„Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2025 15:42 Hlédís Maren segir Diljá Mist telja að konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hledís Maren Guðmundsdóttir segir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sjálfa vera með forneskjuleg viðhorf til kvenna í kjölfar þess að Diljá gagnrýndi Hlédísi fyrir tal um frjósemisár kvenna og afneitun kveneðlis. Hlédís segir Diljá vera öfgafulla, „dáldið vók“ og hún skilyrði skoðanafrelsi kvenna við frjósemi. Diljá Mist var nýjasti gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpinu Ein pæling en þau ræddu þar um ýmislegt, þar á meðal viðhorf fyrri gestar Þórarins, Hlédísar Marenar, sem sagði að konur ættu ekki að afneita kveneðli sín og nýta sín bestu frjósemisár. Diljá undraðist þessi forneskjulegu viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum og hvatti þær til að víkka sjóndeildarhringinn. Þá skammaðist hún Þórarin fyrir að sitja þegjandi undir slíkum yfirlýsingum. „Konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn“ Hlédís Maren deildi frétt Vísis um málið á Facebook fyrr í dag og svaraði Diljá þar fullum hálsi. Hún segir þingmanninn stílísera sannleikann. „Ekki hlusta á frjósemiskukkuna. Ekki eignast börn. Ekki tjá ykkur um frjósemi,“ skrifar Hlédís í færslunni. Hlédís Maren svarar Diljá á Facebook. „Látið Diljá Mist um að tjá sig fyrir ykkur. Því Diljá telur að konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn. Eins og frjósemismál barnlausra kvenna snerti þær ekki persónulega og samfélagslega. Diljá er alveg sama um það, enda sagði hún þetta í miðri Vitundarvakningarviku Tilveru um ófrjósemi á Íslandi.“ „Á meðan Diljá kallar sjálfa sig unga íhaldskonu svona 50 sinnum í þessum þætti, kallar hún mig Halim Al. Það er heldur skopleg stílisering á sannleikanum,“ segir hún. Konur séu bundnar líffræðilegum þáttum Hlédís segist vilja að konur hafi aukið valfrelsi í lífi sínu og séu meðvitaðar um frjósemismál fyrr en síðar. „Það er fólk eins og Diljá sem taldi mér trú um að það skipti engu máli. Svo fær maður að greiða Livio margar milljónir. Fyndið hvernig það virkar,“ skrifar hún. „Því það er Diljá Mist sem er með forneskjuleg viðhorf til kvenna. Orðræða hennar er jafn regressív og hún er röklaus. Konur eru bundnar líffræðilegum þáttum sem skilyrða kveneðli. Meðal annars frjósemi. Það er ekki félagsfræði.“ „Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ Hledís segir það ansi skakka hugmyndafræði að ætla að skilyrða skoðanafrelsi kvenna við frjósemi þeirra. „Slík sjálfsmyndarpólitík er auðvitað grunnurinn af vók-hugmyndafræðinni sem ég hef gagnrýnt undanfarið. Eflaust hefur það farið illa í Diljá Mist sem er gjarnan dáldið vók. Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ spyr Hlédís. „Diljá reynir hvað hún getur að mála mig upp sem öfgafulla. Það er hún sem er öfgafull og afvegaleidd. Hún segir þáttastjórnanda að konan hans ætti að lemja hann fyrir það eitt að hlusta á mig tala. Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka. Við gerum æðri kröfur til hennar stéttar,“ skrifar hún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Diljá Mist var nýjasti gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpinu Ein pæling en þau ræddu þar um ýmislegt, þar á meðal viðhorf fyrri gestar Þórarins, Hlédísar Marenar, sem sagði að konur ættu ekki að afneita kveneðli sín og nýta sín bestu frjósemisár. Diljá undraðist þessi forneskjulegu viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum og hvatti þær til að víkka sjóndeildarhringinn. Þá skammaðist hún Þórarin fyrir að sitja þegjandi undir slíkum yfirlýsingum. „Konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn“ Hlédís Maren deildi frétt Vísis um málið á Facebook fyrr í dag og svaraði Diljá þar fullum hálsi. Hún segir þingmanninn stílísera sannleikann. „Ekki hlusta á frjósemiskukkuna. Ekki eignast börn. Ekki tjá ykkur um frjósemi,“ skrifar Hlédís í færslunni. Hlédís Maren svarar Diljá á Facebook. „Látið Diljá Mist um að tjá sig fyrir ykkur. Því Diljá telur að konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn. Eins og frjósemismál barnlausra kvenna snerti þær ekki persónulega og samfélagslega. Diljá er alveg sama um það, enda sagði hún þetta í miðri Vitundarvakningarviku Tilveru um ófrjósemi á Íslandi.“ „Á meðan Diljá kallar sjálfa sig unga íhaldskonu svona 50 sinnum í þessum þætti, kallar hún mig Halim Al. Það er heldur skopleg stílisering á sannleikanum,“ segir hún. Konur séu bundnar líffræðilegum þáttum Hlédís segist vilja að konur hafi aukið valfrelsi í lífi sínu og séu meðvitaðar um frjósemismál fyrr en síðar. „Það er fólk eins og Diljá sem taldi mér trú um að það skipti engu máli. Svo fær maður að greiða Livio margar milljónir. Fyndið hvernig það virkar,“ skrifar hún. „Því það er Diljá Mist sem er með forneskjuleg viðhorf til kvenna. Orðræða hennar er jafn regressív og hún er röklaus. Konur eru bundnar líffræðilegum þáttum sem skilyrða kveneðli. Meðal annars frjósemi. Það er ekki félagsfræði.“ „Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ Hledís segir það ansi skakka hugmyndafræði að ætla að skilyrða skoðanafrelsi kvenna við frjósemi þeirra. „Slík sjálfsmyndarpólitík er auðvitað grunnurinn af vók-hugmyndafræðinni sem ég hef gagnrýnt undanfarið. Eflaust hefur það farið illa í Diljá Mist sem er gjarnan dáldið vók. Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ spyr Hlédís. „Diljá reynir hvað hún getur að mála mig upp sem öfgafulla. Það er hún sem er öfgafull og afvegaleidd. Hún segir þáttastjórnanda að konan hans ætti að lemja hann fyrir það eitt að hlusta á mig tala. Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka. Við gerum æðri kröfur til hennar stéttar,“ skrifar hún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira