NATO þingmenn funda við landamæri Rússlands í Georgíu Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 20:30 Reikna má með að viðbrögð Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna í Georgíu síðar í mánuðinum verði enn harðari en viðbrögð þeirra við fundi þingmannanna á Svalbarða í næstu viku. Varaformaður Framsóknarflokksins segir fullkomlega eðlilegt að þingmennirnir komi saman þar til að ræða málefni norðurslóða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá hörðum viðbrögðum Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna á Svalbarða í næstu viku. En Svalbarði hefur sérstaka stöðu í alþjóðasamfélaginu þar sem eyjarnar tilheyra engri einni þjóð en lúta stjórn Noregs samkvæmt sérstöku samkomulagi. Eyjarnar eru hins vegar hernaðarlega mikilvægar fyrir Rússa og Norðurlöndin vegna legu sinnar. Rússar telja fund NATO þingmanna á Svalbarða í næstu viku vera ögrun við þá. Lilja Alfreðsdóttir sem fer fyrir hópi íslenskra þingmanna á fundinum segir svo ekki vera. „Nei það er ekki verið að gera það. Þetta er þingmannanefnd NATO. Það eru 58 þingmenn frá 18 NATO ríkjum sem eru að fara að funda þarna. NATO þingmannanefndin hefur áður fundað á Svalbarða án þess að rússnesk stjórnvöld hafi gert athugasemdir við staðsetningu fundarins,“ segir Lilja. Staðarvalið sé ekki tilviljun vegna þess að það tengist umræðuefni fundarins. „Fundurinn er skipulagður af norska Stórþinginu til þess að vekja máls á málefnum norðurslóða og Norðuríshafsins með sérstakri áherslu á loftlagsbreytingar. Þess má geta að ég mun einmitt stýra málstofu varðandi loftslagsbreytingar og málefni hafsins,“ segir Lilja. Enda séu áhrif loftslagsbreytinganna einna sýnilegastar á þessu svæði. Þingmannanefnd NATO kemur síðan saman til annars fundar hinn 26. maí næst komandi á stað sem ef til vill er enn umdeildari, eða í Georgíu. En stríð Georgíumanna og Rússa árið 2008 endaði með því að Rússar hertóku tvö héruð landsins, Suður Ossetíu og Abkasíu. „En það má ekki gleyma því að Georgía hefur verið að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í þónokkurn tíma. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að þingmannanefndin fundi þar.“En finnst þér það skynsamlegt?„Við þurfum aðeins að vega og meta hver viðbrögðin verða. En hins vegar er það svo að þingmannanefndin ákveður hvar hún fundar og mun ekki láta undan einhverjum sérstökum þrýstingi hvað það varðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Georgía NATO Rússland Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Reikna má með að viðbrögð Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna í Georgíu síðar í mánuðinum verði enn harðari en viðbrögð þeirra við fundi þingmannanna á Svalbarða í næstu viku. Varaformaður Framsóknarflokksins segir fullkomlega eðlilegt að þingmennirnir komi saman þar til að ræða málefni norðurslóða. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá hörðum viðbrögðum Rússa við fyrirhuguðum fundi þingmanna NATO ríkjanna á Svalbarða í næstu viku. En Svalbarði hefur sérstaka stöðu í alþjóðasamfélaginu þar sem eyjarnar tilheyra engri einni þjóð en lúta stjórn Noregs samkvæmt sérstöku samkomulagi. Eyjarnar eru hins vegar hernaðarlega mikilvægar fyrir Rússa og Norðurlöndin vegna legu sinnar. Rússar telja fund NATO þingmanna á Svalbarða í næstu viku vera ögrun við þá. Lilja Alfreðsdóttir sem fer fyrir hópi íslenskra þingmanna á fundinum segir svo ekki vera. „Nei það er ekki verið að gera það. Þetta er þingmannanefnd NATO. Það eru 58 þingmenn frá 18 NATO ríkjum sem eru að fara að funda þarna. NATO þingmannanefndin hefur áður fundað á Svalbarða án þess að rússnesk stjórnvöld hafi gert athugasemdir við staðsetningu fundarins,“ segir Lilja. Staðarvalið sé ekki tilviljun vegna þess að það tengist umræðuefni fundarins. „Fundurinn er skipulagður af norska Stórþinginu til þess að vekja máls á málefnum norðurslóða og Norðuríshafsins með sérstakri áherslu á loftlagsbreytingar. Þess má geta að ég mun einmitt stýra málstofu varðandi loftslagsbreytingar og málefni hafsins,“ segir Lilja. Enda séu áhrif loftslagsbreytinganna einna sýnilegastar á þessu svæði. Þingmannanefnd NATO kemur síðan saman til annars fundar hinn 26. maí næst komandi á stað sem ef til vill er enn umdeildari, eða í Georgíu. En stríð Georgíumanna og Rússa árið 2008 endaði með því að Rússar hertóku tvö héruð landsins, Suður Ossetíu og Abkasíu. „En það má ekki gleyma því að Georgía hefur verið að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu í þónokkurn tíma. Þannig að það er ekkert óeðlilegt að þingmannanefndin fundi þar.“En finnst þér það skynsamlegt?„Við þurfum aðeins að vega og meta hver viðbrögðin verða. En hins vegar er það svo að þingmannanefndin ákveður hvar hún fundar og mun ekki láta undan einhverjum sérstökum þrýstingi hvað það varðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Georgía NATO Rússland Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira