Fjendur tókust í hendur og ræddu nýja ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2016 22:09 Donald Trump og Mitt Romney eftir fund þeirra í kvöld. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði nú í kvöld með Mitt Romney um mögulega stöðu fyrir Romney í ríkisstjórn Trump. Trump fundaði með fjölda fólks en fundur hans við Romney vakti sérstaklega mikla athygli vegna illskeyttra deilna þeirra á milli. Fyrr á árinu sagði Romney að Trump væri „svikahrappur“ og „falskur“. Trump brást við því með að kalla Romney „loser“ og sagði að hann hefði lúffað „eins og hundur“ fyrir Barack Obama í kosningabaráttu þeirra 2012 og leyft honum að vinna.Romney stóð fremstur í fylkingu þingmanna og ríkisstjóra Repúblikanaflokksins gegn Framboði Trump sem kölluðu sig „Never Trump“ og reyndu þeir að koma í veg fyrir að hann yrði forsetaefni flokksins. Eftir fundinn sagði Trump að hann hefði gengið „frábærlega“ og Romney sló á svipaða strengi. Hann sagði þá hafa rætt ýmis málefni varðandi ýmsa hluta heimsins. Romney hefur verið orðaður við embætti utanríkisráðherra.Trump vinnur nú að því að ræða við fjölda fólks um mögulegar stöður í ríkisstjórn sinni, en hingað til hefur hann skipað í nokkrar stöður. Allt í allt þarf hann að skipa í um fjögur þúsund stöður.Sjá einnig: Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður. Meðal þeirra sem áttu fund með Trump í dag voru James Mattis, fyrrum hershöfðingi sem þykir líklegur til að verða skipaður í stöðu varnarmálaráðherra, Rudy Giuliani og Chris Christie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áður en Trump byrjaði fundina í dag fór hann þó á Twitter. Hann brást reiður við fregnum af því að baulað hefði verið á Mike Pence, verðandi varaforseta Bandaríkjanna, á söngleiknum Hamilton í gær. Þar ræddu leikararnir við Pence um að þau væru óttaslegin um að ný ríkisstjórn myndi ekki standa vörð um þau, plánetuna, börnin og foreldra þeirra. Þá púuðu leikhúsgestir á Pence. Þá montaði Trump sig af því að hafa bundið enda á lögsókn gegn honum vegna Trump University og að hann hefði einungis þurft að greiða lítinn hluta sem þess sem fólkið sem höfðaði mál gegn honum fór fram á. Alls voru það 25 milljónir dala, eða 2,8 milljarða íslenskra króna, til þriggja fyrrverandi nemanda „háskólans“. Hann sagði að „því miður“ væri hann nú of upptekinn sem verðandi forseti til að fara með málið fyrir dómstóla. Trump sagði að málaferlin hefðu verið löng en að hann hefði unnið þau. Þá sagði hann að þetta væri það eina slæma við að hafa unnið kosningabaráttuna. Að hann hefði ekki tíma til að fara með málið alla leið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði nú í kvöld með Mitt Romney um mögulega stöðu fyrir Romney í ríkisstjórn Trump. Trump fundaði með fjölda fólks en fundur hans við Romney vakti sérstaklega mikla athygli vegna illskeyttra deilna þeirra á milli. Fyrr á árinu sagði Romney að Trump væri „svikahrappur“ og „falskur“. Trump brást við því með að kalla Romney „loser“ og sagði að hann hefði lúffað „eins og hundur“ fyrir Barack Obama í kosningabaráttu þeirra 2012 og leyft honum að vinna.Romney stóð fremstur í fylkingu þingmanna og ríkisstjóra Repúblikanaflokksins gegn Framboði Trump sem kölluðu sig „Never Trump“ og reyndu þeir að koma í veg fyrir að hann yrði forsetaefni flokksins. Eftir fundinn sagði Trump að hann hefði gengið „frábærlega“ og Romney sló á svipaða strengi. Hann sagði þá hafa rætt ýmis málefni varðandi ýmsa hluta heimsins. Romney hefur verið orðaður við embætti utanríkisráðherra.Trump vinnur nú að því að ræða við fjölda fólks um mögulegar stöður í ríkisstjórn sinni, en hingað til hefur hann skipað í nokkrar stöður. Allt í allt þarf hann að skipa í um fjögur þúsund stöður.Sjá einnig: Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður. Meðal þeirra sem áttu fund með Trump í dag voru James Mattis, fyrrum hershöfðingi sem þykir líklegur til að verða skipaður í stöðu varnarmálaráðherra, Rudy Giuliani og Chris Christie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áður en Trump byrjaði fundina í dag fór hann þó á Twitter. Hann brást reiður við fregnum af því að baulað hefði verið á Mike Pence, verðandi varaforseta Bandaríkjanna, á söngleiknum Hamilton í gær. Þar ræddu leikararnir við Pence um að þau væru óttaslegin um að ný ríkisstjórn myndi ekki standa vörð um þau, plánetuna, börnin og foreldra þeirra. Þá púuðu leikhúsgestir á Pence. Þá montaði Trump sig af því að hafa bundið enda á lögsókn gegn honum vegna Trump University og að hann hefði einungis þurft að greiða lítinn hluta sem þess sem fólkið sem höfðaði mál gegn honum fór fram á. Alls voru það 25 milljónir dala, eða 2,8 milljarða íslenskra króna, til þriggja fyrrverandi nemanda „háskólans“. Hann sagði að „því miður“ væri hann nú of upptekinn sem verðandi forseti til að fara með málið fyrir dómstóla. Trump sagði að málaferlin hefðu verið löng en að hann hefði unnið þau. Þá sagði hann að þetta væri það eina slæma við að hafa unnið kosningabaráttuna. Að hann hefði ekki tíma til að fara með málið alla leið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira