Ekki gjaldmiðilsskipti í núverandi ríkisstjórn Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júlí 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. VÍSIR/VILHELM Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir það rétt hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það sé skoðun Benedikts og Viðreisnar að hafna beri krónunni. Það sé hins vegar hlutverk stjórnmálamanna að benda á lausnir við vandamálum. Nýr gjaldmiðill er þó ekki á döfinni. „Ég held að sé mjög ólíklegt að við tökum upp annan gjaldmiðil á tímum þessarar ríkisstjórnar,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að það verður ekki breytt um gjaldmiðil nema það eigi sér aðdraganda og aðdragandinn felst meðal annars í því að menn tali um málin.“ Grein Benedikts í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem hann ítrekaði afstöðu Viðreisnar um að fundin yrði lausn á gengissveiflum íslensku krónunnar vakti nokkra athygli. Í henni sagði Benedikt Viðreisn hafa verið stofnaða til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki náist aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem standi undir nafni og bjóði upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. „Það sem hefur gerst að undanförnu er að menn sjá miklar sveiflur á gengi krónunnar á stuttum tíma. Það er auðvitað óheppilegt ástand fyrir fyrirtæki. Ég bendi á það að þetta ástand hefur ekki breyst neitt og við þurfum að vera óhrædd að tala um breytingar,“ segir Benedikt. Hann segir að í ríkisstjórnarsáttmálanum standi að flokkarnir vilji finna lausn sem dragi úr sveiflum á gengi krónunnar. „Ég hef sagt að þetta gæti gerst í einhverjum áföngum, fyrst gætum við sett okkur markmið þar sem krónunni yrði leyft að sveiflast innan ákveðins ramma og ramminn svo þrengdur.“ Lausnin gæti að mati Benedikts verið myntráð en jafnvel eitthvað annað. „Við eigum að fá tillögur frá nefnd sem er núna að störfum sem hefur þetta markmið að reyna að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Ef menn koma með aðra lausn sem leiðir til annarrar niðurstöðu þá hef ég mjög mikinn áhuga á því að við nýtum okkur hana. En myntráð er ein lausn sem margar þjóðir hafa nýtt sér.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir það rétt hjá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það sé skoðun Benedikts og Viðreisnar að hafna beri krónunni. Það sé hins vegar hlutverk stjórnmálamanna að benda á lausnir við vandamálum. Nýr gjaldmiðill er þó ekki á döfinni. „Ég held að sé mjög ólíklegt að við tökum upp annan gjaldmiðil á tímum þessarar ríkisstjórnar,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að það verður ekki breytt um gjaldmiðil nema það eigi sér aðdraganda og aðdragandinn felst meðal annars í því að menn tali um málin.“ Grein Benedikts í Fréttablaðinu á fimmtudaginn þar sem hann ítrekaði afstöðu Viðreisnar um að fundin yrði lausn á gengissveiflum íslensku krónunnar vakti nokkra athygli. Í henni sagði Benedikt Viðreisn hafa verið stofnaða til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki náist aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem standi undir nafni og bjóði upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. „Það sem hefur gerst að undanförnu er að menn sjá miklar sveiflur á gengi krónunnar á stuttum tíma. Það er auðvitað óheppilegt ástand fyrir fyrirtæki. Ég bendi á það að þetta ástand hefur ekki breyst neitt og við þurfum að vera óhrædd að tala um breytingar,“ segir Benedikt. Hann segir að í ríkisstjórnarsáttmálanum standi að flokkarnir vilji finna lausn sem dragi úr sveiflum á gengi krónunnar. „Ég hef sagt að þetta gæti gerst í einhverjum áföngum, fyrst gætum við sett okkur markmið þar sem krónunni yrði leyft að sveiflast innan ákveðins ramma og ramminn svo þrengdur.“ Lausnin gæti að mati Benedikts verið myntráð en jafnvel eitthvað annað. „Við eigum að fá tillögur frá nefnd sem er núna að störfum sem hefur þetta markmið að reyna að draga úr sveiflum á gengi krónunnar. Ef menn koma með aðra lausn sem leiðir til annarrar niðurstöðu þá hef ég mjög mikinn áhuga á því að við nýtum okkur hana. En myntráð er ein lausn sem margar þjóðir hafa nýtt sér.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira