Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 11:42 Atvikið á að hafa gerst á lögreglustöðinni Hverfisgötu 16. maí 2016. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka sé til af atvikinu. vísir/gva Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir brot í starfi fór offari og gætti ekki lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu og fyrir dómara, segir í ákæru yfir manninum. Hann er sakaður um að hafa beitt fangann ofbeldi með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á hnakka, ökkla og rifbeini. Í ákærunni segir að lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafi handjárnað fangann fyrir framan búk, tekið um hálsmálið á peysu hans, ýtt honum upp að vegg og tekið hann niður í gólfið. Þá hafi hann sett hægra hné sitt á bringu fangans, haldið enn um peysu hans við hálsmál og skellt höfði hans tvisvar í gólfið. Jafnframt segir að lögreglumaðurinn hafi ógnað fanganum með því að halda krepptum hnefa sínum framan við andlit hans og því næst dregið hann, með því að halda í föt hans, út fangaganginn og að lyftu í fangageymslu. Fanginn hlaut af þessu blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla og grunur var um riftbrot á einu rifi vinstra megin. Hann krefst tveggja milljóna króna úr hendi lögreglumannsins í skaðabætur. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í maí í fyrra í fangelsinu á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn starfaði í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en honum var vikið tímabundið frá störfum fyrr í þessum mánuði. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél sýni atvikið vel. Rannsókn málsins er á forræði héraðssaksóknara, en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Tengdar fréttir Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12 Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir brot í starfi fór offari og gætti ekki lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu og fyrir dómara, segir í ákæru yfir manninum. Hann er sakaður um að hafa beitt fangann ofbeldi með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á hnakka, ökkla og rifbeini. Í ákærunni segir að lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafi handjárnað fangann fyrir framan búk, tekið um hálsmálið á peysu hans, ýtt honum upp að vegg og tekið hann niður í gólfið. Þá hafi hann sett hægra hné sitt á bringu fangans, haldið enn um peysu hans við hálsmál og skellt höfði hans tvisvar í gólfið. Jafnframt segir að lögreglumaðurinn hafi ógnað fanganum með því að halda krepptum hnefa sínum framan við andlit hans og því næst dregið hann, með því að halda í föt hans, út fangaganginn og að lyftu í fangageymslu. Fanginn hlaut af þessu blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla og grunur var um riftbrot á einu rifi vinstra megin. Hann krefst tveggja milljóna króna úr hendi lögreglumannsins í skaðabætur. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í maí í fyrra í fangelsinu á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn starfaði í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en honum var vikið tímabundið frá störfum fyrr í þessum mánuði. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél sýni atvikið vel. Rannsókn málsins er á forræði héraðssaksóknara, en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði.
Tengdar fréttir Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12 Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12
Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30