Tístið sem um ræðir er frá 7. maí í fyrra þegar Trump hafði ekki boðið sig opinberlega fram til embættis forseta. Þar segist hann hafa verið fyrstur af mögulegum frambjóðendum Repúblikanaflokksins til þess að lofa engum samdrætti á félagsaðstoð og heilbrigðisþjónustu.
I was the first & only potential GOP candidate to state there will be no cuts to Social Security, Medicare & Medicaid. Huckabee copied me.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 7, 2015
„Milljónir kusu hann og trúðu því að hann myndi standa við orð sín,“ sagði Sanders.
Hann sagði einnig að það væri ótækt að taka heilsutryggingar af 30 milljónum manna án þess að búa yfir áætlunum til að koma þar til móts við þau.