Íslenski boltinn

Sjáið vítaspyrnukeppnina í Garðabænum í heild sinni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lokaleikur 32 liða úrslita Borgunarbikars karla fór alla leið eins og sagt en úrslitin honum réðust ekki fyrr en í vítakeppni.

Stjörnumenn eru komnir í sextán liða úrslitin eftir 7-6 sigur á Ólafsvíkingum í vítakeppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Þetta var eina vítaspyrnukeppnin í 32 liða úrslitnum í ár en fimmtán lið höfðu áðir komist áfram á 90 mínútum eða eftir framlengingu.

Víkingar komust tvisvar yfir í leiknum en Stjörnumenn jöfnuðu í bæði skiptin þar á meðal tveimur mínútum fyrir leikslok í seinna skiptið.

Hörður Fannar Björgvinsson var hetjan í vítakeppninni en hann varði tvær vítaspyrnur Ólsara og það var síðan Jóhann Laxdal sem skoraði úr lokaspyrnu Stjörnunnar og tryggði sína menn áfram.

Hér fyrir neðan sjá hvernig vítaspyrnukeppnin gekk fyrir sig og í spilaranum hér fyrir ofan má síðan sjá alla vítakeppnina á Samsung vellinum í Garðabænum í kvöld.

Cristian Martinez varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar frá Guðjóni Baldvinssyni en Garðbæingar klikkuðu ekki eftir það og skoruðu úr síðustu sjö vítaspyrnum sínum.

Hörður Fannar Björgvinsson varði fyrst frá Pape Mamadou Faye og svo frá Alfreð Már Hjaltalín í þriðju umferð í bráðabana. Jóhann steig síðan fram og tryggði sínum mönnum sæti í sextán liða úrslitunum með mjög öruggri spyrnu.



Vítakeppnin:  Stjarnan - Víkingur Ó. 7-6

0-1 William Dominguez Da Silva, mark

    Guðjón Baldvinsson, varið af Cristian Martinez

0-2 Þorsteinn Már Ragnarsson, mark

1-2 Hilmar Árni Halldórsson, mark

1-3 Pontus Nordenberg, mark

2-3 Hörður Árnason, mark

    Pape Mamadou Faye, varið af Herði Fannari Björgvinssyni

3-3 Baldur Sigurðsson, mark

3-4 Egill Jónsson, mark

4-4 Jeppe Hansen, mark

4-5 Emir Dokara, mark

5-5 Eyjólfur Héðinsson, mark

5-6 Aleix Egea Acame, mark

6-6 Grétar Sigfinnur Sigurðarson, mark

    Alfreð Már Hjaltalín, varið af Herði Fannari Björgvinssyni  

7-6 Jóhann Laxdal, mark




Fleiri fréttir

Sjá meira


×