Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2016 21:00 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar. BBC greinir frá.Um 500 þúsund Ísraela búa í þessum landnemabyggðum sem byggðar voru eftir sigur Ísraela í 6 daga stríðinu árið 1967 þegar þeir hernámu svæðin jafnvel þrátt fyrir að það bryti í bága við alþjóðalög. Egyptar lögðu upphaflega fram ályktunina og kemur nokkuð á óvart að hún hafi náð í gegn en fyrirfram var búist við því að Bandaríkjamenn myndu nýta sér neitunarvald sitt til að koma í veg fyrir það. Það hafa þeir allajafna gert þegar sett er fram ályktun í ráðinu þar sem Ísraelsmenn eru gagnrýndir, þar til nú. Öll ríki ráðsins kusu með tillögunni, en Bandaríkin sátu hjá. Ísraelar eru æfir vegna þessa og hafa margir ráðamenn þar í landi sagt að Bandaríkjamenn hafi með þessu „ hreinlega yfirgefið sinn eina bandamann í Miðausturlöndum.“Ríkisstjórn Obama styður "tveggja ríkja lausnina"Ástæða þess að Bandaríkin sátu hjá er áhersla ríkisstjórnar Baracks Obama á „tveggja ríkja lausnina“ en hún kveður á um að Palestínumönnum verði gert kleyft að stofna eigið ríki í þeirri von að það geti lægt það ófriðarástand sem hefur verið fyrir botni Miðjarðarhafs síðastliðin ár. Eru frekari landnemabyggðir Ísraela á þessum svæðum talin vinna gegn því að hægt verði að stofna palestínskt ríki. Sendiherra Ísraela hjá Sameinuðu þjóðunum sagðist eftir atkvæðagreiðsluna binda vonir við að nýr aðalritari SÞ og ný ríkisstjórn Bandaríkjanna geti bætt samband Sameinuðu þjóðanna við Ísrael. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar. BBC greinir frá.Um 500 þúsund Ísraela búa í þessum landnemabyggðum sem byggðar voru eftir sigur Ísraela í 6 daga stríðinu árið 1967 þegar þeir hernámu svæðin jafnvel þrátt fyrir að það bryti í bága við alþjóðalög. Egyptar lögðu upphaflega fram ályktunina og kemur nokkuð á óvart að hún hafi náð í gegn en fyrirfram var búist við því að Bandaríkjamenn myndu nýta sér neitunarvald sitt til að koma í veg fyrir það. Það hafa þeir allajafna gert þegar sett er fram ályktun í ráðinu þar sem Ísraelsmenn eru gagnrýndir, þar til nú. Öll ríki ráðsins kusu með tillögunni, en Bandaríkin sátu hjá. Ísraelar eru æfir vegna þessa og hafa margir ráðamenn þar í landi sagt að Bandaríkjamenn hafi með þessu „ hreinlega yfirgefið sinn eina bandamann í Miðausturlöndum.“Ríkisstjórn Obama styður "tveggja ríkja lausnina"Ástæða þess að Bandaríkin sátu hjá er áhersla ríkisstjórnar Baracks Obama á „tveggja ríkja lausnina“ en hún kveður á um að Palestínumönnum verði gert kleyft að stofna eigið ríki í þeirri von að það geti lægt það ófriðarástand sem hefur verið fyrir botni Miðjarðarhafs síðastliðin ár. Eru frekari landnemabyggðir Ísraela á þessum svæðum talin vinna gegn því að hægt verði að stofna palestínskt ríki. Sendiherra Ísraela hjá Sameinuðu þjóðunum sagðist eftir atkvæðagreiðsluna binda vonir við að nýr aðalritari SÞ og ný ríkisstjórn Bandaríkjanna geti bætt samband Sameinuðu þjóðanna við Ísrael.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira