NATO þingmenn funda við landamæri Rússlands í Georgíu Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 20:30 Reikna má með að viðbrögð Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna í Georgíu síðar í mánuðinum verði enn harðari en viðbrögð þeirra við fundi þingmannanna á Svalbarða í næstu viku. Varaformaður Framsóknarflokksins segir fullkomlega eðlilegt að þingmennirnir komi saman þar til að ræða málefni norðurslóða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá hörðum viðbrögðum Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna á Svalbarða í næstu viku. En Svalbarði hefur sérstaka stöðu í alþjóðasamfélaginu þar sem eyjarnar tilheyra engri einni þjóð en lúta stjórn Noregs samkvæmt sérstöku samkomulagi. Eyjarnar eru hins vegar hernaðarlega mikilvægar fyrir Rússa og Norðurlöndin vegna legu sinnar. Rússar telja fund NATO þingmanna á Svalbarða í næstu viku vera ögrun við þá. Lilja Alfreðsdóttir sem fer fyrir hópi íslenskra þingmanna á fundinum segir svo ekki vera. „Nei það er ekki verið að gera það. Þetta er þingmannanefnd NATO. Það eru 58 þingmenn frá 18 NATO ríkjum sem eru að fara að funda þarna. NATO þingmannanefndin hefur áður fundað á Svalbarða án þess að rússnesk stjórnvöld hafi gert athugasemdir við staðsetningu fundarins,“ segir Lilja. Staðarvalið sé ekki tilviljun vegna þess að það tengist umræðuefni fundarins. „Fundurinn er skipulagður af norska Stórþinginu til þess að vekja máls á málefnum norðurslóða og Norðuríshafsins með sérstakri áherslu á loftlagsbreytingar. Þess má geta að ég mun einmitt stýra málstofu varðandi loftslagsbreytingar og málefni hafsins,“ segir Lilja. Enda séu áhrif loftslagsbreytinganna einna sýnilegastar á þessu svæði. Þingmannanefnd NATO kemur síðan saman til annars fundar hinn 26. maí næst komandi á stað sem ef til vill er enn umdeildari, eða í Georgíu. En stríð Georgíumanna og Rússa árið 2008 endaði með því að Rússar hertóku tvö héruð landsins, Suður Ossetíu og Abkasíu. „En það má ekki gleyma því að Georgía hefur verið að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í þónokkurn tíma. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að þingmannanefndin fundi þar.“En finnst þér það skynsamlegt?„Við þurfum aðeins að vega og meta hver viðbrögðin verða. En hins vegar er það svo að þingmannanefndin ákveður hvar hún fundar og mun ekki láta undan einhverjum sérstökum þrýstingi hvað það varðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Georgía NATO Rússland Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Reikna má með að viðbrögð Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna í Georgíu síðar í mánuðinum verði enn harðari en viðbrögð þeirra við fundi þingmannanna á Svalbarða í næstu viku. Varaformaður Framsóknarflokksins segir fullkomlega eðlilegt að þingmennirnir komi saman þar til að ræða málefni norðurslóða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá hörðum viðbrögðum Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna á Svalbarða í næstu viku. En Svalbarði hefur sérstaka stöðu í alþjóðasamfélaginu þar sem eyjarnar tilheyra engri einni þjóð en lúta stjórn Noregs samkvæmt sérstöku samkomulagi. Eyjarnar eru hins vegar hernaðarlega mikilvægar fyrir Rússa og Norðurlöndin vegna legu sinnar. Rússar telja fund NATO þingmanna á Svalbarða í næstu viku vera ögrun við þá. Lilja Alfreðsdóttir sem fer fyrir hópi íslenskra þingmanna á fundinum segir svo ekki vera. „Nei það er ekki verið að gera það. Þetta er þingmannanefnd NATO. Það eru 58 þingmenn frá 18 NATO ríkjum sem eru að fara að funda þarna. NATO þingmannanefndin hefur áður fundað á Svalbarða án þess að rússnesk stjórnvöld hafi gert athugasemdir við staðsetningu fundarins,“ segir Lilja. Staðarvalið sé ekki tilviljun vegna þess að það tengist umræðuefni fundarins. „Fundurinn er skipulagður af norska Stórþinginu til þess að vekja máls á málefnum norðurslóða og Norðuríshafsins með sérstakri áherslu á loftlagsbreytingar. Þess má geta að ég mun einmitt stýra málstofu varðandi loftslagsbreytingar og málefni hafsins,“ segir Lilja. Enda séu áhrif loftslagsbreytinganna einna sýnilegastar á þessu svæði. Þingmannanefnd NATO kemur síðan saman til annars fundar hinn 26. maí næst komandi á stað sem ef til vill er enn umdeildari, eða í Georgíu. En stríð Georgíumanna og Rússa árið 2008 endaði með því að Rússar hertóku tvö héruð landsins, Suður Ossetíu og Abkasíu. „En það má ekki gleyma því að Georgía hefur verið að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í þónokkurn tíma. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að þingmannanefndin fundi þar.“En finnst þér það skynsamlegt?„Við þurfum aðeins að vega og meta hver viðbrögðin verða. En hins vegar er það svo að þingmannanefndin ákveður hvar hún fundar og mun ekki láta undan einhverjum sérstökum þrýstingi hvað það varðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Georgía NATO Rússland Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira