Kári ósáttur við rauða spjaldið: Þeir búa eitthvað til út af því að þetta er sjónvarpsleikur Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni skrifar 24. mars 2016 16:16 Kári var ekki sáttur í leikslok. vísir/ernir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll með að missa toppsæti Olís-deildar kvenna í hendur Hauka í dag. Grótta leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, í uppgjöri toppliðanna en Haukar voru miklu sterkari í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu sex fyrstu mörk hans og unnu að lokum þriggja marka sigur, 19-22. "Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum að sama skapi klaufar í varnarleiknum. Ramune [Pekarskyte] leysti mikið inn og við leystum það ekki nógu vel," sagði Kári sem var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins, þá Bjarka Bóasson og Gunnar Óla Gústafsson. "Það var algjörlega augljós ruðningsdómur sem þeir sleppa þegar þær skora snemma í seinni hálfleik. Síðan stoppa þeir tímann þegar við erum komnar í færi til að veita eitthvað tiltal og svo ég fari ekki í þetta rauða spjald," sagði Kári og vísaði til rauða spjaldsins sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk á 50. mínútu fyrir, að því er virtist, afar litlar sakir. "Þetta var skandall og breytti leiknum. Þeir segja að hún rífi í hárið á henni. Manneskjan stendur bara og er ekkert sérstaklega hársár og er ágæt þegar hún labbar í burtu. "Þú verður að lesa í augnablikið, það er ekki eins og þakið hafi verið að rifna af húsinu og allir að biðja um eitthvað. Þá búa þeir bara til eitthvað, líklega út af því að þetta er sjónvarpsleikur. Ég ætla að giska á það." Kári var sömuleiðis ósáttur við sóknarleik síns liðs en hefur hann áhyggjur af því á hversu lágt plan hann getur dottið? "Jájá, auðvitað er ég það. Ég var samt sáttur við fyrri hálfleikinn þar sem við skorum 14 mörk og klúðrum auk þess 3-4 færum. Síðan kom seinni hálfleikurinn þar sem við náðum ekki að búa til stöður og fylgja því nægjanlega vel eftir," sagði Kári að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var hundfúll með að missa toppsæti Olís-deildar kvenna í hendur Hauka í dag. Grótta leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, í uppgjöri toppliðanna en Haukar voru miklu sterkari í upphafi seinni hálfleiks, skoruðu sex fyrstu mörk hans og unnu að lokum þriggja marka sigur, 19-22. "Við náðum ekki að skapa okkur færi og vorum að sama skapi klaufar í varnarleiknum. Ramune [Pekarskyte] leysti mikið inn og við leystum það ekki nógu vel," sagði Kári sem var langt frá því að vera sáttur með dómara leiksins, þá Bjarka Bóasson og Gunnar Óla Gústafsson. "Það var algjörlega augljós ruðningsdómur sem þeir sleppa þegar þær skora snemma í seinni hálfleik. Síðan stoppa þeir tímann þegar við erum komnar í færi til að veita eitthvað tiltal og svo ég fari ekki í þetta rauða spjald," sagði Kári og vísaði til rauða spjaldsins sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fékk á 50. mínútu fyrir, að því er virtist, afar litlar sakir. "Þetta var skandall og breytti leiknum. Þeir segja að hún rífi í hárið á henni. Manneskjan stendur bara og er ekkert sérstaklega hársár og er ágæt þegar hún labbar í burtu. "Þú verður að lesa í augnablikið, það er ekki eins og þakið hafi verið að rifna af húsinu og allir að biðja um eitthvað. Þá búa þeir bara til eitthvað, líklega út af því að þetta er sjónvarpsleikur. Ég ætla að giska á það." Kári var sömuleiðis ósáttur við sóknarleik síns liðs en hefur hann áhyggjur af því á hversu lágt plan hann getur dottið? "Jájá, auðvitað er ég það. Ég var samt sáttur við fyrri hálfleikinn þar sem við skorum 14 mörk og klúðrum auk þess 3-4 færum. Síðan kom seinni hálfleikurinn þar sem við náðum ekki að búa til stöður og fylgja því nægjanlega vel eftir," sagði Kári að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira