Loks eftirlit með hlerun lögreglunnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti. Samkvæmt gildandi lögum er enginn sem fylgist með því hvernig lögreglan notar hlerunarheimildir. Það eru liðin rúm 17 ár síðan sérstök nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins undir forystu Bjargar Thorarensen skilaði af sér viðamikilli skýrslu um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu. Nefndin bendir á að hlerun sé alvarlegasta röskunin á friðhelgi einkalífsins og persónuvernd og lagði til að skipaður yrði lögmaður til þess að gæta hagsmuna þess sem lögreglan fær heimild til þess að fylgjast með. Það er nauðsynlegt að mati nefndarinnar til þess að tryggja að lögreglan fylgi lagafyrirmælum og þannig verði eflt réttaröryggi borganna. Vísað er til þess að þetta fyrirkomulag sé meðal annars í Danmörku, en íslensku lögin eru byggð á dönsku löggjöfinni. Eðlilega veit sá grunaði ekki af aðgerðum lögreglu en jafn eðlilegt er að einhver hafi eftirlit með lögreglunni og gæti þess að hún fylgi settum lögum og reglum. Þetta er aldagamalt vandamál og minna má á rómverska máltækið: hver gætir varðanna sem settir eru til þess að gæta öryggis borgaranna? Á árunum 2008-2012 samþykktu dómstólar 868 heimildir fyrir símhlerun og synjuðu aðeins 6 beiðnum. Steinbergur Finnbogason héraðsdómslögmaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið og benti á alvarlega vankanta á þessu fyrirkomulagi.Á kostnað almennings Ráðherrann hafnaði tillögu nefndarinnar þegar hann lagði fyrir Alþingi árið 2007 tillögur um endurskoðun á meðferð sakamála. Að þessu leyti var áfram óbreytt fyrirkomulag. Þá lagði ég fram frumvarp þar sem sett voru inn ákvæði um réttargæslumann í samræmi við ákvæði dönsku laganna. Þótt það fengi ágætar undirtektir hjá þeim þingmönnum sem til máls tóku þá réð meira andstaða „varðanna“ svo sem embætta Ríkislögreglustjóra og Ákærendafélags Íslands (Helgi Magnús Gunnarsson) og tillagan náði ekki fram að ganga. Hagsmunaaðilarnir vildu ekki una sömu starfsskilyrðum og starfsfélagar þeirra í Danmörku og Noregi búa við og fengu því framgengt að hér væri sérákvæði á kostnað réttinda borgaranna. Nú loksins á árinu 2016 er stuðningur við tillögur nefndarinnar frá 1999. Innanríkisráðherrann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um það atriði. Ráðherrann vísar til gagnrýni frá lögmönnum um takmarkað eftirlit með símahlustunum og telur þörf á því að tryggja réttaröryggi þeirra sem sæta eftirliti lögreglu. Það er svo í höndum Alþingis að afgreiða lagabreytinguna fyrir komandi kosningar. Reynslan undanfarin 17 ár hefur væntanlega breytt afstöðu aðila sem 2007 voru andvígir tillögunni en eru núna samþykkir. Hins vegar lá það fyrir strax 1999 að það gengur ekki að láta aðila hafa eftirlit með sjálfum sér. Það þurfti ekki að bíða þennan tíma til þess að sannfærast um það. Niðurstaðan er að í fámennu þjóðfélagi ráða hagsmunaaðilar meiru um löggjöf en eðlilegt er og það er á kostnað almennings.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti. Samkvæmt gildandi lögum er enginn sem fylgist með því hvernig lögreglan notar hlerunarheimildir. Það eru liðin rúm 17 ár síðan sérstök nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins undir forystu Bjargar Thorarensen skilaði af sér viðamikilli skýrslu um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu. Nefndin bendir á að hlerun sé alvarlegasta röskunin á friðhelgi einkalífsins og persónuvernd og lagði til að skipaður yrði lögmaður til þess að gæta hagsmuna þess sem lögreglan fær heimild til þess að fylgjast með. Það er nauðsynlegt að mati nefndarinnar til þess að tryggja að lögreglan fylgi lagafyrirmælum og þannig verði eflt réttaröryggi borganna. Vísað er til þess að þetta fyrirkomulag sé meðal annars í Danmörku, en íslensku lögin eru byggð á dönsku löggjöfinni. Eðlilega veit sá grunaði ekki af aðgerðum lögreglu en jafn eðlilegt er að einhver hafi eftirlit með lögreglunni og gæti þess að hún fylgi settum lögum og reglum. Þetta er aldagamalt vandamál og minna má á rómverska máltækið: hver gætir varðanna sem settir eru til þess að gæta öryggis borgaranna? Á árunum 2008-2012 samþykktu dómstólar 868 heimildir fyrir símhlerun og synjuðu aðeins 6 beiðnum. Steinbergur Finnbogason héraðsdómslögmaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið og benti á alvarlega vankanta á þessu fyrirkomulagi.Á kostnað almennings Ráðherrann hafnaði tillögu nefndarinnar þegar hann lagði fyrir Alþingi árið 2007 tillögur um endurskoðun á meðferð sakamála. Að þessu leyti var áfram óbreytt fyrirkomulag. Þá lagði ég fram frumvarp þar sem sett voru inn ákvæði um réttargæslumann í samræmi við ákvæði dönsku laganna. Þótt það fengi ágætar undirtektir hjá þeim þingmönnum sem til máls tóku þá réð meira andstaða „varðanna“ svo sem embætta Ríkislögreglustjóra og Ákærendafélags Íslands (Helgi Magnús Gunnarsson) og tillagan náði ekki fram að ganga. Hagsmunaaðilarnir vildu ekki una sömu starfsskilyrðum og starfsfélagar þeirra í Danmörku og Noregi búa við og fengu því framgengt að hér væri sérákvæði á kostnað réttinda borgaranna. Nú loksins á árinu 2016 er stuðningur við tillögur nefndarinnar frá 1999. Innanríkisráðherrann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um það atriði. Ráðherrann vísar til gagnrýni frá lögmönnum um takmarkað eftirlit með símahlustunum og telur þörf á því að tryggja réttaröryggi þeirra sem sæta eftirliti lögreglu. Það er svo í höndum Alþingis að afgreiða lagabreytinguna fyrir komandi kosningar. Reynslan undanfarin 17 ár hefur væntanlega breytt afstöðu aðila sem 2007 voru andvígir tillögunni en eru núna samþykkir. Hins vegar lá það fyrir strax 1999 að það gengur ekki að láta aðila hafa eftirlit með sjálfum sér. Það þurfti ekki að bíða þennan tíma til þess að sannfærast um það. Niðurstaðan er að í fámennu þjóðfélagi ráða hagsmunaaðilar meiru um löggjöf en eðlilegt er og það er á kostnað almennings.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun