Haukabaninn Íris Björk | 72% markvarsla á lokakaflanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. febrúar 2016 11:15 Íris Björk lokaði marki Gróttu á lokakaflanum gegn Haukum í gær. vísir/stefán Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir átti magnaðan leik þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í handbolta með eins marks sigri, 30-29, á Haukum í gær. Leikurinn var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Lovísa Thompson skoraði sigurmark Gróttu sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum klukkan 13:30 á morgun. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 3-1 en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og voru með frumkvæðið allt þar til á lokamínútunum. Seltirningar breyttu um vörn um miðjan seinni hálfleik og tóku tvo leikmenn Hauka úr umferð. Það sló Hafnfirðinga út af laginu en þeir leiddu samt, 19-22, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Íris hins vegar til sinna ráða og hreinlega lokaði markinu. Íris varði „aðeins“ 35,3% af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig fyrstu 49 mínútur leiksins en tók hins vegar 18 af þeim 25 skotum sem hún fékk á sig það sem eftir lifði leiks. Það gerir 72% hlutfallsmarkvörslu sem er einstök tölfræði. Á þessum tíma varði Íris hvorki fleiri né færri en fjögur vítaköst af þeim sex hún fékk á sig, auk þess sem síðasta vítakast Hauka hafnaði í stönginni. Íris tók einnig fjölmörg dauðafæri á mikilvægum augnablikum eins og þegar hún varði frá Mariu Ines De Silve Pereira í hraðaupphlaupi í stöðunni 28-28 þegar mínúta var eftir af fyrri framlengingunni. Hún tryggði svo Gróttu aðra framlengingu þegar hún varði vítakast Ramune Pekarskyte þegar 16 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Í seinni framlengingunni skellti Íris svo endanlega í lás og varði þá átta af þeim níu skotum sem hún fékk á sig (88,9%). Maria var sú eina sem fann leiðina framhjá þessum frábæra markverði í seinni framlengingunni en það mark kom úr víti.Ótrúlegur lokakafli Írisar Bjarkar gegn Haukum (frá því í stöðunni 19-22 þegar 11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma):18 skot varin af 25 (72%) 6 langskot 4 víti 4 úr horni 3 af línu 1 hraðaupphlaupMarkvarsla Írisar Bjarkar í öllum leiknum:30/4 skot varin af 59/9 (51%)Íris reynir að verja skot Jónu Sigríðar Halldórsdóttur.vísir/ernir Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20 Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35 Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira
Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir átti magnaðan leik þegar Grótta tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í handbolta með eins marks sigri, 30-29, á Haukum í gær. Leikurinn var æsispennandi en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Lovísa Thompson skoraði sigurmark Gróttu sem mætir Stjörnunni í bikarúrslitum klukkan 13:30 á morgun. Grótta byrjaði leikinn betur og komst í 3-1 en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og voru með frumkvæðið allt þar til á lokamínútunum. Seltirningar breyttu um vörn um miðjan seinni hálfleik og tóku tvo leikmenn Hauka úr umferð. Það sló Hafnfirðinga út af laginu en þeir leiddu samt, 19-22, þegar 11 mínútur voru til leiksloka. Þá tók Íris hins vegar til sinna ráða og hreinlega lokaði markinu. Íris varði „aðeins“ 35,3% af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig fyrstu 49 mínútur leiksins en tók hins vegar 18 af þeim 25 skotum sem hún fékk á sig það sem eftir lifði leiks. Það gerir 72% hlutfallsmarkvörslu sem er einstök tölfræði. Á þessum tíma varði Íris hvorki fleiri né færri en fjögur vítaköst af þeim sex hún fékk á sig, auk þess sem síðasta vítakast Hauka hafnaði í stönginni. Íris tók einnig fjölmörg dauðafæri á mikilvægum augnablikum eins og þegar hún varði frá Mariu Ines De Silve Pereira í hraðaupphlaupi í stöðunni 28-28 þegar mínúta var eftir af fyrri framlengingunni. Hún tryggði svo Gróttu aðra framlengingu þegar hún varði vítakast Ramune Pekarskyte þegar 16 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Í seinni framlengingunni skellti Íris svo endanlega í lás og varði þá átta af þeim níu skotum sem hún fékk á sig (88,9%). Maria var sú eina sem fann leiðina framhjá þessum frábæra markverði í seinni framlengingunni en það mark kom úr víti.Ótrúlegur lokakafli Írisar Bjarkar gegn Haukum (frá því í stöðunni 19-22 þegar 11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma):18 skot varin af 25 (72%) 6 langskot 4 víti 4 úr horni 3 af línu 1 hraðaupphlaupMarkvarsla Írisar Bjarkar í öllum leiknum:30/4 skot varin af 59/9 (51%)Íris reynir að verja skot Jónu Sigríðar Halldórsdóttur.vísir/ernir
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20 Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35 Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira
Gísli og Hafsteinn hlaupa í skarðið og dæma úrslitaleik kvenna Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson munu dæma úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í stað þeirra Arnars Sigurjónssonar og Svavars Péturssonar. 26. febrúar 2016 07:43
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 26-21 | Stjarnan í bikarúrslit Stjarnan er komin í úrslit Coca Cola bikars kvenna eftir 26-21 sigur á Fylki í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var 13-10 yfir í hálfleik. 25. febrúar 2016 11:20
Lovísa: Fékk útrás í sókninni Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, var merkilega róleg eftir að Seltirningar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með 30-29 sigri á Haukum í tvíframlengdum leik í kvöld. 25. febrúar 2016 22:35