Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2017 11:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður óöruggur eftir fyrstu daga í embætti. Hann mun vera reiður yfir því að hafa ekki hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í nóvember og að ýmsir demókratar dragi lögmæti hans sem forseta af þeim sökum í efa. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar úr herbúðum Trump hafa yfirlýsingar hans um að hann hefði fengið meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu ekki kosið og yfirlýsingar um umfang fjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn hans, dregið úr afköstum Trump á fyrstu dögum forsetatíðar hans. Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, tók undir ummæli Trump um kosningasvindl í gær, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir ummælunum. Samkvæmt AP hafa öll 50 ríki Bandaríkjanna lokið talningum að fullu og hefur umfangsmikið kosningasvindl hvergi verið tilkynnt. Ef ásakanir Trump væru réttar væri um að ræða umfangsmesta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki myndi slíkt svindl enn fremur draga úr trúverðugleika kosninganna. Sean Spicer neitaði að svara spurningum fjölmiðla í gær um hvort að ríkisstjórn Trump myndi rannsaka hið meinta kosningasvindl.Eftir innsetningarathöfnina hefur Trump einblínt á fréttastofu CNN. Samkvæmt einum af heimildarmönnum AP var Trump brjálaður yfir umfjöllun CNN sem sýndi reglulega myndir af mótmælum kvenna á laugardaginn og báru þær saman við þann smærri fjölda sem mætti á innsetningarathöfnina. Í nótt greip forsetinn til Twitter, eins og svo oft áður, og hrósaði Fox News fyrir umfjöllun sína um innsetningarathöfnina. Hann sagði mest áhorf hafa verið á Fox og að það hefði verið „mörgum sinnum hærra“ en á „falskar fréttir“ CNN. Þá sagði hann almenning vera gáfaðan. Trump hefur margsinnis veist að CNN á Twitter og á öðrum vettvangi. Samkvæmt fyrstu tölum áhorfstölufyrirtækisins Nielsen, sem gefnar voru út um helgina, var umfjöllun CNN rétt. CNN tók sig þó til og svaraði Trump á Twitter með uppfærðum áhorfstölum og tók einnig fram að um 16,9 milljónir manna hafi horft á CNN á netinu.@realDonaldTrump pic.twitter.com/bTtBoNr0Bn— CNN Communications (@CNNPR) January 25, 2017 Trump hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla sem hann segir reglulega að séu óheiðarlegir og þar að auki hefur hann gagnrýnt blaðamenn persónulega á samfélagsmiðlum og á kosningafundum sínum. Nú síðast, í ræðu hjá CIA um helgina, sagðist Trump eiga í illdeilum við fjölmiðla og sagði hann fjölmiðlafólk vera „óheiðarlegasta“ fólk jarðarinnar. Í ræðunni sagði hann einnig að fólksfjöldinn sem hefði fylgst með innsetningarathöfninni hefði verið mun stærri en hann var í raun og veru. Þá sagði hann einnig að rigningin sem var á föstudaginn hefði hætt um leið og ræða hans byrjaði og sólin hefði farið að skína á hann. Hið sanna er þó að skömmu eftir að ræða Trump hófst byrjaði að rigna og sólin skein ekki á Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður óöruggur eftir fyrstu daga í embætti. Hann mun vera reiður yfir því að hafa ekki hlotið meirihluta atkvæða í kosningunum í nóvember og að ýmsir demókratar dragi lögmæti hans sem forseta af þeim sökum í efa. Samkvæmt heimildarmönnum AP fréttaveitunnar úr herbúðum Trump hafa yfirlýsingar hans um að hann hefði fengið meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra innflytjenda hefðu ekki kosið og yfirlýsingar um umfang fjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn hans, dregið úr afköstum Trump á fyrstu dögum forsetatíðar hans. Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, tók undir ummæli Trump um kosningasvindl í gær, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir ummælunum. Samkvæmt AP hafa öll 50 ríki Bandaríkjanna lokið talningum að fullu og hefur umfangsmikið kosningasvindl hvergi verið tilkynnt. Ef ásakanir Trump væru réttar væri um að ræða umfangsmesta kosningasvindl í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki myndi slíkt svindl enn fremur draga úr trúverðugleika kosninganna. Sean Spicer neitaði að svara spurningum fjölmiðla í gær um hvort að ríkisstjórn Trump myndi rannsaka hið meinta kosningasvindl.Eftir innsetningarathöfnina hefur Trump einblínt á fréttastofu CNN. Samkvæmt einum af heimildarmönnum AP var Trump brjálaður yfir umfjöllun CNN sem sýndi reglulega myndir af mótmælum kvenna á laugardaginn og báru þær saman við þann smærri fjölda sem mætti á innsetningarathöfnina. Í nótt greip forsetinn til Twitter, eins og svo oft áður, og hrósaði Fox News fyrir umfjöllun sína um innsetningarathöfnina. Hann sagði mest áhorf hafa verið á Fox og að það hefði verið „mörgum sinnum hærra“ en á „falskar fréttir“ CNN. Þá sagði hann almenning vera gáfaðan. Trump hefur margsinnis veist að CNN á Twitter og á öðrum vettvangi. Samkvæmt fyrstu tölum áhorfstölufyrirtækisins Nielsen, sem gefnar voru út um helgina, var umfjöllun CNN rétt. CNN tók sig þó til og svaraði Trump á Twitter með uppfærðum áhorfstölum og tók einnig fram að um 16,9 milljónir manna hafi horft á CNN á netinu.@realDonaldTrump pic.twitter.com/bTtBoNr0Bn— CNN Communications (@CNNPR) January 25, 2017 Trump hefur átt í stormasömu sambandi við fjölmiðla sem hann segir reglulega að séu óheiðarlegir og þar að auki hefur hann gagnrýnt blaðamenn persónulega á samfélagsmiðlum og á kosningafundum sínum. Nú síðast, í ræðu hjá CIA um helgina, sagðist Trump eiga í illdeilum við fjölmiðla og sagði hann fjölmiðlafólk vera „óheiðarlegasta“ fólk jarðarinnar. Í ræðunni sagði hann einnig að fólksfjöldinn sem hefði fylgst með innsetningarathöfninni hefði verið mun stærri en hann var í raun og veru. Þá sagði hann einnig að rigningin sem var á föstudaginn hefði hætt um leið og ræða hans byrjaði og sólin hefði farið að skína á hann. Hið sanna er þó að skömmu eftir að ræða Trump hófst byrjaði að rigna og sólin skein ekki á Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira