Dóra Björt hætt við formannsframboðið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 10:36 Dóra BJört er oddviti Pírata í Reykjavíkurborg. Vísir/Anton Brink Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurborg, hefur dregið framboð sitt sem formaður Pírata til baka. Hennar hugmyndir um breytingar á stefnu flokksins stuðli að óeiningu innan flokksins og dregur hún framboðið til baka til að stuðla að samstöðu. „Ég steig fram og ákvað að vera fullkomlega heiðarleg með þær hugmyndir sem ég hef talið vera bestu leiðina áfram til uppbyggingar, því ég get aðeins leitt flokkinn í átt sem ég trúi á. Meðal þeirra eru samtal um nafnbreytingu og að vera áfram opin fyrir lausnum frá hægri og vinstri,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá tíðindunum. Dóra Björt upplifir að flokkurinn hafi stefnt meira til vinstri síðustu ár í stað þess að halda sig á miðjunni. Hún segir stefnu sína á miðjuna hafa valdið meiri skjálfta innan flokksins en hún hefði viljað og hafa nokkrir sagt úr flokknum vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Dóra Björt að henni hafi fundist fegurðin við Pírata vera að þeir væru opnir fyrir fjölbreyttum lausnum, bæði frá hægri og vinstri væng stjórnmála. Hún hafi verið heiðarleg með þá stefnu en runnu á hana tvær grímur þar sem flokkurinn væri á viðkvæmum stað. „Mér þykir það miður. Ég ætlaði ekki að skapa óeiningu og sundrungu í flokknum og þvert á móti. Ég held ekki að það sé það sem flokkurinn þarfnast á þessum viðkvæma tímapunkti,“ segir Dóra Björt. „Mér hugnast ekki að taka við formennsku í flokknum með breytingu að leiðarljósi við þessar aðstæður. Vegna þess að farsæl skref breytinga krefjast samstöðu og að fólk rói í sömu átt.“ Henni þyki vænt um hreyfinguna og þar sem að tveir aðrir frambjóðendur hafi boðið fram krafta sína telur hún ekki þörf á sínum kröftum. Hún dragi framboð sitt því til baka til að stuðla að einingu og samstöðu innan flokksins en líka af virðingu við sín eigin gildi. „Þetta gefur mér aukið svigrúm til að veita störfum mínum í borgarstjórn óskipta athygli en þar eru verkin bæði brýn og mörg.“ Dóra Björt segir þessa ákvörðun ekki hafa áhrif á framboð hennar í sveitarstjórnarkosningum og hyggst hún bjóða sig fram að öllu óbreyttu. „Ég fann fyrir metnaði til að halda áfram, þannig að það er óbreytt. Ég stefni að öllu óbreyttu á að halda áfram en ætla samt að gefa mér tíma til að hugsa stöðuna í ljósi aðstæðna.“ Kosið í lok nóvember Kjósa átti um formann þann 30. október og voru Dóra Björt, Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, boðið sig fram til formanns. Vegna formgalla í fundarboði aðalfundarins þurfti að fresta kosningunni og boða til aukaaðalfundar þann 29. nóvember. Þetta er í fyrsta skipti sem Píratar hyggjast kjósa formann en hingað til hefur flokkurinn verið formannslaus, hugmynd sem hann fékk í arf frá Borgarahreyfingunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Ég steig fram og ákvað að vera fullkomlega heiðarleg með þær hugmyndir sem ég hef talið vera bestu leiðina áfram til uppbyggingar, því ég get aðeins leitt flokkinn í átt sem ég trúi á. Meðal þeirra eru samtal um nafnbreytingu og að vera áfram opin fyrir lausnum frá hægri og vinstri,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá tíðindunum. Dóra Björt upplifir að flokkurinn hafi stefnt meira til vinstri síðustu ár í stað þess að halda sig á miðjunni. Hún segir stefnu sína á miðjuna hafa valdið meiri skjálfta innan flokksins en hún hefði viljað og hafa nokkrir sagt úr flokknum vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Dóra Björt að henni hafi fundist fegurðin við Pírata vera að þeir væru opnir fyrir fjölbreyttum lausnum, bæði frá hægri og vinstri væng stjórnmála. Hún hafi verið heiðarleg með þá stefnu en runnu á hana tvær grímur þar sem flokkurinn væri á viðkvæmum stað. „Mér þykir það miður. Ég ætlaði ekki að skapa óeiningu og sundrungu í flokknum og þvert á móti. Ég held ekki að það sé það sem flokkurinn þarfnast á þessum viðkvæma tímapunkti,“ segir Dóra Björt. „Mér hugnast ekki að taka við formennsku í flokknum með breytingu að leiðarljósi við þessar aðstæður. Vegna þess að farsæl skref breytinga krefjast samstöðu og að fólk rói í sömu átt.“ Henni þyki vænt um hreyfinguna og þar sem að tveir aðrir frambjóðendur hafi boðið fram krafta sína telur hún ekki þörf á sínum kröftum. Hún dragi framboð sitt því til baka til að stuðla að einingu og samstöðu innan flokksins en líka af virðingu við sín eigin gildi. „Þetta gefur mér aukið svigrúm til að veita störfum mínum í borgarstjórn óskipta athygli en þar eru verkin bæði brýn og mörg.“ Dóra Björt segir þessa ákvörðun ekki hafa áhrif á framboð hennar í sveitarstjórnarkosningum og hyggst hún bjóða sig fram að öllu óbreyttu. „Ég fann fyrir metnaði til að halda áfram, þannig að það er óbreytt. Ég stefni að öllu óbreyttu á að halda áfram en ætla samt að gefa mér tíma til að hugsa stöðuna í ljósi aðstæðna.“ Kosið í lok nóvember Kjósa átti um formann þann 30. október og voru Dóra Björt, Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, boðið sig fram til formanns. Vegna formgalla í fundarboði aðalfundarins þurfti að fresta kosningunni og boða til aukaaðalfundar þann 29. nóvember. Þetta er í fyrsta skipti sem Píratar hyggjast kjósa formann en hingað til hefur flokkurinn verið formannslaus, hugmynd sem hann fékk í arf frá Borgarahreyfingunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira