Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2017 19:52 Margir misstu heimili sín í brunanum í síðustu viku. Vísir/AFP Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. Nýju íbúðirnar standa steinsnar frá Grenfell-turni og verða tilbúnar í júlí. BBC greinir frá. Íbúðirnar eru ýmist eins, tveggja eða þriggja herbergja og eru staðsettar í götum sem liggja meðfram uppbyggingu lúxusíbúða í Kensington-hverfi í London, steinsnar frá Westfield-verslunarmiðstöðinni. „Samfélögin, bæði í Norður- og Suður-Kensington, munu sameinast á hamfaratímum sem þessum,“ er haft eftir George, íbúa á svæðinu. „Vel verður hugsað um eftirlifendur og fjölskyldur þeirra.“ Íbúðirnar munu vera fullbúnar húsgögnum en byggingarnar eru aðeins í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá Grenfell-turni. Talið er að 79 hafi látist í brunanum í vikunni sem leið. Síðan þá hafa einhverjir íbúar Grenfell-turnsins sem misstu heimili sín dvalið á hótelum. Lýst var yfir áhyggjum af því að húsnæði, sem þeim yrði útvegað til frambúðar, yrði staðsett annars staðar á landinu en nú er ljóst að svo verði ekki. Búist er við því að íbúðirnar í Kensington verði tilbúnar í lok júlí. Í Grenfell-turni voru 120 félagslegar íbúðir á vegum hins opinbera en talið er að þar hafi búið á milli 400 og 600 manns. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist opinberlega afsökunar á brunanum í Grenfell-turni en stjórn Íhaldsflokksins hefur verið sökuð um að hunsa ábendingar dánardómstjóra um að endurskoða þyrfti byggingarreglugerðir um brunavarnir. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. 19. júní 2017 12:41 Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. Nýju íbúðirnar standa steinsnar frá Grenfell-turni og verða tilbúnar í júlí. BBC greinir frá. Íbúðirnar eru ýmist eins, tveggja eða þriggja herbergja og eru staðsettar í götum sem liggja meðfram uppbyggingu lúxusíbúða í Kensington-hverfi í London, steinsnar frá Westfield-verslunarmiðstöðinni. „Samfélögin, bæði í Norður- og Suður-Kensington, munu sameinast á hamfaratímum sem þessum,“ er haft eftir George, íbúa á svæðinu. „Vel verður hugsað um eftirlifendur og fjölskyldur þeirra.“ Íbúðirnar munu vera fullbúnar húsgögnum en byggingarnar eru aðeins í um 2,5 kílómetra fjarlægð frá Grenfell-turni. Talið er að 79 hafi látist í brunanum í vikunni sem leið. Síðan þá hafa einhverjir íbúar Grenfell-turnsins sem misstu heimili sín dvalið á hótelum. Lýst var yfir áhyggjum af því að húsnæði, sem þeim yrði útvegað til frambúðar, yrði staðsett annars staðar á landinu en nú er ljóst að svo verði ekki. Búist er við því að íbúðirnar í Kensington verði tilbúnar í lok júlí. Í Grenfell-turni voru 120 félagslegar íbúðir á vegum hins opinbera en talið er að þar hafi búið á milli 400 og 600 manns. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist opinberlega afsökunar á brunanum í Grenfell-turni en stjórn Íhaldsflokksins hefur verið sökuð um að hunsa ábendingar dánardómstjóra um að endurskoða þyrfti byggingarreglugerðir um brunavarnir.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. 19. júní 2017 12:41 Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17
Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. 19. júní 2017 08:07
Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15
Óttast að 79 manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan hefur staðfest að 79 einstaklingar hafi látið lífið eða sé saknað og þar með taldir af eftir eldsvoðann í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags liðinnar viku. 19. júní 2017 12:41
Fjórir ráðherrar voru varaðir við eldhættu í háhýsum í London Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands voru varaðir við því að byggingarreglugerðir um brunavarnir tryggðu ekki öryggi íbúa og að nauðsynlegt væri að endurskoða þær. 19. júní 2017 23:37