stóra skómálið, þegar Inga Sæland hringdi í uppnámi í Ársæl í janúar vegna týnds skópars barnabarns hennar sem er nemandi við skólann. Hann vísar í umfjöllun Vísis en samkvæmt heimildum fréttastofu sagðist Inga í símtalinu hafa ítök í lögreglunni. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. „Skólameistarinn átti að þóknast ráðherranum og það strax,“ segir Jón Pétur. „Sami skólameistari vogar sér að tala um hugmyndir menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla.“ Ársæll sagði í samtali við fréttastofu fyrir nokkru að honum þættu hugmyndir ráðherra um að færa stjórnsýslu framhaldsskóla úr skólunum og inn í miðlægt kerfi, vanhugsaðar. „Hvað vann viðkomandi skólameistari sér til saka? Hann vogar sér að ræða málin af yfirvegun og skynsemi, annað en hvatvís og heimtufrekur ráðherra.“ Jón Pétur segir að þrátt fyrir áratugareynslu Ársæls, óaðfinnanlegan starfsferil, rekstur innan fjárlaga og engar áminningar hafi ráðherra ákveðið að hunsa bæði hefðir og fagmennsku. „Þessi hegðun ráðherrans er ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg. Þegiðu og hlýddu eða vertu úti. Skilaboð til starfsmanna ríkisins eru alveg skýr. Þetta kallast á venjulegri íslensku ógnarstjórn.“ Sagði sig úr skólanefnd við ráðningu en þó misboðið Árið 2016 sagði Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, sig úr skólanefnd Borgarholtsskóla vegna ráðningar Ársæls. Hann taldi málið anga af spillingu og sá ekki ástæðu til að sitja í nefnd sem hefði ekkert um ráðninguna að segja. Þrátt fyrir það skrifar Ragnar Þór færslu á Facebook-hópinn Skólaþróunarspjallið þar sem hann segir menntamálaráðherra á mjög vafasamri leið. Hann bendir á að ákvörðun um að losa skólameistarann frá störfum sé ekki tekin nema verulegt vantraust ríki til hans. „Ég sat í stjórn skólans þegar Ársæll var ráðinn en sagði mig úr henni vegna þess að pólitísk lykt var af ráðningunni. Það er tilgangslaust að vera með stjórnir sem ráðherrar hvorki virða né hlusta á. Samt er mér fullkomlega misboðið,“ skrifar Ragnar Þór. Hann segist á hverju ári hitta nemendur sem líði vel í skólanum og tali vel um hann. „Þetta ber því miður með sér (sem virðist verða æ ljósara með hverjum degi) að menntamálaráðherra sé pólitísk lydda sem lætur formann flokks síns fjarstýra sér og er helst að verða þekktur fyrir takt- og samráðsleysi; vanþekkingu og frumhlaup.“ Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framhaldsskólar Alþingi Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla tilkynnti starfsmönnum skólans í dag að Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra hefði ákveðið að auglýsa embætti hans til umsóknar. „Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins,“ stendur í tölubréfi sem Ársæll sendi starfsfólki skólans í dag. Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði tíðindin að umfjöllunarefni í umræðum um störf þingsins í dag. „Mér er verulega brugðið við fréttirnar í morgun. Farsæll skólameistari fjögurra framhaldsskóla fær einn ekki endurráðningu. Allir aðrir endurráðnir.“ Ráðherra „hvatvís og heimtufrekur“ Hann rifjar upp stóra skómálið, þegar Inga Sæland hringdi í uppnámi í Ársæl í janúar vegna týnds skópars barnabarns hennar sem er nemandi við skólann. Hann vísar í umfjöllun Vísis en samkvæmt heimildum fréttastofu sagðist Inga í símtalinu hafa ítök í lögreglunni. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. „Skólameistarinn átti að þóknast ráðherranum og það strax,“ segir Jón Pétur. „Sami skólameistari vogar sér að tala um hugmyndir menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla.“ Ársæll sagði í samtali við fréttastofu fyrir nokkru að honum þættu hugmyndir ráðherra um að færa stjórnsýslu framhaldsskóla úr skólunum og inn í miðlægt kerfi, vanhugsaðar. „Hvað vann viðkomandi skólameistari sér til saka? Hann vogar sér að ræða málin af yfirvegun og skynsemi, annað en hvatvís og heimtufrekur ráðherra.“ Jón Pétur segir að þrátt fyrir áratugareynslu Ársæls, óaðfinnanlegan starfsferil, rekstur innan fjárlaga og engar áminningar hafi ráðherra ákveðið að hunsa bæði hefðir og fagmennsku. „Þessi hegðun ráðherrans er ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg. Þegiðu og hlýddu eða vertu úti. Skilaboð til starfsmanna ríkisins eru alveg skýr. Þetta kallast á venjulegri íslensku ógnarstjórn.“ Sagði sig úr skólanefnd við ráðningu en þó misboðið Árið 2016 sagði Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, sig úr skólanefnd Borgarholtsskóla vegna ráðningar Ársæls. Hann taldi málið anga af spillingu og sá ekki ástæðu til að sitja í nefnd sem hefði ekkert um ráðninguna að segja. Þrátt fyrir það skrifar Ragnar Þór færslu á Facebook-hópinn Skólaþróunarspjallið þar sem hann segir menntamálaráðherra á mjög vafasamri leið. Hann bendir á að ákvörðun um að losa skólameistarann frá störfum sé ekki tekin nema verulegt vantraust ríki til hans. „Ég sat í stjórn skólans þegar Ársæll var ráðinn en sagði mig úr henni vegna þess að pólitísk lykt var af ráðningunni. Það er tilgangslaust að vera með stjórnir sem ráðherrar hvorki virða né hlusta á. Samt er mér fullkomlega misboðið,“ skrifar Ragnar Þór. Hann segist á hverju ári hitta nemendur sem líði vel í skólanum og tali vel um hann. „Þetta ber því miður með sér (sem virðist verða æ ljósara með hverjum degi) að menntamálaráðherra sé pólitísk lydda sem lætur formann flokks síns fjarstýra sér og er helst að verða þekktur fyrir takt- og samráðsleysi; vanþekkingu og frumhlaup.“
Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framhaldsskólar Alþingi Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira