Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 17:30 Eins og fram hefur komið í dag eru þau Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður og Þorsteinn mættu í viðtal hjá fréttastofu um ákvörðunina, sem sjá má hér að ofan. Þau segja bæði að ákvörðunin sé ekki áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og segja þess í stað hafa litið til þess sem Viðreisn bjóði upp á og hverju sé hægt að stuðla að innan flokksins. „Ég lít ekki á þetta sem klofning frá Sjálfstæðisflokknum heldur einfaldlega er verið að finna farveg fyrir frjálslyndu öflin til þess að þeirra sjónarmið heyrist aðeins hærra en hefur verið á umliðnum misserum,“ sagði Þorgerður. Þau sögðust hafa tilkynnt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðunina í dag. Aðspurður hvort að þau væri að senda Sjálfstæðisflokknum ákveðin skilaboð segir Þorsteinn það vera „út af fyrir sig rétt“. „Smám saman hefur verið að opnast um miðju stjórnmálanna ákveðið tómarúm. Við teljum mikilvægt að það verði fyllt og okkur sýnist að það sé að gerast með þessu,“ sagði Þorsteinn. „Þú getur ekki fengið, allavega mig og ég veit ekki Þorstein, til þess að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki tilgangurinn með þessu,“ sagði Þorgerður. „Við einfaldlega erum að segja að Viðreisn sé ákveðið afl sem ætlar að halda áfram og ýta undir þessi frjálslyndu gildi sem við viljum styðja. Þetta snýst ekki um Sjáflstæðisflokkinn. Þetta snýst um Viðreisn.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36 Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Sjá meira
Eins og fram hefur komið í dag eru þau Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður og Þorsteinn mættu í viðtal hjá fréttastofu um ákvörðunina, sem sjá má hér að ofan. Þau segja bæði að ákvörðunin sé ekki áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum og segja þess í stað hafa litið til þess sem Viðreisn bjóði upp á og hverju sé hægt að stuðla að innan flokksins. „Ég lít ekki á þetta sem klofning frá Sjálfstæðisflokknum heldur einfaldlega er verið að finna farveg fyrir frjálslyndu öflin til þess að þeirra sjónarmið heyrist aðeins hærra en hefur verið á umliðnum misserum,“ sagði Þorgerður. Þau sögðust hafa tilkynnt Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðunina í dag. Aðspurður hvort að þau væri að senda Sjálfstæðisflokknum ákveðin skilaboð segir Þorsteinn það vera „út af fyrir sig rétt“. „Smám saman hefur verið að opnast um miðju stjórnmálanna ákveðið tómarúm. Við teljum mikilvægt að það verði fyllt og okkur sýnist að það sé að gerast með þessu,“ sagði Þorsteinn. „Þú getur ekki fengið, allavega mig og ég veit ekki Þorstein, til þess að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki tilgangurinn með þessu,“ sagði Þorgerður. „Við einfaldlega erum að segja að Viðreisn sé ákveðið afl sem ætlar að halda áfram og ýta undir þessi frjálslyndu gildi sem við viljum styðja. Þetta snýst ekki um Sjáflstæðisflokkinn. Þetta snýst um Viðreisn.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36 Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Sjá meira
Stefanía verður kosningastjóri Viðreisnar Stefanía Sigurðardóttir viðburðarstjóri hefur verið ráðin sem kosningastjóri Viðreisnar. 7. september 2016 09:36
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43