Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 21:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Fjöldi kvenna sem saka Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig hleypur nú á tugum. Bandaríska fréttasíðan Vox fjallar um málið, en í fréttaskýringu miðilsins lýsa nokkrar konur því sem fór fram þegar Trump áreitti þær kynferðislega. Framkoma Trumps í garð kvenna komst í hámæli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í október á seinasta ári þegar bandarískir fjölmiðlar komust yfir myndband af honum þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna.“„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Lýsingar kvennanna á hegðun Trumps sláandi líkar hans eigin lýsingumÍ lýsingum kvennanna sem sakað hafa Trump um kynferðislega áreitni er hegðun Trumps sláandi lík þeirri hegðun Trumps í garð kvenna sem hann stærði sig af í umræddu myndbandi. Í lýsingum þeirra kemur meðal annars fram að hann hafi ekki beðið um leyfi, heldur kyssti hann þær og káfaði á þeim án viðvörunar. Til að mynda var Jessica Leeds um borð í flugvél með Trump árið 1987 þegar hann greip skyndilega um brjóst hennar og káfaði á lærum hennar. Hún yfirgaf sæti sitt í flugvélinni og sagði ekki frá málinu þar til Trump fór í framboð. Þá var Rachel Crooks í starfi móttökuritara í Trump Tower þegar Trump kyssti hana á munninn í fyrsta skiptið sem þau hittust. Nokkrum dögum síðar bað hann hana svo um númerið hennar. Summer Zervos stendur nú í málaferlum við Trump en hún var áður keppandi í þáttunum The Apprentice. Hún hefur lýst því hvernig hann kyssti hana á munninn tvisvar sinnum á vinnutíma og hvernig hann fór með hana í bústað þegar hann hafði sagst ætla að bjóða henni út að borða þar sem hann káfaði á henni og hóf að kyssa hana með opnum munni á sama tíma og hann þrýsti sér upp að henni. Þessar þrjár konur eru einungis hluti af þeim hópi kvenna sem allar hafa lýst svipaðri hegðun Trumps í sinn garð. Kemst upp með hegðun sína þar sem hann er „stjarna“Þær konur sem lýst hafa kynferðislegri áreitni Trumps hafa jafnframt sagt frá því hve erfitt hafi verið að stíga fram með sögur sínar og tala um áreiti Trumps vegna þeirrar staðreyndar að hann er valdamikil og fræg persóna. Rétt eins og Trump hafi haldið fram sjálfur, kemst hann upp með hegðun sína vegna þess að hann er „stjarna.“ Spurður um hegðun sína í garð kvenna og hvort að hann hefði kynferðislega áreitt konur í kappræðum fyrir kosningarnar í fyrra þvertók Trump fyrir að svo hefði verið. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég“ sagði Trump þá. Neitun Trump á athæfi sínu varð til þess að fjöldi kvenna steig fram með sögur sínar og lýsti kynferðislegu áreiti Trumps í sinn garð. Talið er að um 1,5 milljónir kvenna um allan heim hafi mótmælt Trump í dag og fóru mótmæli meðal annars fram hér á Íslandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34 Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Fjöldi kvenna sem saka Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig hleypur nú á tugum. Bandaríska fréttasíðan Vox fjallar um málið, en í fréttaskýringu miðilsins lýsa nokkrar konur því sem fór fram þegar Trump áreitti þær kynferðislega. Framkoma Trumps í garð kvenna komst í hámæli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í október á seinasta ári þegar bandarískir fjölmiðlar komust yfir myndband af honum þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna.“„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“Lýsingar kvennanna á hegðun Trumps sláandi líkar hans eigin lýsingumÍ lýsingum kvennanna sem sakað hafa Trump um kynferðislega áreitni er hegðun Trumps sláandi lík þeirri hegðun Trumps í garð kvenna sem hann stærði sig af í umræddu myndbandi. Í lýsingum þeirra kemur meðal annars fram að hann hafi ekki beðið um leyfi, heldur kyssti hann þær og káfaði á þeim án viðvörunar. Til að mynda var Jessica Leeds um borð í flugvél með Trump árið 1987 þegar hann greip skyndilega um brjóst hennar og káfaði á lærum hennar. Hún yfirgaf sæti sitt í flugvélinni og sagði ekki frá málinu þar til Trump fór í framboð. Þá var Rachel Crooks í starfi móttökuritara í Trump Tower þegar Trump kyssti hana á munninn í fyrsta skiptið sem þau hittust. Nokkrum dögum síðar bað hann hana svo um númerið hennar. Summer Zervos stendur nú í málaferlum við Trump en hún var áður keppandi í þáttunum The Apprentice. Hún hefur lýst því hvernig hann kyssti hana á munninn tvisvar sinnum á vinnutíma og hvernig hann fór með hana í bústað þegar hann hafði sagst ætla að bjóða henni út að borða þar sem hann káfaði á henni og hóf að kyssa hana með opnum munni á sama tíma og hann þrýsti sér upp að henni. Þessar þrjár konur eru einungis hluti af þeim hópi kvenna sem allar hafa lýst svipaðri hegðun Trumps í sinn garð. Kemst upp með hegðun sína þar sem hann er „stjarna“Þær konur sem lýst hafa kynferðislegri áreitni Trumps hafa jafnframt sagt frá því hve erfitt hafi verið að stíga fram með sögur sínar og tala um áreiti Trumps vegna þeirrar staðreyndar að hann er valdamikil og fræg persóna. Rétt eins og Trump hafi haldið fram sjálfur, kemst hann upp með hegðun sína vegna þess að hann er „stjarna.“ Spurður um hegðun sína í garð kvenna og hvort að hann hefði kynferðislega áreitt konur í kappræðum fyrir kosningarnar í fyrra þvertók Trump fyrir að svo hefði verið. „Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég“ sagði Trump þá. Neitun Trump á athæfi sínu varð til þess að fjöldi kvenna steig fram með sögur sínar og lýsti kynferðislegu áreiti Trumps í sinn garð. Talið er að um 1,5 milljónir kvenna um allan heim hafi mótmælt Trump í dag og fóru mótmæli meðal annars fram hér á Íslandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34 Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Margmenni á Austurvelli mótmælti Donald Trump: „Eigum að sýna börnunum okkar að hatur eigi aldrei rétt á sér“ Xárene Eskander skipulagði mótmæli í Reykjavík í dag gegn Donald Trump vegna þess að henni finnst mikilvægt að hatur í garð kvenna og annarra minnihlutahópa sé ekki talið venjulegt fyrir framtíðarkynslóðum. Fjöldi fólks mætti á mótmælin. 21. janúar 2017 16:34
Konur um allan heim mótmæla Donald Trump Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær. 21. janúar 2017 10:05