Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun í partýi á Akureyri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2017 16:21 Nauðgunin átti sér stað um verslunarmannahelgina 2014. vísir/pjetur Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Fólkið hittist í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina 2014. Aron var ásamt fjórum félögum sínum og konan með einni vinkonu sinni, en hópurinn ákvað að fara saman í eftirpartý eftir lokun skemmtistaða. Konan fékk að sofa í rúmi sem ákærði hafði til umráða í húsinu. Aron, sem neitaði sök, sagðist fyrir dómi hafa ætlað að prófa að skríða upp í rúm til hennar og athuga hvort honum yrði sparkað út úr því. Sagðist hann kannast við að hafa haft samræði við konuna en að það hafi verið með vitund og vilja hennar, en honum var gefið að sök að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi sagðist konan hafa verið ofurölvi þetta kvöld. Hún muni eftir því að hafa hitt manninn og svo þegar hún rankaði við sér með manninn ofan á sér. „Mér leið samt einhvern veginn eins og ég væri í [...]. Það var ógeðslega heitt og svona skrýtið umhverfi. Ég kannaðist ekkert við mig.“ ... „Ég næ ekki einu sinni að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast almennilega. ... ég veit, mér fannst frekar augljóst að það var verið að sofa hjá mér, ég fann alveg vel fyrir þessu. ... Ég bara náði ekki að gera neitt. ... Ég var bara hálfdauð,“ sagði konan fyrir dómi.Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við konuna gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. Lýsingar Arons á takmörkuðum viðbrögðum konunnar við atlotum hans samrýmist vel þeirri niðurstöðu að meðvitund hennar hafi verið skert vegna ölvunarástands hennar, segir í niðurstöðunni. „Viðbrögð brotaþola eftir að hún vaknaði um morguninn benda eindregið til þess að hún hafi verið illa áttuð og að tíma hafi tekið fyrir hana að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Er framburður brotaþola að mati dómsins trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Í ljósi alls þessa er það mat dómsins að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir því hversu mjög brotaþoli var ölvuð og jafnframt að hann hefði enga réttmæta ástæðu til þess að ætla að hún væri því samþykk að hann hefði við hana samræði.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Fólkið hittist í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina 2014. Aron var ásamt fjórum félögum sínum og konan með einni vinkonu sinni, en hópurinn ákvað að fara saman í eftirpartý eftir lokun skemmtistaða. Konan fékk að sofa í rúmi sem ákærði hafði til umráða í húsinu. Aron, sem neitaði sök, sagðist fyrir dómi hafa ætlað að prófa að skríða upp í rúm til hennar og athuga hvort honum yrði sparkað út úr því. Sagðist hann kannast við að hafa haft samræði við konuna en að það hafi verið með vitund og vilja hennar, en honum var gefið að sök að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi sagðist konan hafa verið ofurölvi þetta kvöld. Hún muni eftir því að hafa hitt manninn og svo þegar hún rankaði við sér með manninn ofan á sér. „Mér leið samt einhvern veginn eins og ég væri í [...]. Það var ógeðslega heitt og svona skrýtið umhverfi. Ég kannaðist ekkert við mig.“ ... „Ég næ ekki einu sinni að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast almennilega. ... ég veit, mér fannst frekar augljóst að það var verið að sofa hjá mér, ég fann alveg vel fyrir þessu. ... Ég bara náði ekki að gera neitt. ... Ég var bara hálfdauð,“ sagði konan fyrir dómi.Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við konuna gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. Lýsingar Arons á takmörkuðum viðbrögðum konunnar við atlotum hans samrýmist vel þeirri niðurstöðu að meðvitund hennar hafi verið skert vegna ölvunarástands hennar, segir í niðurstöðunni. „Viðbrögð brotaþola eftir að hún vaknaði um morguninn benda eindregið til þess að hún hafi verið illa áttuð og að tíma hafi tekið fyrir hana að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Er framburður brotaþola að mati dómsins trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Í ljósi alls þessa er það mat dómsins að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir því hversu mjög brotaþoli var ölvuð og jafnframt að hann hefði enga réttmæta ástæðu til þess að ætla að hún væri því samþykk að hann hefði við hana samræði.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira