Brynjar settur af: Segist kannski hafa móðgað Viðreisn of mikið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 14:33 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyn, þingmanni Viðreisnar og núverandi formanni nefndarinnar á fundi hennar fyrr á árinu. Viðreisn myndaði meirihluta með minnihlutanum í nefndinni í morgun og setti Brynjar af sem formann. Vísir/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að sér hafi verið tilkynnt það í morgun fyrir opinn fund nefndarinnar með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að minnihlutinn ásamt Viðreisn ætluðu að kjósa nýjan formann í nefndinni. Á fundinum voru reglur er varða uppreist æru til umræðu. Aðspurður hvernig þau tíðindi hafi lagst í hann segir Brynjar að það hafi bæði verið ákveðinn léttir og ákveðin vonbrigði. „Það var ákveðinn léttir að hluta en ákveðin vonbrigði að hluta vegna þess hvernig menn ætla að gera þetta og vinna þetta. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í því. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnarandstaðan ætti að hafa formennsku í þessari nefnd en þau komu sér ekki saman um það svo ég sat bara svolítið með þetta í fanginu bara,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.Kveðst alls ekki vanhæfur til að gegna formennsku í nefndinni En var þér gefin einhver ástæða fyrir því að þau vildu kjósa nýjan formann, var verið að vísa í eitthvað hugsanlegt vanhæfi eða eitthvað slíkt? „Nei, ekki þannig. Ég hef auðvitað heyrt það að einhver í stjórnarandstöðunni væru óánægð með formennsku mína sem er svo sem allt í lagi. En svo að Viðreisn skuli stökkva um borð... kannski hef ég bara móðgað þau of mikið, ég veit það ekki.“ Fram hefur komið að Brynjar sinnti eitt sinn verjendastörfum fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann sem fékk uppreist æru í fyrra. Þá þekkir hann Robert Downey sem einnig er dæmdur kynferðisbrotamaður og fékk uppreist æru sama dag og Hjalti. Brynjar segir það þó af og frá að hann sé vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast uppreist æru. „Að sjálfsögðu ekki. Það á eiginlega ekki að þurfa að ræða það, það er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Það er ekki spurning um vanhæfi í þessu. Hefði ég kannski verið ráðherra í fyrri ríkisstjórn og komið að þessum málum þá væru verk mín þar til umfjöllunar og ég gæti skilið það. En það að ég hafi varið einhvern mann í fortíðinni hefur auðvitað ekkert að segja. Það eru auðvitað vonbrigði mín að stjórnmálamenn í nefndinni skuli vera svo galnir að leggja þetta upp með þessum hætti. Það er það sorglega í þessu ferli.“Hugurinn stendur til að starfa áfram í pólitík Brynjar segir vonbrigði sín þannig snúa að því að menn séu að búa til pólitískt moldviðri úr máli sem á að skoða af yfirvegun og rólegheitum. Það sé hlutverk nefndarinnar. „Ekki að reyna ná pólitísku höggi á andstæðinginn sem er verið að gera. Ég hef svakalega lítinn húmor fyrir því í raun og veru.“ Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Brynjar ekki væri viss um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem verða í október. Aðspurður hver staðan sé nú segir hann: „Hugur minn stendur til þess að halda áfram í pólitík en ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að sér hafi verið tilkynnt það í morgun fyrir opinn fund nefndarinnar með Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að minnihlutinn ásamt Viðreisn ætluðu að kjósa nýjan formann í nefndinni. Á fundinum voru reglur er varða uppreist æru til umræðu. Aðspurður hvernig þau tíðindi hafi lagst í hann segir Brynjar að það hafi bæði verið ákveðinn léttir og ákveðin vonbrigði. „Það var ákveðinn léttir að hluta en ákveðin vonbrigði að hluta vegna þess hvernig menn ætla að gera þetta og vinna þetta. Ég hef engan áhuga á að taka þátt í því. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að stjórnarandstaðan ætti að hafa formennsku í þessari nefnd en þau komu sér ekki saman um það svo ég sat bara svolítið með þetta í fanginu bara,“ segir Brynjar í samtali við Vísi.Kveðst alls ekki vanhæfur til að gegna formennsku í nefndinni En var þér gefin einhver ástæða fyrir því að þau vildu kjósa nýjan formann, var verið að vísa í eitthvað hugsanlegt vanhæfi eða eitthvað slíkt? „Nei, ekki þannig. Ég hef auðvitað heyrt það að einhver í stjórnarandstöðunni væru óánægð með formennsku mína sem er svo sem allt í lagi. En svo að Viðreisn skuli stökkva um borð... kannski hef ég bara móðgað þau of mikið, ég veit það ekki.“ Fram hefur komið að Brynjar sinnti eitt sinn verjendastörfum fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann sem fékk uppreist æru í fyrra. Þá þekkir hann Robert Downey sem einnig er dæmdur kynferðisbrotamaður og fékk uppreist æru sama dag og Hjalti. Brynjar segir það þó af og frá að hann sé vanhæfur til að fjalla um mál sem tengjast uppreist æru. „Að sjálfsögðu ekki. Það á eiginlega ekki að þurfa að ræða það, það er svo vitlaust að það hálfa væri nóg. Það er ekki spurning um vanhæfi í þessu. Hefði ég kannski verið ráðherra í fyrri ríkisstjórn og komið að þessum málum þá væru verk mín þar til umfjöllunar og ég gæti skilið það. En það að ég hafi varið einhvern mann í fortíðinni hefur auðvitað ekkert að segja. Það eru auðvitað vonbrigði mín að stjórnmálamenn í nefndinni skuli vera svo galnir að leggja þetta upp með þessum hætti. Það er það sorglega í þessu ferli.“Hugurinn stendur til að starfa áfram í pólitík Brynjar segir vonbrigði sín þannig snúa að því að menn séu að búa til pólitískt moldviðri úr máli sem á að skoða af yfirvegun og rólegheitum. Það sé hlutverk nefndarinnar. „Ekki að reyna ná pólitísku höggi á andstæðinginn sem er verið að gera. Ég hef svakalega lítinn húmor fyrir því í raun og veru.“ Fram kom í Fréttablaðinu í dag að Brynjar ekki væri viss um hvort hann ætlaði að bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem verða í október. Aðspurður hver staðan sé nú segir hann: „Hugur minn stendur til þess að halda áfram í pólitík en ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Meirihlutinn kom sér saman um að Jón Steindór Valdimarsson tæki við formennsku í nefndinni. 19. september 2017 10:14
Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22