Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2026 15:44 Guðmundur Karl Snæbjörnsson, fyrrverandi læknir, telur sig enn vera með lækningaleyfi þó að landlæknir hafi hann svipt hann því í fyrra. Vísir Fyrrverandi læknir sem var sviptur starfsleyfi sínu fyrir hálfu ári titlar sig enn sem slíkur á ýmsum vettvangi þrátt fyrir að það sé ólöglegt. Embætti landlæknis segist vita af málinu en það tjái sig ekki um það. Guðmundur Karl Snæbjörnsson var sviptur lækningaleyfi sínu síðasta sumar. Embætti landlæknis hefur ekki greint frá því hvers vegna hann var sviptur leyfinu. Sjálfur sagði hann að embættið hefði meðal annars vísað til yfirlýsinga hans sem væru ekki studdar vísindalegum grunni og að hann hefði misnotað starfsheiti sitt. Þrátt fyrir að Guðmundur Karl hafi ekki lengur starfsleyfi sem læknir, sem er lögverndað starfsheiti, titlar hann sig enn sem slíkur. Það gerði hann meðal annars í aðsendri grein sem Morgunblaðið birti í gær og í tölvupósti sem hann sendi ritstjórn Vísis. Í tölvupóstundirskriftinni titlar hann sig einnig „sérfræðing í heimilislækningum“. Þá er hann skráður sem læknir í vefsímaskránni já.is. Sekt eða jafnvel fangelsi liggur við því að nota starfsheitið læknir án starfsleyfis frá landlækni samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsfólk. Embætti landlæknis segist meðvitað um málið en að það geti ekki fjallað um einstök mál heilbrigðisstarfsmanna að öðru leyti í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Þegar einstaklingur notar lögverndað starfsheiti heilbrigðisstéttar án þess að vera með starfsleyfi þá freistar embættið þess að upplýsa viðkomandi að slíkt sé óheimilt,“ segir almennt um slík mál í svarinu Verði einstaklingurinn ekki við áskorun um að hætta að nota starfsheitið vísi embættið málinu til meðferðar hjá lögreglu. Ekki haft samband og kæra til meðferðar Guðmundur Karl segir við Vísi að embætti landlæknis hafi ekki haft samband við hann vegna þess að hann titli sig enn sem lækni. Stjórnsýslukæru á ákvörðun landlæknis um sviptinguna sé enn til meðferðar hjá heilbrigðisráðuneytinu. Ráðuneytið svaraði ekki fyrirspurn Vísis um hvort að slík kæra hefði borist því eða væri í vinnslu og vísaði til ákvæða um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Spurður að því hvers vegna hann titlar sig enn lækni þrátt fyrir að hafa verið sviptur leyfinu segir Guðmundur Karl að hann sé læknir og að ekki sé komin fullnaðarniðurstaða í málið. Það sé í höndum heilbrigðisráðuneytisins. Stjórnsýslukærur fresta ekki réttaráhrifum ákvarðana nema æðra stjórnvald ákveði það af sérstökum ástæðum. Nafn Guðmundar Karls er þannig hvergi að finna í starfsleyfaskrá heilbrigðisstarfsfólks sem inniheldur alla þá sem eru með starfsleyfi frá landlæknisembættinu. En ertu þá með lækningaleyfi í dag? „Ég er með það, þó ekki að áliti landlæknis, en það er ólöglegt,“ segir hann. Ástæðurnar á reiki Upphaflega hélt Guðmundur Karl því fram að landlæknir hefði svipt hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaaðgerðir. Hann vildi þó ekki veita fjölmiðlum aðgang að bréfi landlæknis þar sem hann var sviptur leyfinu. Síðar viðurkenndi Guðmundur Karl að það hefðu ekki verið ástæðurnar sem embættið gaf upp heldur símaþjónusta fyrir fjarlækningar sem hann hefði ætlað að koma á fót. Hafnaði hann því að sinnuleysi hans varðandi fyrirspurnir landlæknisembættisins um þjónustuna gæti verið ástæða til að svipta hann lækningaleyfi. Sagðist Guðmundur Karl stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar landlæknis í vinnslu í viðtali við Vísi í júní. Auglýsti ávísanir á ormalyf gegn covid á samfélagsmiðli Guðmundur Karl hefur dreift ýmsum ósannindum um bóluefni gegn Covid-19 undanfarin ár og reyndi að fá heimild til þess að skrifa í staðinn upp á ivermectin, sníkjudýralyf með enga þekkta virkni gegn veirunni, á meðan á faraldrinum stóð. Lyfjastofnun synjaði honum um leyfið og heilbrigðisráðuneytið staðfestði það árið 2021. Þáverandi læknirinn auglýsti lyfið ivermectin sem fyrirbyggjandi meðferð gegn Covid-19 og sem meðferð við sýkningu á Facebook-síðu sinni í faraldrinum. Sagðist hann þar taka við beiðnum um að hann skrifaði upp á undanþágulyfseðla fyrir fólk. Lyfjastofnun krafðist þess að Guðmundur Karl fjarlægði auglýsingarnar þar sem þær brytu gegn lyfjalögum en hann neitaði því. Taldi stofnunin broti á meðal þeirra alvarlegustu sem væri hægt að fremja gegn lögunum og reglugerð um lyfjaauglýsingar. Guðmundur Snær var í öðru sæti á framboðslista Ábyrgrar framtíðar, framboðs fólks sem var ósátt við sóttvarnaaðgerðir í faraldrinum, í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Flokkurinn fékk 42 atkvæði í kjördæminu sem var það eina þar sem hann náði að bjóða fram lista. Árið 2019 var Guðmundur Karl dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í Héraðsdómi Reykjaness. Svikin tengdust einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir. Játaði hann að hafa komið sér undan að greiða tekjuskatt upp á rúmlega tólf milljónir króna. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Embætti landlæknis Tengdar fréttir Tólf sinnum skrifað upp á ormalyf gegn Covid-19 Læknar hafa tólf sinnum skrifað upp á lyf sem er ætlað gegn þráðormum í mönnum gegn Covid-19 frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst árið 2020. Ávísanirnar kunna að hafa verið fleiri þar sem upplýsingar skortir um ástæður þess að vísað var á lyfið og innflutning einstaklinga. 5. júní 2023 07:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Guðmundur Karl Snæbjörnsson var sviptur lækningaleyfi sínu síðasta sumar. Embætti landlæknis hefur ekki greint frá því hvers vegna hann var sviptur leyfinu. Sjálfur sagði hann að embættið hefði meðal annars vísað til yfirlýsinga hans sem væru ekki studdar vísindalegum grunni og að hann hefði misnotað starfsheiti sitt. Þrátt fyrir að Guðmundur Karl hafi ekki lengur starfsleyfi sem læknir, sem er lögverndað starfsheiti, titlar hann sig enn sem slíkur. Það gerði hann meðal annars í aðsendri grein sem Morgunblaðið birti í gær og í tölvupósti sem hann sendi ritstjórn Vísis. Í tölvupóstundirskriftinni titlar hann sig einnig „sérfræðing í heimilislækningum“. Þá er hann skráður sem læknir í vefsímaskránni já.is. Sekt eða jafnvel fangelsi liggur við því að nota starfsheitið læknir án starfsleyfis frá landlækni samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsfólk. Embætti landlæknis segist meðvitað um málið en að það geti ekki fjallað um einstök mál heilbrigðisstarfsmanna að öðru leyti í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Þegar einstaklingur notar lögverndað starfsheiti heilbrigðisstéttar án þess að vera með starfsleyfi þá freistar embættið þess að upplýsa viðkomandi að slíkt sé óheimilt,“ segir almennt um slík mál í svarinu Verði einstaklingurinn ekki við áskorun um að hætta að nota starfsheitið vísi embættið málinu til meðferðar hjá lögreglu. Ekki haft samband og kæra til meðferðar Guðmundur Karl segir við Vísi að embætti landlæknis hafi ekki haft samband við hann vegna þess að hann titli sig enn sem lækni. Stjórnsýslukæru á ákvörðun landlæknis um sviptinguna sé enn til meðferðar hjá heilbrigðisráðuneytinu. Ráðuneytið svaraði ekki fyrirspurn Vísis um hvort að slík kæra hefði borist því eða væri í vinnslu og vísaði til ákvæða um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Spurður að því hvers vegna hann titlar sig enn lækni þrátt fyrir að hafa verið sviptur leyfinu segir Guðmundur Karl að hann sé læknir og að ekki sé komin fullnaðarniðurstaða í málið. Það sé í höndum heilbrigðisráðuneytisins. Stjórnsýslukærur fresta ekki réttaráhrifum ákvarðana nema æðra stjórnvald ákveði það af sérstökum ástæðum. Nafn Guðmundar Karls er þannig hvergi að finna í starfsleyfaskrá heilbrigðisstarfsfólks sem inniheldur alla þá sem eru með starfsleyfi frá landlæknisembættinu. En ertu þá með lækningaleyfi í dag? „Ég er með það, þó ekki að áliti landlæknis, en það er ólöglegt,“ segir hann. Ástæðurnar á reiki Upphaflega hélt Guðmundur Karl því fram að landlæknir hefði svipt hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaaðgerðir. Hann vildi þó ekki veita fjölmiðlum aðgang að bréfi landlæknis þar sem hann var sviptur leyfinu. Síðar viðurkenndi Guðmundur Karl að það hefðu ekki verið ástæðurnar sem embættið gaf upp heldur símaþjónusta fyrir fjarlækningar sem hann hefði ætlað að koma á fót. Hafnaði hann því að sinnuleysi hans varðandi fyrirspurnir landlæknisembættisins um þjónustuna gæti verið ástæða til að svipta hann lækningaleyfi. Sagðist Guðmundur Karl stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar landlæknis í vinnslu í viðtali við Vísi í júní. Auglýsti ávísanir á ormalyf gegn covid á samfélagsmiðli Guðmundur Karl hefur dreift ýmsum ósannindum um bóluefni gegn Covid-19 undanfarin ár og reyndi að fá heimild til þess að skrifa í staðinn upp á ivermectin, sníkjudýralyf með enga þekkta virkni gegn veirunni, á meðan á faraldrinum stóð. Lyfjastofnun synjaði honum um leyfið og heilbrigðisráðuneytið staðfestði það árið 2021. Þáverandi læknirinn auglýsti lyfið ivermectin sem fyrirbyggjandi meðferð gegn Covid-19 og sem meðferð við sýkningu á Facebook-síðu sinni í faraldrinum. Sagðist hann þar taka við beiðnum um að hann skrifaði upp á undanþágulyfseðla fyrir fólk. Lyfjastofnun krafðist þess að Guðmundur Karl fjarlægði auglýsingarnar þar sem þær brytu gegn lyfjalögum en hann neitaði því. Taldi stofnunin broti á meðal þeirra alvarlegustu sem væri hægt að fremja gegn lögunum og reglugerð um lyfjaauglýsingar. Guðmundur Snær var í öðru sæti á framboðslista Ábyrgrar framtíðar, framboðs fólks sem var ósátt við sóttvarnaaðgerðir í faraldrinum, í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Flokkurinn fékk 42 atkvæði í kjördæminu sem var það eina þar sem hann náði að bjóða fram lista. Árið 2019 var Guðmundur Karl dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í Héraðsdómi Reykjaness. Svikin tengdust einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir. Játaði hann að hafa komið sér undan að greiða tekjuskatt upp á rúmlega tólf milljónir króna.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Embætti landlæknis Tengdar fréttir Tólf sinnum skrifað upp á ormalyf gegn Covid-19 Læknar hafa tólf sinnum skrifað upp á lyf sem er ætlað gegn þráðormum í mönnum gegn Covid-19 frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst árið 2020. Ávísanirnar kunna að hafa verið fleiri þar sem upplýsingar skortir um ástæður þess að vísað var á lyfið og innflutning einstaklinga. 5. júní 2023 07:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Tólf sinnum skrifað upp á ormalyf gegn Covid-19 Læknar hafa tólf sinnum skrifað upp á lyf sem er ætlað gegn þráðormum í mönnum gegn Covid-19 frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst árið 2020. Ávísanirnar kunna að hafa verið fleiri þar sem upplýsingar skortir um ástæður þess að vísað var á lyfið og innflutning einstaklinga. 5. júní 2023 07:00