Arnór bjartsýnn á að vera með á HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2016 07:00 Á batavegi. Arnór spilar vonandi með Álaborg á Þorláksmessu. fréttablaðið/ernir „Ég er orðinn betri en ekki nógu góður til að spila,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Álaborg, í síðustu leikjum enda að glíma við meiðsli sem menn óttuðust að myndu halda honum frá HM í janúar. „Ég er með bólgur í og við lífbeinið. Ekki mjög þægilegt. Þetta er búið að vera að plaga mig í þrjár vikur. Þetta tekur sinn tíma en er loksins að skána svolítið hjá mér. Ég hef verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það hefur þó ekki komið til þess þannig að ég hef náð fínni hvíld,“ segir Arnór en hann hefur eðlilega ekki æft af fullum krafti. Tekið frí í nokkra daga og svo verið með í síðustu æfingum fyrir leiki. Það er ekki komið jólafrí í Danmörku en síðasta umferðin fyrir jól fer fram á Þorláksmessukvöld. Þar ætlar Arnór sér að spila. „Ég er að stefna á þann leik. Að vera með af fullum krafti. Miðað við hvað ég er að styrkjast tel ég það alveg vera raunhæft.“ Það tók sinn tíma um síðustu mánaðarmót að finna út hvað nákvæmlega væri að plaga Arnór. Þá leist Arnóri heldur ekkert á blikuna og fór að hafa áhyggjur af því að missa af HM í Frakklandi en þar á Ísland fyrsta leik þann 12. janúar. „Ég er orðið mikið bjartsýnni en ég var fyrir tveim vikum síðan. Þá leist mér ekkert á stöðuna. Ég var orðinn stressaður því það vissi enginn hvað nákvæmlega væri að mér. Þess utan var ég ekkert að skána. Var bara jafn slæmur á hverjum degi. Um leið og ég fór að æfa aftur þá róaðist ég. Ég er því orðinn ansi bjartsýnn á að ná HM þó svo það sé auðvitað ekkert öruggt í þessu. Ég hef samt ekkert spilað í þrjár vikur og það er engin óskastaða,“ segir Arnór en hann ætlar að gera allt sem hann getur til að fara með til Frakklands. „Ég geri allt til að ná leiknum á Þorláksmessu og svo HM. Það hefur gengið vel hjá okkur í Álaborg svo ég hef fengið fína hvíld. Það eru flestir í liðinu orðnir lemstraðir og flott að ná að fara inn í jólafrí á toppnum.“ Það verður sprettur á Arnóri og fjölskyldu því hann spilar eins og áður segir í Tönder á Þorláksmessu og svo fer fjölskyldan heim til Íslands á aðfangadag. „Maður kemur bara beint heim í steikina. Það verður voðalega ljúft,“ segir Arnór sem fær nokkra daga í frí um jólin áður en undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst formlega. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Spjót beinast að Degi sem segir orðróma um rifrildi ranga HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Sjá meira
„Ég er orðinn betri en ekki nógu góður til að spila,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Álaborg, í síðustu leikjum enda að glíma við meiðsli sem menn óttuðust að myndu halda honum frá HM í janúar. „Ég er með bólgur í og við lífbeinið. Ekki mjög þægilegt. Þetta er búið að vera að plaga mig í þrjár vikur. Þetta tekur sinn tíma en er loksins að skána svolítið hjá mér. Ég hef verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það hefur þó ekki komið til þess þannig að ég hef náð fínni hvíld,“ segir Arnór en hann hefur eðlilega ekki æft af fullum krafti. Tekið frí í nokkra daga og svo verið með í síðustu æfingum fyrir leiki. Það er ekki komið jólafrí í Danmörku en síðasta umferðin fyrir jól fer fram á Þorláksmessukvöld. Þar ætlar Arnór sér að spila. „Ég er að stefna á þann leik. Að vera með af fullum krafti. Miðað við hvað ég er að styrkjast tel ég það alveg vera raunhæft.“ Það tók sinn tíma um síðustu mánaðarmót að finna út hvað nákvæmlega væri að plaga Arnór. Þá leist Arnóri heldur ekkert á blikuna og fór að hafa áhyggjur af því að missa af HM í Frakklandi en þar á Ísland fyrsta leik þann 12. janúar. „Ég er orðið mikið bjartsýnni en ég var fyrir tveim vikum síðan. Þá leist mér ekkert á stöðuna. Ég var orðinn stressaður því það vissi enginn hvað nákvæmlega væri að mér. Þess utan var ég ekkert að skána. Var bara jafn slæmur á hverjum degi. Um leið og ég fór að æfa aftur þá róaðist ég. Ég er því orðinn ansi bjartsýnn á að ná HM þó svo það sé auðvitað ekkert öruggt í þessu. Ég hef samt ekkert spilað í þrjár vikur og það er engin óskastaða,“ segir Arnór en hann ætlar að gera allt sem hann getur til að fara með til Frakklands. „Ég geri allt til að ná leiknum á Þorláksmessu og svo HM. Það hefur gengið vel hjá okkur í Álaborg svo ég hef fengið fína hvíld. Það eru flestir í liðinu orðnir lemstraðir og flott að ná að fara inn í jólafrí á toppnum.“ Það verður sprettur á Arnóri og fjölskyldu því hann spilar eins og áður segir í Tönder á Þorláksmessu og svo fer fjölskyldan heim til Íslands á aðfangadag. „Maður kemur bara beint heim í steikina. Það verður voðalega ljúft,“ segir Arnór sem fær nokkra daga í frí um jólin áður en undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst formlega.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Spjót beinast að Degi sem segir orðróma um rifrildi ranga HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Sjá meira