Ekki gjaldmiðilsskipti í núverandi ríkisstjórn Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júlí 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. VÍSIR/VILHELM Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir það rétt hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það sé skoðun Benedikts og Viðreisnar að hafna beri krónunni. Það sé hins vegar hlutverk stjórnmálamanna að benda á lausnir við vandamálum. Nýr gjaldmiðill er þó ekki á döfinni. „Ég held að sé mjög ólíklegt að við tökum upp annan gjaldmiðil á tímum þessarar ríkisstjórnar,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að það verður ekki breytt um gjaldmiðil nema það eigi sér aðdraganda og aðdragandinn felst meðal annars í því að menn tali um málin.“ Grein Benedikts í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem hann ítrekaði afstöðu Viðreisnar um að fundin yrði lausn á gengissveiflum íslensku krónunnar vakti nokkra athygli. Í henni sagði Benedikt Viðreisn hafa verið stofnaða til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki náist aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem standi undir nafni og bjóði upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. „Það sem hefur gerst að undanförnu er að menn sjá miklar sveiflur á gengi krónunnar á stuttum tíma. Það er auðvitað óheppilegt ástand fyrir fyrirtæki. Ég bendi á það að þetta ástand hefur ekki breyst neitt og við þurfum að vera óhrædd að tala um breytingar,“ segir Benedikt. Hann segir að í ríkisstjórnarsáttmálanum standi að flokkarnir vilji finna lausn sem dragi úr sveiflum á gengi krónunnar. „Ég hef sagt að þetta gæti gerst í einhverjum áföngum, fyrst gætum við sett okkur markmið þar sem krónunni yrði leyft að sveiflast innan ákveðins ramma og ramminn svo þrengdur.“ Lausnin gæti að mati Benedikts verið myntráð en jafnvel eitthvað annað. „Við eigum að fá tillögur frá nefnd sem er núna að störfum sem hefur þetta markmið að reyna að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Ef menn koma með aðra lausn sem leiðir til annarrar niðurstöðu þá hef ég mjög mikinn áhuga á því að við nýtum okkur hana. En myntráð er ein lausn sem margar þjóðir hafa nýtt sér.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir það rétt hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það sé skoðun Benedikts og Viðreisnar að hafna beri krónunni. Það sé hins vegar hlutverk stjórnmálamanna að benda á lausnir við vandamálum. Nýr gjaldmiðill er þó ekki á döfinni. „Ég held að sé mjög ólíklegt að við tökum upp annan gjaldmiðil á tímum þessarar ríkisstjórnar,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að það verður ekki breytt um gjaldmiðil nema það eigi sér aðdraganda og aðdragandinn felst meðal annars í því að menn tali um málin.“ Grein Benedikts í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem hann ítrekaði afstöðu Viðreisnar um að fundin yrði lausn á gengissveiflum íslensku krónunnar vakti nokkra athygli. Í henni sagði Benedikt Viðreisn hafa verið stofnaða til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki náist aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem standi undir nafni og bjóði upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. „Það sem hefur gerst að undanförnu er að menn sjá miklar sveiflur á gengi krónunnar á stuttum tíma. Það er auðvitað óheppilegt ástand fyrir fyrirtæki. Ég bendi á það að þetta ástand hefur ekki breyst neitt og við þurfum að vera óhrædd að tala um breytingar,“ segir Benedikt. Hann segir að í ríkisstjórnarsáttmálanum standi að flokkarnir vilji finna lausn sem dragi úr sveiflum á gengi krónunnar. „Ég hef sagt að þetta gæti gerst í einhverjum áföngum, fyrst gætum við sett okkur markmið þar sem krónunni yrði leyft að sveiflast innan ákveðins ramma og ramminn svo þrengdur.“ Lausnin gæti að mati Benedikts verið myntráð en jafnvel eitthvað annað. „Við eigum að fá tillögur frá nefnd sem er núna að störfum sem hefur þetta markmið að reyna að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Ef menn koma með aðra lausn sem leiðir til annarrar niðurstöðu þá hef ég mjög mikinn áhuga á því að við nýtum okkur hana. En myntráð er ein lausn sem margar þjóðir hafa nýtt sér.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira