Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 22-23 | Stjarnan í úrslit eftir spennuleik Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 2. maí 2016 21:00 vísir/ernir Stjarnan vann í kvöld Hauka, 23-22, í oddaleik um laust sæti í úrslitaviðureigninni gegn Gróttu. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan byrjaði virkilega vel í kvöld og komst liðið strax í 5-2. Leikmenn liðsins voru virkilega vel stemmdir og voru gestirnir að spila frábæran varnarleik. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust Haukar meira í takt við leikinn og fór sóknarleikur þeirra að smella betur saman og það sama má segja um varnarleikinn. Þegar lítið var eftir af hálfleiknum var staðan 10-10 en þá settu Stjörnukonur í fimmta gír og skoruðu þrjú síðustu mörkin og var staðan 13-10 eftir þrjátíu mínútna leik. Heiða Ingólfsdóttir, markvörður Stjörnunnar, far frábær í fyrri hálfleiknum og varði hún 9 bolta og var með 47% markvörslu. Haukar minnkuðu fljótalega muninn og jöfnuðu leikinn í kjölfarið. Það var allt annað sjá til liðsins og þær ætluðu sér ekki að fara í sumarfrí. Þegar 13 mínútur voru eftir var staðan 17-17 og allt á suðupunkti í DB Schenker-höllinni. Jafnt var á öllum tölum eftir það og réðust úrslitin bara þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Þá fékk Hanna Guðrún Stefánsdóttir vítakast og setti boltann í netið, 23-22, fyrir Stjörnuna. Hauka fengu tækifæri til að jafna leikinn undir blálokin en Heiða Ingólfsdóttir, markvörður Stjörnunnar, varði skot frá Ramune Pekarskyte þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst því áfram í undanúrslitin og mætir liðið Grótta. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í kvöl og átti stórleik. Heiða Ingólfsdóttir var einnig frábær í marki Stjörnunnar og varði 16 skot. Hanna: Ég er alveg búin á því og titra bara„Ég er alveg búin á því, ég get alveg sagt það núna,“ segir Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Ég titra bara, ég er svo þreytt. Síðustu átta mínúturnar voru bara djók í kvöld og enginn handbolti spilaður þá. Ég held að hausinn á okkur hafi bara reddað þessu í kvöld og sem betur fer börðumst við eins og ljón.“ Hanna segir að taugarnar hjá báðum liðum hafi verið vel þandar í kvöld. „Við vorum að taka léleg skot undir lokin og þá var auðveldara fyrir hana að verja í markinu. Síðan reyndum við bara eins og við gátum að standa vörnina vel.“ Hanna tryggði Stjörnunni sigurinn þegar hálf mínúta var eftir af leiknum úr vítakasti. „Ég hugsaði bara ekki neitt þegar ég steig á punktinn. Ég var bara með tómann hausinn og ætlaði bara að skora,“ segir Hanna sem lék í kvöld sinn 99. leik í úrslitakeppni á Íslandi. „Ég einmitt frétti það í gær og hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir hún að lokum en einvígið gegn Gróttu leggst vel í reynsluboltann. Karen: Hefðum átt að róa okkar sóknarleik undir lokin„Þetta er mjög svekkjandi, gerist ekki meira svekkjandi að tapa með einu marki,“ segir Karen Helga Díönudóttir, leikmaður Hauka, eftir tapið. „Svona er þetta bara. Í rauninni fannst mér ekkert vanta þannig upp á hjá okkur, boltinn hefði þurft að detta inn einu sinni til tvisvar hjá okkur til að þetta myndi fall okkar megin.“ Karen segir að það hafi verið dýrt að misnota víti og dauðafæri undir lokin. „Það getur svosem verið að við höfum eitthvað misst hausinn undir lokin. Það vantaði smá ró yfir okkar leik. Við hefðum átt að taka boltann bara, stilla upp í almennilega sóknir og ná í betri færi.“ Halldór: Við vorum andlega sterkari undir lokin„Þessi rimma hefur verið rosalega spennandi og það fór vel um mann undir lok leiksins, en sem betur fer fór þetta vel,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Heiða var með stórkostlega markvörslu undir blálok leiksins. Ég held í oddaleik þegar liðin eru búin að spila svona mörgum sinnum á móti hvort öðru þá snýst þetta bara um baráttu og þá fær handboltinn oft að líða fyrir það.“ Halldór segir að ákveðin seigla og andlegur styrkur Stjörnunnar hafi klárað þennan leik. „Hanna er ótrúlegur leikmaður. Hún skaffar vítin og tekur þau sjálf og ég veit að hún er mjög köld og það er alltaf gott að hafa svona týpu í liðinu,“ segir Halldór sem er spenntur fyrir einvíginu gegn Gróttu. Olís-deild kvenna Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Stjarnan vann í kvöld Hauka, 23-22, í oddaleik um laust sæti í úrslitaviðureigninni gegn Gróttu. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan byrjaði virkilega vel í kvöld og komst liðið strax í 5-2. Leikmenn liðsins voru virkilega vel stemmdir og voru gestirnir að spila frábæran varnarleik. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust Haukar meira í takt við leikinn og fór sóknarleikur þeirra að smella betur saman og það sama má segja um varnarleikinn. Þegar lítið var eftir af hálfleiknum var staðan 10-10 en þá settu Stjörnukonur í fimmta gír og skoruðu þrjú síðustu mörkin og var staðan 13-10 eftir þrjátíu mínútna leik. Heiða Ingólfsdóttir, markvörður Stjörnunnar, far frábær í fyrri hálfleiknum og varði hún 9 bolta og var með 47% markvörslu. Haukar minnkuðu fljótalega muninn og jöfnuðu leikinn í kjölfarið. Það var allt annað sjá til liðsins og þær ætluðu sér ekki að fara í sumarfrí. Þegar 13 mínútur voru eftir var staðan 17-17 og allt á suðupunkti í DB Schenker-höllinni. Jafnt var á öllum tölum eftir það og réðust úrslitin bara þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Þá fékk Hanna Guðrún Stefánsdóttir vítakast og setti boltann í netið, 23-22, fyrir Stjörnuna. Hauka fengu tækifæri til að jafna leikinn undir blálokin en Heiða Ingólfsdóttir, markvörður Stjörnunnar, varði skot frá Ramune Pekarskyte þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan komst því áfram í undanúrslitin og mætir liðið Grótta. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í kvöl og átti stórleik. Heiða Ingólfsdóttir var einnig frábær í marki Stjörnunnar og varði 16 skot. Hanna: Ég er alveg búin á því og titra bara„Ég er alveg búin á því, ég get alveg sagt það núna,“ segir Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Ég titra bara, ég er svo þreytt. Síðustu átta mínúturnar voru bara djók í kvöld og enginn handbolti spilaður þá. Ég held að hausinn á okkur hafi bara reddað þessu í kvöld og sem betur fer börðumst við eins og ljón.“ Hanna segir að taugarnar hjá báðum liðum hafi verið vel þandar í kvöld. „Við vorum að taka léleg skot undir lokin og þá var auðveldara fyrir hana að verja í markinu. Síðan reyndum við bara eins og við gátum að standa vörnina vel.“ Hanna tryggði Stjörnunni sigurinn þegar hálf mínúta var eftir af leiknum úr vítakasti. „Ég hugsaði bara ekki neitt þegar ég steig á punktinn. Ég var bara með tómann hausinn og ætlaði bara að skora,“ segir Hanna sem lék í kvöld sinn 99. leik í úrslitakeppni á Íslandi. „Ég einmitt frétti það í gær og hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir hún að lokum en einvígið gegn Gróttu leggst vel í reynsluboltann. Karen: Hefðum átt að róa okkar sóknarleik undir lokin„Þetta er mjög svekkjandi, gerist ekki meira svekkjandi að tapa með einu marki,“ segir Karen Helga Díönudóttir, leikmaður Hauka, eftir tapið. „Svona er þetta bara. Í rauninni fannst mér ekkert vanta þannig upp á hjá okkur, boltinn hefði þurft að detta inn einu sinni til tvisvar hjá okkur til að þetta myndi fall okkar megin.“ Karen segir að það hafi verið dýrt að misnota víti og dauðafæri undir lokin. „Það getur svosem verið að við höfum eitthvað misst hausinn undir lokin. Það vantaði smá ró yfir okkar leik. Við hefðum átt að taka boltann bara, stilla upp í almennilega sóknir og ná í betri færi.“ Halldór: Við vorum andlega sterkari undir lokin„Þessi rimma hefur verið rosalega spennandi og það fór vel um mann undir lok leiksins, en sem betur fer fór þetta vel,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Heiða var með stórkostlega markvörslu undir blálok leiksins. Ég held í oddaleik þegar liðin eru búin að spila svona mörgum sinnum á móti hvort öðru þá snýst þetta bara um baráttu og þá fær handboltinn oft að líða fyrir það.“ Halldór segir að ákveðin seigla og andlegur styrkur Stjörnunnar hafi klárað þennan leik. „Hanna er ótrúlegur leikmaður. Hún skaffar vítin og tekur þau sjálf og ég veit að hún er mjög köld og það er alltaf gott að hafa svona týpu í liðinu,“ segir Halldór sem er spenntur fyrir einvíginu gegn Gróttu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira