Landsliðshetja styrkti krabbameinsveikan strák um 100.000 krónur Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2016 13:47 Baldvin Rúnarsson glímir við krabbamein en er þakklátur fyrir stuðning Krabbameinsfélags Akureyrar og Jóhanns Bergs. mynd/hlaupastyrkssíða Baldvins Baldvin Rúnarsson, krabbameinsveikur fótboltastrákur frá Akureyri, fékk rausnarlegan styrk frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, landsliðsmanni í fótbolta, fyrir hálfmaraþonið sem hann hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar í Reykjavíkurmaraþoninu. Baldvin er Þórsari sem spilaði fyrir Magna á Grenivík árið 2014 en fyrir þremur árum greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að berjast við. Hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og vill safna einni milljóna króna til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar sem bjargaði honum um íbúð þegar Baldvin þurfti að flytja til Reykjavíkur á meðan geisla- og lyfjameðferðinni stóð.Jóhann Berg lék alla leiki Íslands á EM.vísir/gettyRausnarlegur sóknarmaður Jóhann Berg styrkir Baldvin og þar af leiðandi Krabbameinsfélag Akureyrar um 100.000 krónur en Jóhann skildi eftir einföld skilaboð á söfnunarsíðu Baldvins: „Vel Gert gamli!“ Myndarlegur styrkur Jóhanns Bergs lyfti Baldvini upp í fimmta sæti yfir þá sem hafa safnað mest en hann hefur í heildina safnað 386.500 krónum þegar þetta er skrifað. Hann er þó enn ekki hálfnaður að takmarki sínu en hægt er að gera eins og Jóhann og styrkja Baldvin með því að fara á síðuna hans á vef Hlaupastyrks. Baldvin þakkar Jóhanni Berg fyrir sig á Twitter þar sem hann einfaldlega sýnir skjámynd af upphæðinni sem landsliðshetjan lagði til og skrifar „auðmjúkur“ á ensku í kassamerki eða #humbled. Jóhann Berg var í fréttunum fyrr í þessari viku þegar hann gekk frá vistaskiptum til Burnley en hann mun á næstu leiktíð spila í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn eftir að vera langbesti leikmaður Charlton í B-deildinni á síðustu leiktíð og standa sig vel með íslenska landsliðinu í ævintýrinu í Frakklandi.@Gudmundsson7 #humbled pic.twitter.com/uW84ZMgZy6— Baldvin Rúnarsson (@baldvinr94) July 21, 2016 Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Baldvin Rúnarsson, krabbameinsveikur fótboltastrákur frá Akureyri, fékk rausnarlegan styrk frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, landsliðsmanni í fótbolta, fyrir hálfmaraþonið sem hann hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar í Reykjavíkurmaraþoninu. Baldvin er Þórsari sem spilaði fyrir Magna á Grenivík árið 2014 en fyrir þremur árum greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að berjast við. Hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og vill safna einni milljóna króna til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar sem bjargaði honum um íbúð þegar Baldvin þurfti að flytja til Reykjavíkur á meðan geisla- og lyfjameðferðinni stóð.Jóhann Berg lék alla leiki Íslands á EM.vísir/gettyRausnarlegur sóknarmaður Jóhann Berg styrkir Baldvin og þar af leiðandi Krabbameinsfélag Akureyrar um 100.000 krónur en Jóhann skildi eftir einföld skilaboð á söfnunarsíðu Baldvins: „Vel Gert gamli!“ Myndarlegur styrkur Jóhanns Bergs lyfti Baldvini upp í fimmta sæti yfir þá sem hafa safnað mest en hann hefur í heildina safnað 386.500 krónum þegar þetta er skrifað. Hann er þó enn ekki hálfnaður að takmarki sínu en hægt er að gera eins og Jóhann og styrkja Baldvin með því að fara á síðuna hans á vef Hlaupastyrks. Baldvin þakkar Jóhanni Berg fyrir sig á Twitter þar sem hann einfaldlega sýnir skjámynd af upphæðinni sem landsliðshetjan lagði til og skrifar „auðmjúkur“ á ensku í kassamerki eða #humbled. Jóhann Berg var í fréttunum fyrr í þessari viku þegar hann gekk frá vistaskiptum til Burnley en hann mun á næstu leiktíð spila í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn eftir að vera langbesti leikmaður Charlton í B-deildinni á síðustu leiktíð og standa sig vel með íslenska landsliðinu í ævintýrinu í Frakklandi.@Gudmundsson7 #humbled pic.twitter.com/uW84ZMgZy6— Baldvin Rúnarsson (@baldvinr94) July 21, 2016
Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira