Rakel: Leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum Anton Ingi Leifsson úr TM-höllinni skrifar 12. febrúar 2016 21:56 Rakel er ánægð með að vera mætt aftur. Frábær tíðindi. vísir/valli „Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Rakel spilaði með Stjörnunni í níu marka tapi gegn Haukum, en leikur Stjörnunnar var afleitur. Það eru hins vegar frábærar fréttir fyrir Stjörnuna og Rakel sjálfa að hún sé mætt á völlinn aftur, en meira má lesa um leikinn hér. „Ég er mjög spennt og það eru mjög skemmtilegar tímar framundan. Mér finnst mjög gaman að taka þátt,” en hvað kom til að Rakel Dögg kom aftur? „Ég er búin að taka miklum framförum með höfuðið og gengið ótrúlega vel eftir að ég átti barn fyrir sex mánuðum og ég prófaði að byrja æfa. Það gekk fínt og svo byrjaði ég að mæta á handboltaæfingu og það gekk vel.” Samkvæmt öruggum heimildum eru tvö ár og þrír mánuðir síðan að Rakel spilaði síðast, en hún er gífurlega ánægð með að vera komin aftur. „Mér fannst ég pínu skulda sjálfum mér að mæta og prófa vera með. Það er leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum og ég ákvað að slá til. Ég er ótrúlega ánægð og vona að það gangi aðeins betur í næsta leik, en þetta er rosa gaman.” Næst barst tal blaðamannns að því hvort Rakel Dögg væri mætt aftur endanlega, en hún vildi ekki ganga svo langt. „Ég vil ekki kalla þetta “comeback” þar sem ég er búin að vera mjög “discreet” með þetta. Ef allt gengur vel þá verður það þannig, en ég er bara að taka einn dag í einu og skoða og hvernig ég verð. Ef allt gengur vel verð ég með út tímabilið,” sagði Rakel. „Ég byrjaði aðeins að hreyfa mig í desember, en svo fór ég að detta inn á handboltaæfingar fljótlega upp úr því. Ég hef svo sem ekkert verið alltof mikið á æfingum,” sagði Rakel að lokum, en sex mánaða sonur hennar grét í fangi hennar, hræddur við blaðamann og vildi meira athygli mömmu. Frábært að sjá Rakel á vellinum aftur. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Rakel spilaði með Stjörnunni í níu marka tapi gegn Haukum, en leikur Stjörnunnar var afleitur. Það eru hins vegar frábærar fréttir fyrir Stjörnuna og Rakel sjálfa að hún sé mætt á völlinn aftur, en meira má lesa um leikinn hér. „Ég er mjög spennt og það eru mjög skemmtilegar tímar framundan. Mér finnst mjög gaman að taka þátt,” en hvað kom til að Rakel Dögg kom aftur? „Ég er búin að taka miklum framförum með höfuðið og gengið ótrúlega vel eftir að ég átti barn fyrir sex mánuðum og ég prófaði að byrja æfa. Það gekk fínt og svo byrjaði ég að mæta á handboltaæfingu og það gekk vel.” Samkvæmt öruggum heimildum eru tvö ár og þrír mánuðir síðan að Rakel spilaði síðast, en hún er gífurlega ánægð með að vera komin aftur. „Mér fannst ég pínu skulda sjálfum mér að mæta og prófa vera með. Það er leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum og ég ákvað að slá til. Ég er ótrúlega ánægð og vona að það gangi aðeins betur í næsta leik, en þetta er rosa gaman.” Næst barst tal blaðamannns að því hvort Rakel Dögg væri mætt aftur endanlega, en hún vildi ekki ganga svo langt. „Ég vil ekki kalla þetta “comeback” þar sem ég er búin að vera mjög “discreet” með þetta. Ef allt gengur vel þá verður það þannig, en ég er bara að taka einn dag í einu og skoða og hvernig ég verð. Ef allt gengur vel verð ég með út tímabilið,” sagði Rakel. „Ég byrjaði aðeins að hreyfa mig í desember, en svo fór ég að detta inn á handboltaæfingar fljótlega upp úr því. Ég hef svo sem ekkert verið alltof mikið á æfingum,” sagði Rakel að lokum, en sex mánaða sonur hennar grét í fangi hennar, hræddur við blaðamann og vildi meira athygli mömmu. Frábært að sjá Rakel á vellinum aftur.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00