Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 29-23 | Florentina skellti í lás undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2016 21:30 Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar. Vísir/Vilhelm Stjarnan bar sigurorð af Fram, 29-23, í 21. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Gróttu, 20-16, á laugardaginn. Stjörnukonur voru ekki upp á sitt besta lengi framan en liðið tryggði sér stigin tvö með frábærum endaspretti. Eftir að Ragnheiður Júlíusdóttir minnkaði muninn í 23-22 skellti Florentina Stanciu í lás í Stjörnumarkinu og átti hvað stærstan þátt í því að Garðbæingar unnu síðustu 13 mínúturnar 6-1 og leikinn með sex mörkum, 29-23. Florentina varði alls 22 skot (49%) í kvöld en mikill munur var á markvörslu liðanna, sérstaklega á lokakaflanum. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með sex. Þá átti Stefanía Theodórsdóttir afbragðs leik í vinstra horninu og skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með átta mörk en Steinunn Björnsdóttir skoraði fimm. Fyrri hálfleikur var afar jafn þar sem aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Hvorugt þeirra sýndi þó sínar bestu hliðar. Gestirnir úr Safamýrinni voru með frumkvæðið framan af og komust í 2-4 og 4-6. Ragnheiður byrjaði leikinn af miklum krafti, skoraði þrjú af sex fyrstu mörkum Fram og átti auk þess línusendingu á Steinunni sem skilaði marki. En smám saman rann bikarþynnkan af Stjörnuliðinu sem komst betur inn í leikinn og eftir þrjú mörk í röð frá Hönnu G. Stefánsdóttur komust Garðbæingar yfir, 7-6. Liðin héldust í hendur út fyrri hálfleikinn og þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 12-13, Fram í vil. Framkonur gátu ágætlega við þá stöðu unað í ljósi þess að Florentina varði helming þeirra skota sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik. Fram byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst tvívegis tveimur mörkum yfir. En í stöðunni 14-16 skoraði Stjarnan þrjú mörk í röð og náði forystunni, 17-16. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur en Stjarnan var þó ívið sterkari aðilinn. Fram var þó aldrei langt undan þökk sé framlagi Ragnheiðar og Steinunnar í sókninni en þær skoruðu sjö af tíu mörkum gestanna í seinni hálfleik. En undir lokin klikkaði sóknarleikur Fram illilega. Liðið tapaði boltanum trekk í trekk og var lengi að hlaupa til baka. Og það sem verra var, þá fór Florentina að verja í marki Stjörnunnar. Hún varði fimm af síðustu sex skotum sem hún fékk á sig en Fram skoraði einungis eitt mark á síðustu 13 mínútum leiksins. Vörn Stjörnunnar styrkist einnig eftir því sem leið á leikinn, ekki síst eftir innkomu Rakelar Daggar Bragadóttur. Stjarnan breytti stöðunni úr 23-22 í 28-22 og vann að lokum sex marka sigur, 29-23.Halldór Harri: Var dauðhræddur fyrir leikinn Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkenndi að hafa verið smeykur fyrir leikinn gegn Fram í kvöld, sem var sá fyrsti eftir að Garðbæingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. "Ég var dauðhræddur, ef ég á að vera alveg hreinskilinn," sagði Halldór Harri eftir sigurinn á Fram. "Ég var hræddur við hvernig við myndum mæta í þennan leik. Mér fannst æfingin í gær léleg og ég var smá smeykur við þetta. "Þreytan gerði vart við sig en við náðum að loka þessu í lokin og fá nokkur hraðaupphlaup." Halldór Harri var ánægður með varnarleik Stjörnunnar á lokakaflanum en liðið fékk aðeins eitt mark á sig á síðustu 13 mínútum leiksins. "Undir lokin náðum við að loka á Ragnheiði (Júlíusdóttur) og færðum okkur vel í vörninni. Við vildum þetta í lokin," sagði þjálfarinn sem segir að innkoma Rakelar Daggar Bragadóttur hjálpi Stjörnuliðinu mikið. "Hún kemur inn með öryggi og talanda og er góður leikmaður, jafnt innan vallar sem utan. Hún hjálpaði okkur að loka þessu í kvöld," sagði Halldór Harri að lokum.Steinunn: Misstum höfuðið niður í bringu Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, átti engar skýringar á skelfilegum lokakafla liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en á síðustu 13 mínútunum breytti Stjarnan stöðunni úr 23-22 í 29-23. "Við misstum hausinn, ég skil ekki af hverju," sagði Steinunn eftir leik. "Við köstuðum boltanum frá okkur nokkrum sinnum í röð, keyrum ekki til baka og missum höfuðið niður í bringu. Það ætluðist allir til þess að næsti maður myndi gera eitthvað og það tók enginn ábyrgð." Steinunn kvaðst þó nokkuð sátt með spilamennsku Fram framan af leik. "Mér fannst við alveg með þetta í fyrri hálfleik. Mér leið vel, bæði í vörn og sókn, og það kom ekkert á óvart hjá Stjörnunni," sagði Steinunni og bætti við: "En í seinni hálfleiknum skutum við ekki jafn vel og Flora (Florentina Stanciu) fór að verja. Við urðum hræddar, köstuðum boltanum frá okkur og hættum að sækja á markið." Steinunn spilaði sem línumaður í dag eins og hún hefur gert síðan Elísabet Gunnarsdóttir þurfti að draga sig í hlé vegna tilvonandi barneigna. Steinunn er nokkuð ánægð hvernig til hefur tekist en hún segist aldrei hafa spilað á línunni áður. "Það hefur gengið allt í lagi en ég er engin Lísa. Vonandi verður þetta betra með hverjum leiknum og ég fæ meira sjálfstraust sem línumaður," sagði Steinunn að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Stjarnan bar sigurorð af Fram, 29-23, í 21. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Gróttu, 20-16, á laugardaginn. Stjörnukonur voru ekki upp á sitt besta lengi framan en liðið tryggði sér stigin tvö með frábærum endaspretti. Eftir að Ragnheiður Júlíusdóttir minnkaði muninn í 23-22 skellti Florentina Stanciu í lás í Stjörnumarkinu og átti hvað stærstan þátt í því að Garðbæingar unnu síðustu 13 mínúturnar 6-1 og leikinn með sex mörkum, 29-23. Florentina varði alls 22 skot (49%) í kvöld en mikill munur var á markvörslu liðanna, sérstaklega á lokakaflanum. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sjö mörk en Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með sex. Þá átti Stefanía Theodórsdóttir afbragðs leik í vinstra horninu og skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með átta mörk en Steinunn Björnsdóttir skoraði fimm. Fyrri hálfleikur var afar jafn þar sem aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Hvorugt þeirra sýndi þó sínar bestu hliðar. Gestirnir úr Safamýrinni voru með frumkvæðið framan af og komust í 2-4 og 4-6. Ragnheiður byrjaði leikinn af miklum krafti, skoraði þrjú af sex fyrstu mörkum Fram og átti auk þess línusendingu á Steinunni sem skilaði marki. En smám saman rann bikarþynnkan af Stjörnuliðinu sem komst betur inn í leikinn og eftir þrjú mörk í röð frá Hönnu G. Stefánsdóttur komust Garðbæingar yfir, 7-6. Liðin héldust í hendur út fyrri hálfleikinn og þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 12-13, Fram í vil. Framkonur gátu ágætlega við þá stöðu unað í ljósi þess að Florentina varði helming þeirra skota sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik. Fram byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst tvívegis tveimur mörkum yfir. En í stöðunni 14-16 skoraði Stjarnan þrjú mörk í röð og náði forystunni, 17-16. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur en Stjarnan var þó ívið sterkari aðilinn. Fram var þó aldrei langt undan þökk sé framlagi Ragnheiðar og Steinunnar í sókninni en þær skoruðu sjö af tíu mörkum gestanna í seinni hálfleik. En undir lokin klikkaði sóknarleikur Fram illilega. Liðið tapaði boltanum trekk í trekk og var lengi að hlaupa til baka. Og það sem verra var, þá fór Florentina að verja í marki Stjörnunnar. Hún varði fimm af síðustu sex skotum sem hún fékk á sig en Fram skoraði einungis eitt mark á síðustu 13 mínútum leiksins. Vörn Stjörnunnar styrkist einnig eftir því sem leið á leikinn, ekki síst eftir innkomu Rakelar Daggar Bragadóttur. Stjarnan breytti stöðunni úr 23-22 í 28-22 og vann að lokum sex marka sigur, 29-23.Halldór Harri: Var dauðhræddur fyrir leikinn Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkenndi að hafa verið smeykur fyrir leikinn gegn Fram í kvöld, sem var sá fyrsti eftir að Garðbæingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. "Ég var dauðhræddur, ef ég á að vera alveg hreinskilinn," sagði Halldór Harri eftir sigurinn á Fram. "Ég var hræddur við hvernig við myndum mæta í þennan leik. Mér fannst æfingin í gær léleg og ég var smá smeykur við þetta. "Þreytan gerði vart við sig en við náðum að loka þessu í lokin og fá nokkur hraðaupphlaup." Halldór Harri var ánægður með varnarleik Stjörnunnar á lokakaflanum en liðið fékk aðeins eitt mark á sig á síðustu 13 mínútum leiksins. "Undir lokin náðum við að loka á Ragnheiði (Júlíusdóttur) og færðum okkur vel í vörninni. Við vildum þetta í lokin," sagði þjálfarinn sem segir að innkoma Rakelar Daggar Bragadóttur hjálpi Stjörnuliðinu mikið. "Hún kemur inn með öryggi og talanda og er góður leikmaður, jafnt innan vallar sem utan. Hún hjálpaði okkur að loka þessu í kvöld," sagði Halldór Harri að lokum.Steinunn: Misstum höfuðið niður í bringu Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, átti engar skýringar á skelfilegum lokakafla liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en á síðustu 13 mínútunum breytti Stjarnan stöðunni úr 23-22 í 29-23. "Við misstum hausinn, ég skil ekki af hverju," sagði Steinunn eftir leik. "Við köstuðum boltanum frá okkur nokkrum sinnum í röð, keyrum ekki til baka og missum höfuðið niður í bringu. Það ætluðist allir til þess að næsti maður myndi gera eitthvað og það tók enginn ábyrgð." Steinunn kvaðst þó nokkuð sátt með spilamennsku Fram framan af leik. "Mér fannst við alveg með þetta í fyrri hálfleik. Mér leið vel, bæði í vörn og sókn, og það kom ekkert á óvart hjá Stjörnunni," sagði Steinunni og bætti við: "En í seinni hálfleiknum skutum við ekki jafn vel og Flora (Florentina Stanciu) fór að verja. Við urðum hræddar, köstuðum boltanum frá okkur og hættum að sækja á markið." Steinunn spilaði sem línumaður í dag eins og hún hefur gert síðan Elísabet Gunnarsdóttir þurfti að draga sig í hlé vegna tilvonandi barneigna. Steinunn er nokkuð ánægð hvernig til hefur tekist en hún segist aldrei hafa spilað á línunni áður. "Það hefur gengið allt í lagi en ég er engin Lísa. Vonandi verður þetta betra með hverjum leiknum og ég fæ meira sjálfstraust sem línumaður," sagði Steinunn að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira