Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir miðnætti að staðartíma. Í tilkynningu frá slökkviliðinu er fólk vinsamlegast beðið um að halda sig frá svæðinu. Búið er að loka fyrir hluta Camden High Street.
Netverjar birtu myndefni af eldsvoðanum á Twitter. Myndirnar sýna markaðinn í ljósum logum og þykkan reyk sem leggur frá þakinu.
Eldurinn virðist hafa átt upptök sín fyrir ofan veitingastaðinn Honest Burger. Markaðurinn er frægur og þykir hann einkar vinsæll á meðal ferðamanna.
Af samskiptamiðlum að dæma er þungt yfir Lundúnarbúum. Margir netverjanna eru í auðsjáanlega í sárum eftir Grenfell-brunann og keppast þeir við að skrifa stöðuuppfærslur þar sem þeir brýna fyrir fólki að fara að öllu með gát og þá ekki síst slökkviliðsmönnum á vettvangi.
Danny Judge, Barþjónn sem starfar á Lockside Lounge sem er í námunda við Lock-markaðinn lýsti sinni upplifun í samtali við Telegraph:
„Eldurinn breiddist hratt út og hitinn var yfirþyrmandi. Öryggisverðirnir voru fljótir að rýma staðinn. Fólk var í algjöru áfalli.“
Um 40 milljónir manna fara um Camden markaðinn á hverju ári.
We now have ten fire engines and over 70 firefighters dealing with the #Camden Lock Market fire. Please avoid the area © @CamdenJohnny pic.twitter.com/bdi5HauCLr
— London Fire Brigade (@LondonFire) July 10, 2017