Vilja byggja upp eigin árásagetu Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 16:56 Eldflaugavarnarkerfi af gerðinni PAC-3 í Japan. Vísir/AFP Áhrifamiklir ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu og vilja byggja upp árásagetu Japan. Þannig geti Japan jafnvel gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Hingað til hafa yfirvöld í Japan ekki viljað koma upp eigin sprengjuflugvélum og eldflaugum, en slíkt myndi kosta ríkið mjög mikið. Þess í stað hefur Japan treyst á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Aukin hernaðarumsvif Norður-Kóreu og þá sérstaklega tilraun þeirra um helgina, sem líkti eftir kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan, hafa hins valdið usla í Japan. „Ef ráðist yrði á okkur með flugvélum og skipum myndum við skjóta á móti. Að skjóta á land sem er að skjóta eldflaugum á okkur er ekkert öðruvísi. Tæknin hefur breyst og það sama má segja um eðli átaka,“ segir Itsunori Onodera, fyrrum varnarmálaráðherra Japan, við Reuters fréttaveituna. Það gæti sum sé verið betri áætlun að skjóta bogamanninn, frekar en að skjóta örvarnar hans niður, eins og Reuters orðar það. Eftir seinni heimstyrjöldina var það tekið fram í stjórnarskrá Japan að varnarlið landsins væri einmitt það. Varnarlið. Japanar hafa hins vegar verið að teygja á því ákvæði stjórnarskrárinnar um árabil. Vopn sem gætu verið notuð til að gera árásir á Norður-Kóreu myndu einnig drífa að austurströnd Kína og slíkri uppbyggingu yrði líklega ekki tekið fagnandi í Peking. Ondero segir þó að Kína búi yfir fjölda eldflauga sem þeir geti skotið að Japan. Alþjóðasamfélagið myndi líklega ekki sína mikla samúð. Einn heimildarmaður Reuters segir að ef fleiri en þremur eldflaugum yrði skotið að Japan, væri það of mikið fyrir eldflaugavarnarkerfi landsins. Mikil uppbygging á því kerfi er þó fyrirhuguð. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Áhrifamiklir ráðamenn í Japan hafa verulegar áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu og vilja byggja upp árásagetu Japan. Þannig geti Japan jafnvel gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Hingað til hafa yfirvöld í Japan ekki viljað koma upp eigin sprengjuflugvélum og eldflaugum, en slíkt myndi kosta ríkið mjög mikið. Þess í stað hefur Japan treyst á bandamenn sína í Bandaríkjunum. Aukin hernaðarumsvif Norður-Kóreu og þá sérstaklega tilraun þeirra um helgina, sem líkti eftir kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan, hafa hins valdið usla í Japan. „Ef ráðist yrði á okkur með flugvélum og skipum myndum við skjóta á móti. Að skjóta á land sem er að skjóta eldflaugum á okkur er ekkert öðruvísi. Tæknin hefur breyst og það sama má segja um eðli átaka,“ segir Itsunori Onodera, fyrrum varnarmálaráðherra Japan, við Reuters fréttaveituna. Það gæti sum sé verið betri áætlun að skjóta bogamanninn, frekar en að skjóta örvarnar hans niður, eins og Reuters orðar það. Eftir seinni heimstyrjöldina var það tekið fram í stjórnarskrá Japan að varnarlið landsins væri einmitt það. Varnarlið. Japanar hafa hins vegar verið að teygja á því ákvæði stjórnarskrárinnar um árabil. Vopn sem gætu verið notuð til að gera árásir á Norður-Kóreu myndu einnig drífa að austurströnd Kína og slíkri uppbyggingu yrði líklega ekki tekið fagnandi í Peking. Ondero segir þó að Kína búi yfir fjölda eldflauga sem þeir geti skotið að Japan. Alþjóðasamfélagið myndi líklega ekki sína mikla samúð. Einn heimildarmaður Reuters segir að ef fleiri en þremur eldflaugum yrði skotið að Japan, væri það of mikið fyrir eldflaugavarnarkerfi landsins. Mikil uppbygging á því kerfi er þó fyrirhuguð.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira