Séreign er ekki sýnd veiði, heldur þín eign Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifaði grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 17. ágúst undir fyrirsögninni „Séreign er sýnd veiði en ekki gefin“. Þar er hann meðal annars að tala um samkomulag vegna 3,5% viðbótariðgjalda í tilgreinda séreign að hluta eða öllu leyti, þegar iðgjald atvinnurekanda í lífeyrissjóði hækkar úr 8% í 11,5% og heildariðgjaldið verður komið í 15,5% um mitt næsta ár.Séreign eða samtrygging? Þar segir Hrafn orðrétt: „Séreign er einkaeign sjóðsfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðsfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans.“ Og síðan lofar hann samtrygginguna sem ódýrasta og skilvirkasta tryggingarform sem fyrirfinnst hér á landi. Láglaunamaður á lágmarkslaunum með 300 þúsund krónur á mánuði fær bara 160 þúsund krónur á mánuði í örorkubætur frá lífeyrissjóði. Þá er eftir að skatta og skerða þær bætur og einnig keðjuverkandi skerða þær. Af 160.000 krónunum er 51.000 krónur núll. Gefur viðkomandi lífeyrislaunaþega ekki krónu í vasann. Eftir skatt og skerðingar skila 160.000 krónu lífeyrislaun bara 40.000 krónum í vasann og samtals 236.000 króna heildartekjur eftir skatt og skerðingar með tekjum frá TR. Skattur og skerðingar eru heilar 120.000 krónur af lífeyrissjóðslaununum eða um 75% skattur. Þá er eftir að gera keðjuverkandi skerðingar á því sem eftir er, því lífeyrissjóðslaunin skerða einnig húsaleigubætur, vaxtabætur, barnabætur og alla styrki verkalýðsfélaga, t.d. námsstyrki og fleiri styrki. Niðurstaðan er því sú að 160.000 krónu lífeyrissjóðslaunin eru í sumum tilfellum núll. Skila ekki krónu til þeirra sem hafa safnað þeim sem lögþvinguðum sparnaði, sem á að vera eignavarinn. Þá fer hann í mínus í þeim tilfellum sem vinnulaun koma við sögu hjá þeim öryrkjum og eldri borgurum sem eru svo hugaðir að reyna að vinna fyrir smá tekjum og geta það heilsu sinnar vegna.Upplýst ákvörðun Hrafn segir tryggingaverndina það dýrmætasta og henni má ekki fórna. Jú, það er rétt fyrir hann og aðra hálaunaða starfsmenn lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Fyrir þá er hún flott, því þeir hafa ekkert með TR, öðru nafni skerðingarstofnun ríkisins, að gera. Þeir Hrafn og aðrir hátekjumenn ASÍ, BSRB og SA missa ekki styrki og eru ekki keðjuverkandi skertir í mínus og vinna ekki þannig að þeir verði að borga fyrir að vinna, ekki bara öll launin, heldur meira en það og fara í mínus. Nei, séreignin er það eina sem láglaunþeginn á og vonandi velja allir almennir launþegar að ávaxta 3,5% þar og þá á ekki í áhættufjárfestingu, heldur þar sem hún er örugg.Að veðja við sjálfan sig Ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin lífeyrissjóðstekna lífeyrisþega yrði aukakostnaður ríkissjóðs 37.012 milljarðar króna á ári. Örorkulífeyrir er 7.447 milljarðar og ellilífeyrir 29.565 milljarðar króna. Kostnaður ríkisins vegna atvinnutekna lífeyrisþega er 3,2 milljarðar hjá öryrkjum og 2,5 milljarðar hjá ellilífeyrisþegum eða samtals 5,7 milljarða króna. Skerðingar vegna fjármagnstekna eru um 4,5 milljarðar króna og því eru skerðingarnar um 48 milljarðar króna í heildina og þá er skatturinn ekki undir 60 milljörðum króna. Samtals eru þetta yfir 108 milljarðar króna. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonsku kerfi. Jú, það er hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur í lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú er í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Miðgildi ráðstöfunartekna eru í dag um 719.000 krónur og lágmarkslífeyrir 228.774 krónur. Fátæktarmörkin eru því í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en sárafátækt. Þá eru 300.000 króna lágmarkslaun í landinu einnig vel undir fátæktarmörkum og hvað segir það um verkalýðsfélögin, ríkið og SA, sem stjórna launastefnunni og lífeyrissjóðskerfunum á Íslandi? Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og formaður BÓTar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifaði grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 17. ágúst undir fyrirsögninni „Séreign er sýnd veiði en ekki gefin“. Þar er hann meðal annars að tala um samkomulag vegna 3,5% viðbótariðgjalda í tilgreinda séreign að hluta eða öllu leyti, þegar iðgjald atvinnurekanda í lífeyrissjóði hækkar úr 8% í 11,5% og heildariðgjaldið verður komið í 15,5% um mitt næsta ár.Séreign eða samtrygging? Þar segir Hrafn orðrétt: „Séreign er einkaeign sjóðsfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðsfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans.“ Og síðan lofar hann samtrygginguna sem ódýrasta og skilvirkasta tryggingarform sem fyrirfinnst hér á landi. Láglaunamaður á lágmarkslaunum með 300 þúsund krónur á mánuði fær bara 160 þúsund krónur á mánuði í örorkubætur frá lífeyrissjóði. Þá er eftir að skatta og skerða þær bætur og einnig keðjuverkandi skerða þær. Af 160.000 krónunum er 51.000 krónur núll. Gefur viðkomandi lífeyrislaunaþega ekki krónu í vasann. Eftir skatt og skerðingar skila 160.000 krónu lífeyrislaun bara 40.000 krónum í vasann og samtals 236.000 króna heildartekjur eftir skatt og skerðingar með tekjum frá TR. Skattur og skerðingar eru heilar 120.000 krónur af lífeyrissjóðslaununum eða um 75% skattur. Þá er eftir að gera keðjuverkandi skerðingar á því sem eftir er, því lífeyrissjóðslaunin skerða einnig húsaleigubætur, vaxtabætur, barnabætur og alla styrki verkalýðsfélaga, t.d. námsstyrki og fleiri styrki. Niðurstaðan er því sú að 160.000 krónu lífeyrissjóðslaunin eru í sumum tilfellum núll. Skila ekki krónu til þeirra sem hafa safnað þeim sem lögþvinguðum sparnaði, sem á að vera eignavarinn. Þá fer hann í mínus í þeim tilfellum sem vinnulaun koma við sögu hjá þeim öryrkjum og eldri borgurum sem eru svo hugaðir að reyna að vinna fyrir smá tekjum og geta það heilsu sinnar vegna.Upplýst ákvörðun Hrafn segir tryggingaverndina það dýrmætasta og henni má ekki fórna. Jú, það er rétt fyrir hann og aðra hálaunaða starfsmenn lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Fyrir þá er hún flott, því þeir hafa ekkert með TR, öðru nafni skerðingarstofnun ríkisins, að gera. Þeir Hrafn og aðrir hátekjumenn ASÍ, BSRB og SA missa ekki styrki og eru ekki keðjuverkandi skertir í mínus og vinna ekki þannig að þeir verði að borga fyrir að vinna, ekki bara öll launin, heldur meira en það og fara í mínus. Nei, séreignin er það eina sem láglaunþeginn á og vonandi velja allir almennir launþegar að ávaxta 3,5% þar og þá á ekki í áhættufjárfestingu, heldur þar sem hún er örugg.Að veðja við sjálfan sig Ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin lífeyrissjóðstekna lífeyrisþega yrði aukakostnaður ríkissjóðs 37.012 milljarðar króna á ári. Örorkulífeyrir er 7.447 milljarðar og ellilífeyrir 29.565 milljarðar króna. Kostnaður ríkisins vegna atvinnutekna lífeyrisþega er 3,2 milljarðar hjá öryrkjum og 2,5 milljarðar hjá ellilífeyrisþegum eða samtals 5,7 milljarða króna. Skerðingar vegna fjármagnstekna eru um 4,5 milljarðar króna og því eru skerðingarnar um 48 milljarðar króna í heildina og þá er skatturinn ekki undir 60 milljörðum króna. Samtals eru þetta yfir 108 milljarðar króna. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonsku kerfi. Jú, það er hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur í lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú er í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Miðgildi ráðstöfunartekna eru í dag um 719.000 krónur og lágmarkslífeyrir 228.774 krónur. Fátæktarmörkin eru því í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en sárafátækt. Þá eru 300.000 króna lágmarkslaun í landinu einnig vel undir fátæktarmörkum og hvað segir það um verkalýðsfélögin, ríkið og SA, sem stjórna launastefnunni og lífeyrissjóðskerfunum á Íslandi? Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og formaður BÓTar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun