Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 10:30 Mörg hundruð manns bjuggu í Grenfell Tower. Vísir/AFP Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. Í frétt BBC segir að maður á jörðu niðri hafi náð að grípa ungabarn sem var sleppt út um glugga af níundu eða tíundu hæð hússins. Samira Lamrani segir í samtali við Press Association að fólk hafi birst í gluggum hússins, barið í þá og öskrað. „Gluggarnir voru aðeins opnir, kona gaf merki um að hún væri í þann mund að kasta barni sínu út um gluggann og spurði hvort einhver gæti gripið það. Einhver gerði það, maður hljóp fram og tókst að grípa barnið.“ Lamrani segist hafa séð fólk víðs vegar inni í byggingunni þar sem það barði í glugga og hrópaði á hjálp. „Við sem vorum úti sögðum þeim að við höfðum gert það sem við gátum, höfðum hringt í neyðarlínuna. En svipurinn í andliti þeirra var augljóslega dauði.“ Lamrani segir enn fremur að vinkona dóttur sinnar hafi séð fullorðinn mann reynt að komast út um gluggann og nær jörðu með einhvers konar heimagerðri fallhlíf. Hún segir að hún hafi séð fjölda fólks í gluggum, aðallega börn.
Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. Í frétt BBC segir að maður á jörðu niðri hafi náð að grípa ungabarn sem var sleppt út um glugga af níundu eða tíundu hæð hússins. Samira Lamrani segir í samtali við Press Association að fólk hafi birst í gluggum hússins, barið í þá og öskrað. „Gluggarnir voru aðeins opnir, kona gaf merki um að hún væri í þann mund að kasta barni sínu út um gluggann og spurði hvort einhver gæti gripið það. Einhver gerði það, maður hljóp fram og tókst að grípa barnið.“ Lamrani segist hafa séð fólk víðs vegar inni í byggingunni þar sem það barði í glugga og hrópaði á hjálp. „Við sem vorum úti sögðum þeim að við höfðum gert það sem við gátum, höfðum hringt í neyðarlínuna. En svipurinn í andliti þeirra var augljóslega dauði.“ Lamrani segir enn fremur að vinkona dóttur sinnar hafi séð fullorðinn mann reynt að komast út um gluggann og nær jörðu með einhvers konar heimagerðri fallhlíf. Hún segir að hún hafi séð fjölda fólks í gluggum, aðallega börn.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira