Fjendur tókust í hendur og ræddu nýja ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2016 22:09 Donald Trump og Mitt Romney eftir fund þeirra í kvöld. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði nú í kvöld með Mitt Romney um mögulega stöðu fyrir Romney í ríkisstjórn Trump. Trump fundaði með fjölda fólks en fundur hans við Romney vakti sérstaklega mikla athygli vegna illskeyttra deilna þeirra á milli. Fyrr á árinu sagði Romney að Trump væri „svikahrappur“ og „falskur“. Trump brást við því með að kalla Romney „loser“ og sagði að hann hefði lúffað „eins og hundur“ fyrir Barack Obama í kosningabaráttu þeirra 2012 og leyft honum að vinna.Romney stóð fremstur í fylkingu þingmanna og ríkisstjóra Repúblikanaflokksins gegn Framboði Trump sem kölluðu sig „Never Trump“ og reyndu þeir að koma í veg fyrir að hann yrði forsetaefni flokksins. Eftir fundinn sagði Trump að hann hefði gengið „frábærlega“ og Romney sló á svipaða strengi. Hann sagði þá hafa rætt ýmis málefni varðandi ýmsa hluta heimsins. Romney hefur verið orðaður við embætti utanríkisráðherra.Trump vinnur nú að því að ræða við fjölda fólks um mögulegar stöður í ríkisstjórn sinni, en hingað til hefur hann skipað í nokkrar stöður. Allt í allt þarf hann að skipa í um fjögur þúsund stöður.Sjá einnig: Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður. Meðal þeirra sem áttu fund með Trump í dag voru James Mattis, fyrrum hershöfðingi sem þykir líklegur til að verða skipaður í stöðu varnarmálaráðherra, Rudy Giuliani og Chris Christie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áður en Trump byrjaði fundina í dag fór hann þó á Twitter. Hann brást reiður við fregnum af því að baulað hefði verið á Mike Pence, verðandi varaforseta Bandaríkjanna, á söngleiknum Hamilton í gær. Þar ræddu leikararnir við Pence um að þau væru óttaslegin um að ný ríkisstjórn myndi ekki standa vörð um þau, plánetuna, börnin og foreldra þeirra. Þá púuðu leikhúsgestir á Pence. Þá montaði Trump sig af því að hafa bundið enda á lögsókn gegn honum vegna Trump University og að hann hefði einungis þurft að greiða lítinn hluta sem þess sem fólkið sem höfðaði mál gegn honum fór fram á. Alls voru það 25 milljónir dala, eða 2,8 milljarða íslenskra króna, til þriggja fyrrverandi nemanda „háskólans“. Hann sagði að „því miður“ væri hann nú of upptekinn sem verðandi forseti til að fara með málið fyrir dómstóla. Trump sagði að málaferlin hefðu verið löng en að hann hefði unnið þau. Þá sagði hann að þetta væri það eina slæma við að hafa unnið kosningabaráttuna. Að hann hefði ekki tíma til að fara með málið alla leið. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði nú í kvöld með Mitt Romney um mögulega stöðu fyrir Romney í ríkisstjórn Trump. Trump fundaði með fjölda fólks en fundur hans við Romney vakti sérstaklega mikla athygli vegna illskeyttra deilna þeirra á milli. Fyrr á árinu sagði Romney að Trump væri „svikahrappur“ og „falskur“. Trump brást við því með að kalla Romney „loser“ og sagði að hann hefði lúffað „eins og hundur“ fyrir Barack Obama í kosningabaráttu þeirra 2012 og leyft honum að vinna.Romney stóð fremstur í fylkingu þingmanna og ríkisstjóra Repúblikanaflokksins gegn Framboði Trump sem kölluðu sig „Never Trump“ og reyndu þeir að koma í veg fyrir að hann yrði forsetaefni flokksins. Eftir fundinn sagði Trump að hann hefði gengið „frábærlega“ og Romney sló á svipaða strengi. Hann sagði þá hafa rætt ýmis málefni varðandi ýmsa hluta heimsins. Romney hefur verið orðaður við embætti utanríkisráðherra.Trump vinnur nú að því að ræða við fjölda fólks um mögulegar stöður í ríkisstjórn sinni, en hingað til hefur hann skipað í nokkrar stöður. Allt í allt þarf hann að skipa í um fjögur þúsund stöður.Sjá einnig: Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður. Meðal þeirra sem áttu fund með Trump í dag voru James Mattis, fyrrum hershöfðingi sem þykir líklegur til að verða skipaður í stöðu varnarmálaráðherra, Rudy Giuliani og Chris Christie, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áður en Trump byrjaði fundina í dag fór hann þó á Twitter. Hann brást reiður við fregnum af því að baulað hefði verið á Mike Pence, verðandi varaforseta Bandaríkjanna, á söngleiknum Hamilton í gær. Þar ræddu leikararnir við Pence um að þau væru óttaslegin um að ný ríkisstjórn myndi ekki standa vörð um þau, plánetuna, börnin og foreldra þeirra. Þá púuðu leikhúsgestir á Pence. Þá montaði Trump sig af því að hafa bundið enda á lögsókn gegn honum vegna Trump University og að hann hefði einungis þurft að greiða lítinn hluta sem þess sem fólkið sem höfðaði mál gegn honum fór fram á. Alls voru það 25 milljónir dala, eða 2,8 milljarða íslenskra króna, til þriggja fyrrverandi nemanda „háskólans“. Hann sagði að „því miður“ væri hann nú of upptekinn sem verðandi forseti til að fara með málið fyrir dómstóla. Trump sagði að málaferlin hefðu verið löng en að hann hefði unnið þau. Þá sagði hann að þetta væri það eina slæma við að hafa unnið kosningabaráttuna. Að hann hefði ekki tíma til að fara með málið alla leið.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira