Ísraelar nýta sér embættistöku Trump og hefja uppbyggingu landnemabyggða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2017 16:09 Samkvæmt alþjóðalögum eru landnemabyggðirnar taldar ólöglegar þó að Ísraelar séu því ekki sammála. Vísir/EPA Ísraelsk yfirvöld hafa samþykkt uppbyggingu hundruði húsa, á landnemabyggðum í austurhluta Jerúsalemborgar. Þetta er gert einungis tveimur dögum eftir að ríkisstjórn Donald Trump tók við völdum í Bandaríkjunum, en ríkisstjórn Obama var andsnúin uppbyggingunni. BBC greinir frá. Fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna var andsnúin uppbyggingunni þar eð henni þótti hún vega að lausn á deilum Ísraela við Palestínumenn, en sú lausn er kölluð „tveggja ríkja lausnin“ og kveður á um sjálfstætt ríki Palestínu. Landnemabyggðirnar eru jafnframt taldar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum en Ísraelar hafa ætíð véfengt þau lög. Borgaryfirvöld samþykktu í dag leyfi til uppbyggingar á 566 nýjum húsum á svæðinu en áður hafði leyfisveitingunni verið slegið á frest vegna afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna og ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem landnemabyggðirnar voru gagnrýndar. Var það í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn nýttu sér ekki neitunarvald sitt í öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir að Ísrael sé gagnrýnt á þeim vettvangi. Ísraelsk yfirvöld urðu æf vegna þeirrar ákvörðunar og sagði forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanyahu, að hún væri svívirðileg. Ísraelsk yfirvöld drógu meðal annars úr fjárframlögum sínum til Sameinuðu þjóðanna í hefndarskyni vegna þessa. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur áður sagt að hann styðji uppbygginguna á þessum svæðum, ólíkt forvera sínum og því ákváðu Ísraelar að slá atkvæðagreiðslum um heimild fyrir frekari uppbyggingu á svæðunum á frest þar til hann væri kominn í embætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ísraelsk yfirvöld hafa samþykkt uppbyggingu hundruði húsa, á landnemabyggðum í austurhluta Jerúsalemborgar. Þetta er gert einungis tveimur dögum eftir að ríkisstjórn Donald Trump tók við völdum í Bandaríkjunum, en ríkisstjórn Obama var andsnúin uppbyggingunni. BBC greinir frá. Fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna var andsnúin uppbyggingunni þar eð henni þótti hún vega að lausn á deilum Ísraela við Palestínumenn, en sú lausn er kölluð „tveggja ríkja lausnin“ og kveður á um sjálfstætt ríki Palestínu. Landnemabyggðirnar eru jafnframt taldar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum en Ísraelar hafa ætíð véfengt þau lög. Borgaryfirvöld samþykktu í dag leyfi til uppbyggingar á 566 nýjum húsum á svæðinu en áður hafði leyfisveitingunni verið slegið á frest vegna afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna og ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem landnemabyggðirnar voru gagnrýndar. Var það í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn nýttu sér ekki neitunarvald sitt í öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir að Ísrael sé gagnrýnt á þeim vettvangi. Ísraelsk yfirvöld urðu æf vegna þeirrar ákvörðunar og sagði forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanyahu, að hún væri svívirðileg. Ísraelsk yfirvöld drógu meðal annars úr fjárframlögum sínum til Sameinuðu þjóðanna í hefndarskyni vegna þessa. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur áður sagt að hann styðji uppbygginguna á þessum svæðum, ólíkt forvera sínum og því ákváðu Ísraelar að slá atkvæðagreiðslum um heimild fyrir frekari uppbyggingu á svæðunum á frest þar til hann væri kominn í embætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira