Æfðu árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2017 11:45 Kim Jong Un fylgdist með skotunum. Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir tilraunaskot fjögurra eldflauga í átt að Japan um helgina hafa verið æfingu fyrir árás á bandarískar herstöðvar í Japan. Þrjár af fjórum eldflaugum lentu í sjónum um 300 kílómetra frá ströndum Japan. Kim Jong Un, einræðisherra landsins, fylgdist með skotunum. Yfirvöld í Japan og í Bandaríkjunum hafa kallað eftir fundi öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna, en eldflaugaskot Norður-Kóreu eru brot á ályktunum ráðsins. Samkvæmt Sky News er reiknað með því að fundað verði á morgun. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn um langar vegalengdir. Fjölmörgum og umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að hægja á tilraununum.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir það virðist ríkið hafa náð árangri í vopnaáætlun sinni.Sjá einnig: Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Í kjölfar tilraunaskotanna um helgina hafa Bandaríkin flýtt uppsetningu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu. Um er að ræða svokallað Thaad-kerfi en stjórnvöld Kína hafa mótmælt þeim ætlunum harðlega. Kínverjar segja varnarkerfið ná langt inn á svæði þeirra og að það muni gjörbylta jafnvægi svæðisins. Samkvæmt frétt BBC er uppsetning Thaad-kerfisins þegar hafin og vonast er til þess að vinnunni verði lokið í apríl. Ekki væri hægt að nota Thaad-kerfið til að skjóta niður eldflaugar sem skotið væri frá Kína til Bandaríkjanna, ef ríkin stæðu í hernaði. Hins vegar myndi kerfið mögulega veita Bandaríkjamönnum mikinn fyrirvara um eldflaugaskot Kínverja. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir tilraunaskot fjögurra eldflauga í átt að Japan um helgina hafa verið æfingu fyrir árás á bandarískar herstöðvar í Japan. Þrjár af fjórum eldflaugum lentu í sjónum um 300 kílómetra frá ströndum Japan. Kim Jong Un, einræðisherra landsins, fylgdist með skotunum. Yfirvöld í Japan og í Bandaríkjunum hafa kallað eftir fundi öryggsiráðs Sameinuðu þjóðanna, en eldflaugaskot Norður-Kóreu eru brot á ályktunum ráðsins. Samkvæmt Sky News er reiknað með því að fundað verði á morgun. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn um langar vegalengdir. Fjölmörgum og umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að hægja á tilraununum.Vísir/GraphicNewsÞrátt fyrir það virðist ríkið hafa náð árangri í vopnaáætlun sinni.Sjá einnig: Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Í kjölfar tilraunaskotanna um helgina hafa Bandaríkin flýtt uppsetningu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu. Um er að ræða svokallað Thaad-kerfi en stjórnvöld Kína hafa mótmælt þeim ætlunum harðlega. Kínverjar segja varnarkerfið ná langt inn á svæði þeirra og að það muni gjörbylta jafnvægi svæðisins. Samkvæmt frétt BBC er uppsetning Thaad-kerfisins þegar hafin og vonast er til þess að vinnunni verði lokið í apríl. Ekki væri hægt að nota Thaad-kerfið til að skjóta niður eldflaugar sem skotið væri frá Kína til Bandaríkjanna, ef ríkin stæðu í hernaði. Hins vegar myndi kerfið mögulega veita Bandaríkjamönnum mikinn fyrirvara um eldflaugaskot Kínverja.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira