Páll Magnússon styður ekki áfengisfrumvarpið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 16:49 Teitur Björn, samflokksmaður Páls, leggur frumvarpið fram. Páll segist ekki stutt stóraukið aðgengi að áfengi. vísir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið svonefnda líkt og það liggur nú fyrir. Frumvarpið feli í sér stóraukið aðgengi að áfengi og að þar af leiðandi hann ekki ljáð því stuðning sinn. „Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins á sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ sagði Páll í fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í dag. Samflokksmaður Páls, Teitur Páll Einarsson, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og mælti fyrir því á Alþingi í dag. Frumvarpið felur meðal annars í sér að sala áfengis í verslunum verði heimil, en það hefur verið afar umdeilt. Páll gagnrýndi það að fram komi í greinargerð frumvarpsins um að litlar breytingar verði gerðar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu. Það sé beinlínis rangt að gera eigi litlar breytingar á lagaumhverfinu. „Ef það væri rétt þá fjallaði frumvarpið bara um það að selja áfengisverslanir á vegum ríkisins. Þá héldu sér allar aðrar reglur, takmarkanir og viðmiðanir en þær. Þá væri ekkert gert annað en að selja þessar verslanir og koma þeim í einkaeigu. Það er ekki. Frumvarpið fjallar um ýmislegt annað. Það fjallar um það að afgreiðslutími verði stórlengdur, það megi selja áfengi til miðnættis frá níu á morgnanna í öllum matvöruverslunum sem uppfylla þau skilyrði og það fjallar um að heimila auglýsingar á áfengi og allt þetta sem snýr að frumvarpinu annað heldur en einkasala ríkisins veldur því að ég get ekki stutt frumvarpið eins og það stendur,“ sagði Páll. „Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeirri afstöðu minni felist fremur umhyggja en forræðishyggja.“ Tengdar fréttir „Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið svonefnda líkt og það liggur nú fyrir. Frumvarpið feli í sér stóraukið aðgengi að áfengi og að þar af leiðandi hann ekki ljáð því stuðning sinn. „Það er best að segja það strax að ég styð það að einkaleyfi ríkisins á sölu á áfengi verði afnumið. Ef frumvarpið fjallaði bara um það þá myndi ég líka ljá því stuðning minn. En frumvarpið fjallar ekki bara um það. Það felur í sér stóraukið aðgengi að áfengi og þar stendur hnífurinn í kúnni,“ sagði Páll í fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í dag. Samflokksmaður Páls, Teitur Páll Einarsson, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og mælti fyrir því á Alþingi í dag. Frumvarpið felur meðal annars í sér að sala áfengis í verslunum verði heimil, en það hefur verið afar umdeilt. Páll gagnrýndi það að fram komi í greinargerð frumvarpsins um að litlar breytingar verði gerðar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu. Það sé beinlínis rangt að gera eigi litlar breytingar á lagaumhverfinu. „Ef það væri rétt þá fjallaði frumvarpið bara um það að selja áfengisverslanir á vegum ríkisins. Þá héldu sér allar aðrar reglur, takmarkanir og viðmiðanir en þær. Þá væri ekkert gert annað en að selja þessar verslanir og koma þeim í einkaeigu. Það er ekki. Frumvarpið fjallar um ýmislegt annað. Það fjallar um það að afgreiðslutími verði stórlengdur, það megi selja áfengi til miðnættis frá níu á morgnanna í öllum matvöruverslunum sem uppfylla þau skilyrði og það fjallar um að heimila auglýsingar á áfengi og allt þetta sem snýr að frumvarpinu annað heldur en einkasala ríkisins veldur því að ég get ekki stutt frumvarpið eins og það stendur,“ sagði Páll. „Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þeirri afstöðu minni felist fremur umhyggja en forræðishyggja.“
Tengdar fréttir „Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Forvarnir í stað forræðishyggju“ Bann við sölu áfengis á sunnudögum er ekki til þess fallið að sporna gegn óhóflegri áfengisdrykkju, segir Teitur Björn. 23. febrúar 2017 15:37