Læknar gagnrýna Evrópudómstólinn fyrir dóm um bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 16:47 Maðurinn greindist með MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B. Engin vísindaleg gögn benda þó til orsakasamhengis þar á milli. Vísir/EPA Rekja má veikindi til bólusetninga fyrir dómi þrátt fyrir að engin vísindaleg gögn bendi til orsakasamhengis samkvæmt leiðbeiningum sem Evrópudómstóllinn gaf út í gær. Læknar furða sig á niðurstöðunni. Leiðbeiningarnar voru gefnar út í tengslum við mál fransks manns sem fékk MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B árið 1998. Maðurinn sakaði lyfjafyrirtækið sem framleiddi bóluefnið um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Engar vísindalegar rannsóknir benda til þess að samhengi sé á milli veikinda mannsins og bólusetningarinnar. Dómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að tengja mætti sjúkdóm við bólusetningu fyrir dómi ef hann gerði vart við sig eftir bólusetninguna, manneskjan hefði verið heilbrigð fyrir hana og engin fjölskyldusaga væri um slík veikindi og ef tiltölulegur fjöldi fólks veiktist á sama hátt.Franskur maður skaut máli sínu gegn framleiðanda bóluefnis til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.Vísir/GettySetur öfuga sönnunarbyrði á framleiðendur bóluefnisSérfræðingar sem CNN-fréttastöðin hefur haft samband við eru uggandi yfir afleiðingum og þýðingu tilmæla Evrópudómstólsins. Tony Fox, prófessor í lyflækningum við Konungsháskólann í London, segir að með þessu sé Evrópudómstóllinn að gefa dómstólum í Evrópu leyfi til þess að fella dóma um orsakasamhengi án þess að reiða sig á álit sérfræðinga. „Maður gæti allt eins sagt, „ef þetta bóluefni veldur MS, hvers vegna fengu þá milljónir manna sem voru bólusetttar ekki MS? Hvers vegna eru svona margir með MS sem hafa aldrei fengið þetta bóluefni?““ segir hann. Engin orsakatengsl eru á milli bólusetningar gegn lifrarbólgu B og MS-sjúkdómsins. Keith Neal, prófessor emerítus í faraldsfræði við Nottingham-háskóla, segir það jafnframt ekki koma á óvart að nokkur tilfelli MS komi upp fljótlega eftir bólusetningu á unglingsárum því að á þeim árum láti sjúkdómurinn gjarnan á sér kræla. „Það sem þeir eru að segja er að bóluefnið valdi MS-sjúkdómi sjúklings ef það er ekki hægt að sanna að það geri það ekki og það er nánast ómögulegt eins og þetta er orðað,“ segir Neal sem telur leiðbeiningar dómsins geta haft áhrif á öll lyf og þróun þeirra í framtíðinni. Peter Openshaw, forseti Breska ónæmisfræðifélagsins og prófessor í tilraunalækningum við Imperial College í London, segir það áhyggjuefni að Evrópudómstóllinn dómarar megi álita að bóluefni hafi valdið sjúkdómum jafnvel þó að engin vísindaleg gögn bendi til þess. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Rekja má veikindi til bólusetninga fyrir dómi þrátt fyrir að engin vísindaleg gögn bendi til orsakasamhengis samkvæmt leiðbeiningum sem Evrópudómstóllinn gaf út í gær. Læknar furða sig á niðurstöðunni. Leiðbeiningarnar voru gefnar út í tengslum við mál fransks manns sem fékk MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B árið 1998. Maðurinn sakaði lyfjafyrirtækið sem framleiddi bóluefnið um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Engar vísindalegar rannsóknir benda til þess að samhengi sé á milli veikinda mannsins og bólusetningarinnar. Dómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að tengja mætti sjúkdóm við bólusetningu fyrir dómi ef hann gerði vart við sig eftir bólusetninguna, manneskjan hefði verið heilbrigð fyrir hana og engin fjölskyldusaga væri um slík veikindi og ef tiltölulegur fjöldi fólks veiktist á sama hátt.Franskur maður skaut máli sínu gegn framleiðanda bóluefnis til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.Vísir/GettySetur öfuga sönnunarbyrði á framleiðendur bóluefnisSérfræðingar sem CNN-fréttastöðin hefur haft samband við eru uggandi yfir afleiðingum og þýðingu tilmæla Evrópudómstólsins. Tony Fox, prófessor í lyflækningum við Konungsháskólann í London, segir að með þessu sé Evrópudómstóllinn að gefa dómstólum í Evrópu leyfi til þess að fella dóma um orsakasamhengi án þess að reiða sig á álit sérfræðinga. „Maður gæti allt eins sagt, „ef þetta bóluefni veldur MS, hvers vegna fengu þá milljónir manna sem voru bólusetttar ekki MS? Hvers vegna eru svona margir með MS sem hafa aldrei fengið þetta bóluefni?““ segir hann. Engin orsakatengsl eru á milli bólusetningar gegn lifrarbólgu B og MS-sjúkdómsins. Keith Neal, prófessor emerítus í faraldsfræði við Nottingham-háskóla, segir það jafnframt ekki koma á óvart að nokkur tilfelli MS komi upp fljótlega eftir bólusetningu á unglingsárum því að á þeim árum láti sjúkdómurinn gjarnan á sér kræla. „Það sem þeir eru að segja er að bóluefnið valdi MS-sjúkdómi sjúklings ef það er ekki hægt að sanna að það geri það ekki og það er nánast ómögulegt eins og þetta er orðað,“ segir Neal sem telur leiðbeiningar dómsins geta haft áhrif á öll lyf og þróun þeirra í framtíðinni. Peter Openshaw, forseti Breska ónæmisfræðifélagsins og prófessor í tilraunalækningum við Imperial College í London, segir það áhyggjuefni að Evrópudómstóllinn dómarar megi álita að bóluefni hafi valdið sjúkdómum jafnvel þó að engin vísindaleg gögn bendi til þess.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila