Varnarsigrar Hauka og Gróttu | ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2016 21:46 Ramune Pekarskyte skoraði fjögur mörk fyrir Hauka í kvöld. vísir/ernir Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum. Í Garðabænum vann Stjarnan öruggan sigur á Val, 27-20. Lesa má um leikinn með því að smella hér. Það var ekki mikið skorað í Schenker-höllinni þegar deildarmeistarar Hauka mættu Fylki. Haukar leiddu allan tímann en tókst aldrei að hrista Árbæinga af sér. Fylkiskonur voru í miklum vandræðum í sókninni skoruðu aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 7-4, Haukum í vil. Fylkir jafnaði metin í 12-12 um miðjan seinni hálfleik en þá tóku Haukar sér taki, unnu síðustu 11 mínútur leiksins 7-3 og leikinn 19-15. Maria Ines De Silva, Ramune Pekarskyte og Karen Helga Díönudóttur skoruðu allar fjögur mörk fyrir Hauka en Patricia Szölösi var markahæst í liði Fylkis með fjögur mörk.Mörk Hauka: Maria Ines De Silva 4, Ramune Pekarskyte 4, Karen Helga Díönudóttir 4/1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Vilborg Pétursdóttir 1/1, Erla Eiríksdóttir 1, María Karlsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 4/2, Hildur Björnsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Hildur Karen Jóhannsdóttir 2, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.Anna Úrsúla skoraði sex mörk af línunni gegn Selfossi.mynd/magnús matthíassonÍslandsmeistarar Gróttu sýndu styrk sinn gegn Selfossi á heimavelli og unnu 10 marka sigur, 27-17. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og þegar tvær mínútur voru til hálfleiks var staðan 9-9. Grótta skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleik og þrjú fyrstu í seinni hálfleik og lögðu þannig grunninn að sigrinum. Seltirningar juku muninn jafnt og þétt og á endanum munaði 10 mörkum á liðunum, 27-17. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sex mörk en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði mest fyrir Selfoss, eða fimm mörk.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Arndís María Erlingsdóttir 4, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2/1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5/3, Steinunn Hansdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk í Safamýrinni.vísir/ernirEyjakonur gerðu góða ferð í Safamýrina og unnu tveggja marka sigur á Fram, 21-23. Framkonur leiddu í hálfleik, 12-11, en í seinni hálfleik náðu Eyjakonur undirtökunum og byggðu upp forskot sem heimakonur náðu ekki að brúa. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Telma Silva Amado skilaði sjö mörkum af línunni. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Arna Þyri Ólafsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1.Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 8/1, Telma Silva Amado 7, Díana Dögg Magnúsdóttir 4/1, Ester Óskarsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Sandra Dís Sigurðardóttir 1. Olís-deild kvenna Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum. Í Garðabænum vann Stjarnan öruggan sigur á Val, 27-20. Lesa má um leikinn með því að smella hér. Það var ekki mikið skorað í Schenker-höllinni þegar deildarmeistarar Hauka mættu Fylki. Haukar leiddu allan tímann en tókst aldrei að hrista Árbæinga af sér. Fylkiskonur voru í miklum vandræðum í sókninni skoruðu aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 7-4, Haukum í vil. Fylkir jafnaði metin í 12-12 um miðjan seinni hálfleik en þá tóku Haukar sér taki, unnu síðustu 11 mínútur leiksins 7-3 og leikinn 19-15. Maria Ines De Silva, Ramune Pekarskyte og Karen Helga Díönudóttur skoruðu allar fjögur mörk fyrir Hauka en Patricia Szölösi var markahæst í liði Fylkis með fjögur mörk.Mörk Hauka: Maria Ines De Silva 4, Ramune Pekarskyte 4, Karen Helga Díönudóttir 4/1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Vilborg Pétursdóttir 1/1, Erla Eiríksdóttir 1, María Karlsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 4/2, Hildur Björnsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Hildur Karen Jóhannsdóttir 2, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.Anna Úrsúla skoraði sex mörk af línunni gegn Selfossi.mynd/magnús matthíassonÍslandsmeistarar Gróttu sýndu styrk sinn gegn Selfossi á heimavelli og unnu 10 marka sigur, 27-17. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og þegar tvær mínútur voru til hálfleiks var staðan 9-9. Grótta skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleik og þrjú fyrstu í seinni hálfleik og lögðu þannig grunninn að sigrinum. Seltirningar juku muninn jafnt og þétt og á endanum munaði 10 mörkum á liðunum, 27-17. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sex mörk en Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði mest fyrir Selfoss, eða fimm mörk.Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Arndís María Erlingsdóttir 4, Lovísa Thompson 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 2/1, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5/3, Steinunn Hansdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Adina Maria Ghidoarca 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk í Safamýrinni.vísir/ernirEyjakonur gerðu góða ferð í Safamýrina og unnu tveggja marka sigur á Fram, 21-23. Framkonur leiddu í hálfleik, 12-11, en í seinni hálfleik náðu Eyjakonur undirtökunum og byggðu upp forskot sem heimakonur náðu ekki að brúa. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Telma Silva Amado skilaði sjö mörkum af línunni. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Arna Þyri Ólafsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 1.Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 8/1, Telma Silva Amado 7, Díana Dögg Magnúsdóttir 4/1, Ester Óskarsdóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Sandra Dís Sigurðardóttir 1.
Olís-deild kvenna Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira