Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2017 23:04 Úr leik liðanna í gær. vísir/ernir Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Í yfirlýsingunni segir að mannleg mistök hafi átt sér stað og enginn ásetningur hafi verið fyrir hendi. Stjarnan harmar niðurstöðu mótanefndar HSÍ og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ eftir leikinn í gær. Í yfirlýsingunni segir að Gróttu hafi gefist tækifæri til að gefa frá sér yfirlýsingu um að úrslitin myndu standa en það hafi ekki verið gert. Þá kemur einnig fram að Stjarnan muni óska eftir endurupptöku ákvörðunar í málinu. Liðin mætast í þriðja sinn í TM-höllinni í Garðabæ annað kvöld og með sigri þar tryggir Grótta sér sæti í úrslitaeinvíginu.Yfirlýsing Stjörnunnar: Handknattleiksdeild Stjörnunnar barst niðurstaða mótanefndar HSÍ um að Stjarnan hefði notað ólöglegan leikmann í leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta. Niðurstaða mótanefndar HSÍ er að Stjarnan hafi tapað leiknum 10-0. Málsatvik voru á þann veg að leikmaður Stjörnunnar nr. 17, Nataly Sæunn Valencia, tók þátt í leiknum en var ekki á leikskýrslu. Handknattleiksdeild Stjörnunnar viðurkennir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Það er alveg skýrt af hálfu handkattleiksdeildar að engin ásetningur hafi verið fyrir hendi. Ljóst er að handknattleiksdeild Gróttu fékk tækifæri til að gefa yfirlýsingu um að úrslit leiksins myndu standa og óskaði handknattleiksdeild Stjörnunnar eftir því. Handknattleikdeild Gróttu tók þá ákvörðun að aðhafast ekkert frekar í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir forsvarsmanna handknattleiksdeildar Stjörnunnar og stendur því úrskurður mótanefndar HSÍ og Gróttu dæmdur sigur í leiknum. Handknattleiksdeild Stjörnunnar harmar niðurstöðu mótsnefndar hsí og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ. Stjarnan telur þessa niðurstöðu íþróttinni ekki til framdráttar. Handknattleiksdeild Stjörnunnar mun senda inn ósk um endurupptöku ákvörðunar í málinu til HSÍ. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45 Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47 Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardagskrá fer fram í Hertz-höllinni í dag. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Í yfirlýsingunni segir að mannleg mistök hafi átt sér stað og enginn ásetningur hafi verið fyrir hendi. Stjarnan harmar niðurstöðu mótanefndar HSÍ og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ eftir leikinn í gær. Í yfirlýsingunni segir að Gróttu hafi gefist tækifæri til að gefa frá sér yfirlýsingu um að úrslitin myndu standa en það hafi ekki verið gert. Þá kemur einnig fram að Stjarnan muni óska eftir endurupptöku ákvörðunar í málinu. Liðin mætast í þriðja sinn í TM-höllinni í Garðabæ annað kvöld og með sigri þar tryggir Grótta sér sæti í úrslitaeinvíginu.Yfirlýsing Stjörnunnar: Handknattleiksdeild Stjörnunnar barst niðurstaða mótanefndar HSÍ um að Stjarnan hefði notað ólöglegan leikmann í leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta. Niðurstaða mótanefndar HSÍ er að Stjarnan hafi tapað leiknum 10-0. Málsatvik voru á þann veg að leikmaður Stjörnunnar nr. 17, Nataly Sæunn Valencia, tók þátt í leiknum en var ekki á leikskýrslu. Handknattleiksdeild Stjörnunnar viðurkennir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Það er alveg skýrt af hálfu handkattleiksdeildar að engin ásetningur hafi verið fyrir hendi. Ljóst er að handknattleiksdeild Gróttu fékk tækifæri til að gefa yfirlýsingu um að úrslit leiksins myndu standa og óskaði handknattleiksdeild Stjörnunnar eftir því. Handknattleikdeild Gróttu tók þá ákvörðun að aðhafast ekkert frekar í málinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir forsvarsmanna handknattleiksdeildar Stjörnunnar og stendur því úrskurður mótanefndar HSÍ og Gróttu dæmdur sigur í leiknum. Handknattleiksdeild Stjörnunnar harmar niðurstöðu mótsnefndar hsí og tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu til HSÍ. Stjarnan telur þessa niðurstöðu íþróttinni ekki til framdráttar. Handknattleiksdeild Stjörnunnar mun senda inn ósk um endurupptöku ákvörðunar í málinu til HSÍ.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45 Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47 Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardagskrá fer fram í Hertz-höllinni í dag. 24. apríl 2017 07:00 Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 22-25 | Stjarnan jafnaði metin Stjarnan jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu gegn Gróttu í Olís-deild kvenna, en Stjarnan vann annan leik liðanna í Hertz-hellinum í dag, 25-22. Stjarnan leiddi í hálfleik 15-12. Staðan í einvíginu er því 1-1. 23. apríl 2017 15:45
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33
Ekki skráð á skýrslu og fær ekki að spila meira All sérstakt atvik kom upp í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem nú stendur yfir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 23. apríl 2017 14:47
Fimmtugsafmæli Gróttu fagnað út alla vikuna Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi verður fimmtíu ára í dag. Um þúsund iðkendur eru hjá íþróttafélaginu sem býður upp á handbolta, fótbolta og fimleika. Hátíðardagskrá fer fram í Hertz-höllinni í dag. 24. apríl 2017 07:00