Innlent

Ís­land ekki undan­þegið verndar­tollum ESB á kísilmálm

Kjartan Kjartansson skrifar
Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga.
Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga. Vísir

Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Tollarnir áttu að taka gildi í ágúst en var frestað um óákveðinn tíma.

Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að framkvæmdastjórn ESB hefði greint íslenskum og norskum stjórnvöldum frá þessu í gærkvöldi.

Viðskiptaráðherra Noregs staðfesti við þarlenda ríkisútvarpið í dag að Noregur yrði ekki undanþeginn tollunum á járnblendi. Afstaða Norðmanna sé að það sé andstætt EES-samningnum sem bæði Noregur og Ísland eiga aðild að.

ESB frestaði ákvörðun um tolla á Ísland og Noreg í ágúst. Þá kom fram að þeir hefðu átt að gilda í tvö hundruð daga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, sagði þá að stjórnvöld hefðu fengið frestunina með hagsmunagæslu og góðu samtalið við ESB.

„Nú fáum við kærkomið svigrúm til að halda áfram að tala fyrir íslenskum hagsmunum og benda Evrópusambandinu á að við erum mikilvægur hluti af markaðnum. Þetta er samevrópskt verkefni, það eru ekki íslenskar eða norskar vörur sem trufla markaðinn,“ sagði Þorgerður Katrín í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×