Haukabaninn Íris Björk | 72% markvarsla á lokakaflanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2016 11:15 Íris Björk lokaði marki Gróttu á lokakaflanum gegn Haukum í gær. vísir/stefán Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir átti magnaðan leik þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í handbolta með eins marks sigri, 30-29, á Haukum í gær. Leikurinn var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Lovísa Thompson skoraði sigurmark Gróttu sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum klukkan 13:30 á morgun. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 3-1 en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og voru með frumkvæðið allt þar til á lokamínútunum. Seltirningar breyttu um vörn um miðjan seinni hálfleik og tóku tvo leikmenn Hauka úr umferð. Það sló Hafnfirðinga út af laginu en þeir leiddu samt, 19-22, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Íris hins vegar til sinna ráða og hreinlega lokaði markinu. Íris varði „aðeins“ 35,3% af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig fyrstu 49 mínútur leiksins en tók hins vegar 18 af þeim 25 skotum sem hún fékk á sig það sem eftir lifði leiks. Það gerir 72% hlutfallsmarkvörslu sem er einstök tölfræði. Á þessum tíma varði Íris hvorki fleiri né færri en fjögur vítaköst af þeim sex hún fékk á sig, auk þess sem síðasta vítakast Hauka hafnaði í stönginni. Íris tók einnig fjölmörg dauðafæri á mikilvægum augnablikum eins og þegar hún varði frá Mariu Ines De Silve Pereira í hraðaupphlaupi í stöðunni 28-28 þegar mínúta var eftir af fyrri framlengingunni. Hún tryggði svo Gróttu aðra framlengingu þegar hún varði vítakast Ramune Pekarskyte þegar 16 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Í seinni framlengingunni skellti Íris svo endanlega í lás og varði þá átta af þeim níu skotum sem hún fékk á sig (88,9%). Maria var sú eina sem fann leiðina framhjá þessum frábæra markverði í seinni framlengingunni en það mark kom úr víti.Ótrúlegur lokakafli Írisar Bjarkar gegn Haukum (frá því í stöðunni 19-22 þegar 11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma):18 skot varin af 25 (72%) 6 langskot 4 víti 4 úr horni 3 af línu 1 hraðaupphlaupMarkvarsla Írisar Bjarkar í öllum leiknum:30/4 skot varin af 59/9 (51%)Íris reynir að verja skot Jónu Sigríðar Halldórsdóttur.vísir/ernir Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20 Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir átti magnaðan leik þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í handbolta með eins marks sigri, 30-29, á Haukum í gær. Leikurinn var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Lovísa Thompson skoraði sigurmark Gróttu sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum klukkan 13:30 á morgun. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 3-1 en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og voru með frumkvæðið allt þar til á lokamínútunum. Seltirningar breyttu um vörn um miðjan seinni hálfleik og tóku tvo leikmenn Hauka úr umferð. Það sló Hafnfirðinga út af laginu en þeir leiddu samt, 19-22, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Íris hins vegar til sinna ráða og hreinlega lokaði markinu. Íris varði „aðeins“ 35,3% af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig fyrstu 49 mínútur leiksins en tók hins vegar 18 af þeim 25 skotum sem hún fékk á sig það sem eftir lifði leiks. Það gerir 72% hlutfallsmarkvörslu sem er einstök tölfræði. Á þessum tíma varði Íris hvorki fleiri né færri en fjögur vítaköst af þeim sex hún fékk á sig, auk þess sem síðasta vítakast Hauka hafnaði í stönginni. Íris tók einnig fjölmörg dauðafæri á mikilvægum augnablikum eins og þegar hún varði frá Mariu Ines De Silve Pereira í hraðaupphlaupi í stöðunni 28-28 þegar mínúta var eftir af fyrri framlengingunni. Hún tryggði svo Gróttu aðra framlengingu þegar hún varði vítakast Ramune Pekarskyte þegar 16 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Í seinni framlengingunni skellti Íris svo endanlega í lás og varði þá átta af þeim níu skotum sem hún fékk á sig (88,9%). Maria var sú eina sem fann leiðina framhjá þessum frábæra markverði í seinni framlengingunni en það mark kom úr víti.Ótrúlegur lokakafli Írisar Bjarkar gegn Haukum (frá því í stöðunni 19-22 þegar 11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma):18 skot varin af 25 (72%) 6 langskot 4 víti 4 úr horni 3 af línu 1 hraðaupphlaupMarkvarsla Írisar Bjarkar í öllum leiknum:30/4 skot varin af 59/9 (51%)Íris reynir að verja skot Jónu Sigríðar Halldórsdóttur.vísir/ernir
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20 Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20
Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35