Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2017 11:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður óöruggur eftir fyrstu daga í embætti. Hann mun vera reiður yfir því að hafa ekki hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í nóvember og að ýmsir demókratar dragi lögmæti hans sem forseta af þeim sökum í efa. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar úr herbúðum Trump hafa yfirlýsingar hans um að hann hefði fengið meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu ekki kosið og yfirlýsingar um umfang fjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn hans, dregið úr afköstum Trump á fyrstu dögum forsetatíðar hans. Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, tók undir ummæli Trump um kosningasvindl í gær, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir ummælunum. Samkvæmt AP hafa öll 50 ríki Bandaríkjanna lokið talningum að fullu og hefur umfangsmikið kosningasvindl hvergi verið tilkynnt. Ef ásakanir Trump væru réttar væri um að ræða umfangsmesta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki myndi slíkt svindl enn fremur draga úr trúverðugleika kosninganna. Sean Spicer neitaði að svara spurningum fjölmiðla í gær um hvort að ríkisstjórn Trump myndi rannsaka hið meinta kosningasvindl.Eftir innsetningarathöfnina hefur Trump einblínt á fréttastofu CNN. Samkvæmt einum af heimildarmönnum AP var Trump brjálaður yfir umfjöllun CNN sem sýndi reglulega myndir af mótmælum kvenna á laugardaginn og báru þær saman við þann smærri fjölda sem mætti á innsetningarathöfnina. Í nótt greip forsetinn til Twitter, eins og svo oft áður, og hrósaði Fox News fyrir umfjöllun sína um innsetningarathöfnina. Hann sagði mest áhorf hafa verið á Fox og að það hefði verið „mörgum sinnum hærra“ en á „falskar fréttir“ CNN. Þá sagði hann almenning vera gáfaðan. Trump hefur margsinnis veist að CNN á Twitter og á öðrum vettvangi. Samkvæmt fyrstu tölum áhorfstölufyrirtækisins Nielsen, sem gefnar voru út um helgina, var umfjöllun CNN rétt. CNN tók sig þó til og svaraði Trump á Twitter með uppfærðum áhorfstölum og tók einnig fram að um 16,9 milljónir manna hafi horft á CNN á netinu.@realDonaldTrump pic.twitter.com/bTtBoNr0Bn— CNN Communications (@CNNPR) January 25, 2017 Trump hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla sem hann segir reglulega að séu óheiðarlegir og þar að auki hefur hann gagnrýnt blaðamenn persónulega á samfélagsmiðlum og á kosningafundum sínum. Nú síðast, í ræðu hjá CIA um helgina, sagðist Trump eiga í illdeilum við fjölmiðla og sagði hann fjölmiðlafólk vera „óheiðarlegasta“ fólk jarðarinnar. Í ræðunni sagði hann einnig að fólksfjöldinn sem hefði fylgst með innsetningarathöfninni hefði verið mun stærri en hann var í raun og veru. Þá sagði hann einnig að rigningin sem var á föstudaginn hefði hætt um leið og ræða hans byrjaði og sólin hefði farið að skína á hann. Hið sanna er þó að skömmu eftir að ræða Trump hófst byrjaði að rigna og sólin skein ekki á Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður óöruggur eftir fyrstu daga í embætti. Hann mun vera reiður yfir því að hafa ekki hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í nóvember og að ýmsir demókratar dragi lögmæti hans sem forseta af þeim sökum í efa. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar úr herbúðum Trump hafa yfirlýsingar hans um að hann hefði fengið meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu ekki kosið og yfirlýsingar um umfang fjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn hans, dregið úr afköstum Trump á fyrstu dögum forsetatíðar hans. Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, tók undir ummæli Trump um kosningasvindl í gær, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir ummælunum. Samkvæmt AP hafa öll 50 ríki Bandaríkjanna lokið talningum að fullu og hefur umfangsmikið kosningasvindl hvergi verið tilkynnt. Ef ásakanir Trump væru réttar væri um að ræða umfangsmesta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki myndi slíkt svindl enn fremur draga úr trúverðugleika kosninganna. Sean Spicer neitaði að svara spurningum fjölmiðla í gær um hvort að ríkisstjórn Trump myndi rannsaka hið meinta kosningasvindl.Eftir innsetningarathöfnina hefur Trump einblínt á fréttastofu CNN. Samkvæmt einum af heimildarmönnum AP var Trump brjálaður yfir umfjöllun CNN sem sýndi reglulega myndir af mótmælum kvenna á laugardaginn og báru þær saman við þann smærri fjölda sem mætti á innsetningarathöfnina. Í nótt greip forsetinn til Twitter, eins og svo oft áður, og hrósaði Fox News fyrir umfjöllun sína um innsetningarathöfnina. Hann sagði mest áhorf hafa verið á Fox og að það hefði verið „mörgum sinnum hærra“ en á „falskar fréttir“ CNN. Þá sagði hann almenning vera gáfaðan. Trump hefur margsinnis veist að CNN á Twitter og á öðrum vettvangi. Samkvæmt fyrstu tölum áhorfstölufyrirtækisins Nielsen, sem gefnar voru út um helgina, var umfjöllun CNN rétt. CNN tók sig þó til og svaraði Trump á Twitter með uppfærðum áhorfstölum og tók einnig fram að um 16,9 milljónir manna hafi horft á CNN á netinu.@realDonaldTrump pic.twitter.com/bTtBoNr0Bn— CNN Communications (@CNNPR) January 25, 2017 Trump hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla sem hann segir reglulega að séu óheiðarlegir og þar að auki hefur hann gagnrýnt blaðamenn persónulega á samfélagsmiðlum og á kosningafundum sínum. Nú síðast, í ræðu hjá CIA um helgina, sagðist Trump eiga í illdeilum við fjölmiðla og sagði hann fjölmiðlafólk vera „óheiðarlegasta“ fólk jarðarinnar. Í ræðunni sagði hann einnig að fólksfjöldinn sem hefði fylgst með innsetningarathöfninni hefði verið mun stærri en hann var í raun og veru. Þá sagði hann einnig að rigningin sem var á föstudaginn hefði hætt um leið og ræða hans byrjaði og sólin hefði farið að skína á hann. Hið sanna er þó að skömmu eftir að ræða Trump hófst byrjaði að rigna og sólin skein ekki á Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira