Íslenski boltinn

Keflavík vann grannaslaginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurbergur skoraði í dag.
Sigurbergur skoraði í dag. vísir/vilhelm
Keflavík vann grannaslaginn gegn Grindavík í Inkasso-deild karla og Leiknir R. náði ekki að tryggja sér stigin þrjú gegn Fjarðabyggð á heimavelli.

Magnús Þórir Matthíasson og Sigurbergur Elísson voru á skotskónum fyrir Keflavík sem unnu 2-0 sigur á Grindavík, en mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum.

Grindavík hafði fyrir leikinn unnið alla þrjá leiki sína í Inkasso-deildinni, en liðin eru nú í öðru og þriðja sæti deildarinnar; Grindavík með níu í öðru, en Keflavík því þriðja með átta.

Leiknir Reykjavík og Fjarðabyggð gerðu markalaust jafntefli í sjónvarpsleik umferðarinnar á Leiknisvelli.

Leiknir er á toppnum, taplaust með tíu stig, en Fjarðabyggð er í fimmta sætinu með fimm stig.

Úrslit og markaskorar eru fengnir frá urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×